Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2019 11:00 Sérfræðingar telja mikilvægt að landamæri Írlands og Norður-Írlands haldist opin til að tryggja áframhaldandi frið á svæðinu. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, mun funda með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín í dag til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Reiknað er með því að Boris muni ítreka þá kröfu sína að sambandið falli frá svokölluðu „backstop“ ákvæði í útgöngusamningi Breta og ESB. Norbert Röttgen, formaður utanríkismálanefndar þýska þingsins og samflokksmaður Merkel, telur ólíklegt að Boris nái að sannfæra Merkel um að breyta afstöðu sinni en Þjóðverjar hafa stutt samkomulagið. Umrætt ákvæði felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalagi ESB til að tryggja opin landamæri Írlands og Norður-Írlands. Samkomulagið felur einnig í sér að Bretar verði áfram í tollabandalaginu eftir útgöngu þangað til að gengið verður frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB. Forsætisráðherrann hefur kallað „backstop“ fyrirkomulagið „ólýðræðislegt“ og að fjarlæga þurfi ákvæðið úr úrsagnarsamningi Bretlands og Evrópusambandsins til að samkomulag náist um útgöngu Breta. Umræddur samningur var unninn í tíð Theresa May, forvera Boris í forsætisráðuneytinu. Því samkomulagi hefur verið hafnað í þrígang af breska þinginu. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa þó ítrekað greint frá því að engar frekari samningaviðræður séu í boði og hafa hafnað kröfum Boris um breytingar á ákvæðinu. Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. Slíkt gæti falið í sér mikla óvissu fyrir viðskipti og samskipti Breta við Evrópusambandsríkin. Bretland Brexit Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Johnson sakar andstæðinga Brexit um samvinnu við ESB Forsætisráðherra Bretlands sakar Evrópusambandið um óbilgirni. Á meðan segir forseti neðri deildar Bandaríkjaþings að Bretar fái ekki fríverslunarsamning eftir Brexit nema friður á Írlandi sé tryggður. 14. ágúst 2019 17:01 Telja matar-, eldsneytis- og lyfjaskort líklegan eftir Brexit án samnings Í trúnaðarskýrslu breska stjórnarráðsins eru þetta taldar líklegustu afleiðingar útgöngu úr ESB án samnings, ekki þær verstu mögulegu. 18. ágúst 2019 08:16 Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, mun funda með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín í dag til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Reiknað er með því að Boris muni ítreka þá kröfu sína að sambandið falli frá svokölluðu „backstop“ ákvæði í útgöngusamningi Breta og ESB. Norbert Röttgen, formaður utanríkismálanefndar þýska þingsins og samflokksmaður Merkel, telur ólíklegt að Boris nái að sannfæra Merkel um að breyta afstöðu sinni en Þjóðverjar hafa stutt samkomulagið. Umrætt ákvæði felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalagi ESB til að tryggja opin landamæri Írlands og Norður-Írlands. Samkomulagið felur einnig í sér að Bretar verði áfram í tollabandalaginu eftir útgöngu þangað til að gengið verður frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB. Forsætisráðherrann hefur kallað „backstop“ fyrirkomulagið „ólýðræðislegt“ og að fjarlæga þurfi ákvæðið úr úrsagnarsamningi Bretlands og Evrópusambandsins til að samkomulag náist um útgöngu Breta. Umræddur samningur var unninn í tíð Theresa May, forvera Boris í forsætisráðuneytinu. Því samkomulagi hefur verið hafnað í þrígang af breska þinginu. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa þó ítrekað greint frá því að engar frekari samningaviðræður séu í boði og hafa hafnað kröfum Boris um breytingar á ákvæðinu. Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. Slíkt gæti falið í sér mikla óvissu fyrir viðskipti og samskipti Breta við Evrópusambandsríkin.
Bretland Brexit Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Johnson sakar andstæðinga Brexit um samvinnu við ESB Forsætisráðherra Bretlands sakar Evrópusambandið um óbilgirni. Á meðan segir forseti neðri deildar Bandaríkjaþings að Bretar fái ekki fríverslunarsamning eftir Brexit nema friður á Írlandi sé tryggður. 14. ágúst 2019 17:01 Telja matar-, eldsneytis- og lyfjaskort líklegan eftir Brexit án samnings Í trúnaðarskýrslu breska stjórnarráðsins eru þetta taldar líklegustu afleiðingar útgöngu úr ESB án samnings, ekki þær verstu mögulegu. 18. ágúst 2019 08:16 Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Johnson sakar andstæðinga Brexit um samvinnu við ESB Forsætisráðherra Bretlands sakar Evrópusambandið um óbilgirni. Á meðan segir forseti neðri deildar Bandaríkjaþings að Bretar fái ekki fríverslunarsamning eftir Brexit nema friður á Írlandi sé tryggður. 14. ágúst 2019 17:01
Telja matar-, eldsneytis- og lyfjaskort líklegan eftir Brexit án samnings Í trúnaðarskýrslu breska stjórnarráðsins eru þetta taldar líklegustu afleiðingar útgöngu úr ESB án samnings, ekki þær verstu mögulegu. 18. ágúst 2019 08:16
Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41