Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2019 09:10 Vísir/MHH Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, sem eru eiturmyndandi E. coli-bakteríur, eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II fyrr í sumar, þar af voru 22 börn.Í tilkynningu frá stofnuninni er athygli bænda og annarra framleiðenda vakin á því að úði frá háþrýstiþvotti á smituðu umhverfi geti dreift smitefnum og valdið sjúkdómi í dýrum og mönnum. Til útskýringar segir að í úðanum sem myndast við háþrýstiþvott geti verið „sveppir, bakteríur, veirur, sníkjudýr eða önnur smitefni sem berast auðveldlega í fólk og dýr, t.d. með því að anda úðanum að sér.“Sjá einnig: Nauðsynlegt að Íslendingar gengumsteiki hamborgaraAuk þess leggist úðinn á yfirborðsfleti og mengar þá. Smit geti þá orðið við snertingu. „Fólk í landbúnaði þarf að gera sér grein fyrir þessu og endurskoða starfsvenjur sínar þannig að komið verði í veg fyrir óþarfa dreifingu smits. Það sama getur átt við í matvælaiðnaði,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Því mæli stofnunin með lágþrýstiþvotti, á bilinu 20 til 22 bör. Slíkur þvottur hafi ýmsa kosti umfram háþrýstiþvott, sem er um og yfir 100 bör, „að því leiti að hvorki myndast úði né dreifast óhreinindi eins mikið, þannig er lágþrýstiþvottur betri kostur til þvotta í landbúnaði.“Háþrýstingur henti ekki gripahúsum Í landbúnaði séu óhjákvæmilega smitefni og ætíð ætti að gera ráð fyrir að smitefni geti verið hættuleg heilsu manna og dýra. „Í öllu falli ætti ekki að nota háþrýstiþvott þar sem nálægð er mikil milli dýra og manna og/eða matvæla, því úðinn fer víða. Aldrei skal þvo gripahús með háþrýstingi þegar dýr eru inni og nota skal grímur til að verjast úðasmiti,“ segir Matvælastofnun. Lengi beindust spjótin að heimagerða ísnum á Efstadal II, en samkvæmt viðtölum við sjúklinga og aðstandendur borðuðu allir sem veiktust ís. Bakteríurannsóknir Matvælastofnunar sýndu að kálfar á staðnum báru sömu tegund STEC og sýkti börnin en ekki tókst hins vegar að finna þá tegund í ísnum. Matvælastofnun útilokar því ekki að smit hafa borist í sjúklinga eftir snertingu við t.d. kálfa eða hluti í umhverfinu og þannig borist í ís eða upp í þá. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Nauðsynlegt að Íslendingar gegnumsteiki hamborgara Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki í gegn til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. 16. ágúst 2019 12:15 Ísinn gæti hafa mengast úr umhverfi Ekki er ljóst hvernig E. coli smitaðist frá dýrum í þá sem veiktust í Efstadal II í júlí. Alls veiktust níu börn af bakteríunni. 7. ágúst 2019 08:30 Segir lærdóm dreginn af E.coli faraldrinum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að ekki hafi verið forsendur til að loka Efstadal II á sínum tíma vegna Ecoli faraldurs 6. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, sem eru eiturmyndandi E. coli-bakteríur, eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II fyrr í sumar, þar af voru 22 börn.Í tilkynningu frá stofnuninni er athygli bænda og annarra framleiðenda vakin á því að úði frá háþrýstiþvotti á smituðu umhverfi geti dreift smitefnum og valdið sjúkdómi í dýrum og mönnum. Til útskýringar segir að í úðanum sem myndast við háþrýstiþvott geti verið „sveppir, bakteríur, veirur, sníkjudýr eða önnur smitefni sem berast auðveldlega í fólk og dýr, t.d. með því að anda úðanum að sér.“Sjá einnig: Nauðsynlegt að Íslendingar gengumsteiki hamborgaraAuk þess leggist úðinn á yfirborðsfleti og mengar þá. Smit geti þá orðið við snertingu. „Fólk í landbúnaði þarf að gera sér grein fyrir þessu og endurskoða starfsvenjur sínar þannig að komið verði í veg fyrir óþarfa dreifingu smits. Það sama getur átt við í matvælaiðnaði,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Því mæli stofnunin með lágþrýstiþvotti, á bilinu 20 til 22 bör. Slíkur þvottur hafi ýmsa kosti umfram háþrýstiþvott, sem er um og yfir 100 bör, „að því leiti að hvorki myndast úði né dreifast óhreinindi eins mikið, þannig er lágþrýstiþvottur betri kostur til þvotta í landbúnaði.“Háþrýstingur henti ekki gripahúsum Í landbúnaði séu óhjákvæmilega smitefni og ætíð ætti að gera ráð fyrir að smitefni geti verið hættuleg heilsu manna og dýra. „Í öllu falli ætti ekki að nota háþrýstiþvott þar sem nálægð er mikil milli dýra og manna og/eða matvæla, því úðinn fer víða. Aldrei skal þvo gripahús með háþrýstingi þegar dýr eru inni og nota skal grímur til að verjast úðasmiti,“ segir Matvælastofnun. Lengi beindust spjótin að heimagerða ísnum á Efstadal II, en samkvæmt viðtölum við sjúklinga og aðstandendur borðuðu allir sem veiktust ís. Bakteríurannsóknir Matvælastofnunar sýndu að kálfar á staðnum báru sömu tegund STEC og sýkti börnin en ekki tókst hins vegar að finna þá tegund í ísnum. Matvælastofnun útilokar því ekki að smit hafa borist í sjúklinga eftir snertingu við t.d. kálfa eða hluti í umhverfinu og þannig borist í ís eða upp í þá.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Nauðsynlegt að Íslendingar gegnumsteiki hamborgara Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki í gegn til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. 16. ágúst 2019 12:15 Ísinn gæti hafa mengast úr umhverfi Ekki er ljóst hvernig E. coli smitaðist frá dýrum í þá sem veiktust í Efstadal II í júlí. Alls veiktust níu börn af bakteríunni. 7. ágúst 2019 08:30 Segir lærdóm dreginn af E.coli faraldrinum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að ekki hafi verið forsendur til að loka Efstadal II á sínum tíma vegna Ecoli faraldurs 6. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Nauðsynlegt að Íslendingar gegnumsteiki hamborgara Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki í gegn til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. 16. ágúst 2019 12:15
Ísinn gæti hafa mengast úr umhverfi Ekki er ljóst hvernig E. coli smitaðist frá dýrum í þá sem veiktust í Efstadal II í júlí. Alls veiktust níu börn af bakteríunni. 7. ágúst 2019 08:30
Segir lærdóm dreginn af E.coli faraldrinum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að ekki hafi verið forsendur til að loka Efstadal II á sínum tíma vegna Ecoli faraldurs 6. ágúst 2019 19:30