Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2019 09:10 Vísir/MHH Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, sem eru eiturmyndandi E. coli-bakteríur, eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II fyrr í sumar, þar af voru 22 börn.Í tilkynningu frá stofnuninni er athygli bænda og annarra framleiðenda vakin á því að úði frá háþrýstiþvotti á smituðu umhverfi geti dreift smitefnum og valdið sjúkdómi í dýrum og mönnum. Til útskýringar segir að í úðanum sem myndast við háþrýstiþvott geti verið „sveppir, bakteríur, veirur, sníkjudýr eða önnur smitefni sem berast auðveldlega í fólk og dýr, t.d. með því að anda úðanum að sér.“Sjá einnig: Nauðsynlegt að Íslendingar gengumsteiki hamborgaraAuk þess leggist úðinn á yfirborðsfleti og mengar þá. Smit geti þá orðið við snertingu. „Fólk í landbúnaði þarf að gera sér grein fyrir þessu og endurskoða starfsvenjur sínar þannig að komið verði í veg fyrir óþarfa dreifingu smits. Það sama getur átt við í matvælaiðnaði,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Því mæli stofnunin með lágþrýstiþvotti, á bilinu 20 til 22 bör. Slíkur þvottur hafi ýmsa kosti umfram háþrýstiþvott, sem er um og yfir 100 bör, „að því leiti að hvorki myndast úði né dreifast óhreinindi eins mikið, þannig er lágþrýstiþvottur betri kostur til þvotta í landbúnaði.“Háþrýstingur henti ekki gripahúsum Í landbúnaði séu óhjákvæmilega smitefni og ætíð ætti að gera ráð fyrir að smitefni geti verið hættuleg heilsu manna og dýra. „Í öllu falli ætti ekki að nota háþrýstiþvott þar sem nálægð er mikil milli dýra og manna og/eða matvæla, því úðinn fer víða. Aldrei skal þvo gripahús með háþrýstingi þegar dýr eru inni og nota skal grímur til að verjast úðasmiti,“ segir Matvælastofnun. Lengi beindust spjótin að heimagerða ísnum á Efstadal II, en samkvæmt viðtölum við sjúklinga og aðstandendur borðuðu allir sem veiktust ís. Bakteríurannsóknir Matvælastofnunar sýndu að kálfar á staðnum báru sömu tegund STEC og sýkti börnin en ekki tókst hins vegar að finna þá tegund í ísnum. Matvælastofnun útilokar því ekki að smit hafa borist í sjúklinga eftir snertingu við t.d. kálfa eða hluti í umhverfinu og þannig borist í ís eða upp í þá. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Nauðsynlegt að Íslendingar gegnumsteiki hamborgara Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki í gegn til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. 16. ágúst 2019 12:15 Ísinn gæti hafa mengast úr umhverfi Ekki er ljóst hvernig E. coli smitaðist frá dýrum í þá sem veiktust í Efstadal II í júlí. Alls veiktust níu börn af bakteríunni. 7. ágúst 2019 08:30 Segir lærdóm dreginn af E.coli faraldrinum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að ekki hafi verið forsendur til að loka Efstadal II á sínum tíma vegna Ecoli faraldurs 6. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, sem eru eiturmyndandi E. coli-bakteríur, eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II fyrr í sumar, þar af voru 22 börn.Í tilkynningu frá stofnuninni er athygli bænda og annarra framleiðenda vakin á því að úði frá háþrýstiþvotti á smituðu umhverfi geti dreift smitefnum og valdið sjúkdómi í dýrum og mönnum. Til útskýringar segir að í úðanum sem myndast við háþrýstiþvott geti verið „sveppir, bakteríur, veirur, sníkjudýr eða önnur smitefni sem berast auðveldlega í fólk og dýr, t.d. með því að anda úðanum að sér.“Sjá einnig: Nauðsynlegt að Íslendingar gengumsteiki hamborgaraAuk þess leggist úðinn á yfirborðsfleti og mengar þá. Smit geti þá orðið við snertingu. „Fólk í landbúnaði þarf að gera sér grein fyrir þessu og endurskoða starfsvenjur sínar þannig að komið verði í veg fyrir óþarfa dreifingu smits. Það sama getur átt við í matvælaiðnaði,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Því mæli stofnunin með lágþrýstiþvotti, á bilinu 20 til 22 bör. Slíkur þvottur hafi ýmsa kosti umfram háþrýstiþvott, sem er um og yfir 100 bör, „að því leiti að hvorki myndast úði né dreifast óhreinindi eins mikið, þannig er lágþrýstiþvottur betri kostur til þvotta í landbúnaði.“Háþrýstingur henti ekki gripahúsum Í landbúnaði séu óhjákvæmilega smitefni og ætíð ætti að gera ráð fyrir að smitefni geti verið hættuleg heilsu manna og dýra. „Í öllu falli ætti ekki að nota háþrýstiþvott þar sem nálægð er mikil milli dýra og manna og/eða matvæla, því úðinn fer víða. Aldrei skal þvo gripahús með háþrýstingi þegar dýr eru inni og nota skal grímur til að verjast úðasmiti,“ segir Matvælastofnun. Lengi beindust spjótin að heimagerða ísnum á Efstadal II, en samkvæmt viðtölum við sjúklinga og aðstandendur borðuðu allir sem veiktust ís. Bakteríurannsóknir Matvælastofnunar sýndu að kálfar á staðnum báru sömu tegund STEC og sýkti börnin en ekki tókst hins vegar að finna þá tegund í ísnum. Matvælastofnun útilokar því ekki að smit hafa borist í sjúklinga eftir snertingu við t.d. kálfa eða hluti í umhverfinu og þannig borist í ís eða upp í þá.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Nauðsynlegt að Íslendingar gegnumsteiki hamborgara Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki í gegn til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. 16. ágúst 2019 12:15 Ísinn gæti hafa mengast úr umhverfi Ekki er ljóst hvernig E. coli smitaðist frá dýrum í þá sem veiktust í Efstadal II í júlí. Alls veiktust níu börn af bakteríunni. 7. ágúst 2019 08:30 Segir lærdóm dreginn af E.coli faraldrinum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að ekki hafi verið forsendur til að loka Efstadal II á sínum tíma vegna Ecoli faraldurs 6. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Nauðsynlegt að Íslendingar gegnumsteiki hamborgara Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki í gegn til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. 16. ágúst 2019 12:15
Ísinn gæti hafa mengast úr umhverfi Ekki er ljóst hvernig E. coli smitaðist frá dýrum í þá sem veiktust í Efstadal II í júlí. Alls veiktust níu börn af bakteríunni. 7. ágúst 2019 08:30
Segir lærdóm dreginn af E.coli faraldrinum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að ekki hafi verið forsendur til að loka Efstadal II á sínum tíma vegna Ecoli faraldurs 6. ágúst 2019 19:30