NBA-stjarnan hrósaði Tryggva og segir að Sviss eigi að læra af íslenska liðinu Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 10. ágúst 2019 18:41 Capela í baráttunni í kvöld. vísir/bára Clint Capela leikmaður Houston Rockets spilaði í dag með svissnenska landsliðinu í landsleik á móti Íslandi. Ísland vann leikinn 83-82 eftir magnað lokaskot frá Martin Hermannssyni. „Ég er ekki viss hvort ég sé svekktur. Mér fannst við spila mjög vel miðað við útileik. Við áttum ekki von á að vera á þeirra getustigi. Við komum mjög einbeittir inn í leikinn.“ Sviss byrjuðu leikinn betur en Ísland vann sig jafnóðum inn í leikinn og komust fyrst yfir í byrjun seinni hálfleiks. „Þeir komu betur inn í seinni hálfleikinn og pressuðu okkur svo við misstum boltann að óþörfu. Þeir settu stór skot eins og við gerðum líka. Þeir áttu lokaorðið með þessu stóra skoti í lokin.“ Íslenska liðið var ekki endilega að hitta vel fyrir utan í fyrstu 3 leikhlutunum. Þeir náðu samt að skora nóg með góðum ákvarðanatökum til þess að halda sér í leiknum. „Þeir spiluðu mjög vel sem lið. Þeir voru alltaf að taka réttu ákvarðanirnar. Fyrir okkur sem lið ættum við læra það af þeim hvernig þeir taka alltaf réttu ákvörðunina.“ Capela þurfti að glíma við Tryggva Snæ Hlinason í dag en þetta hafði hann að segja um Tryggva. „Hann getur verið mjög góður í Evrópuski kerfunum. Þeir voru að finna hann vel í kvöld og ég vona að hann standi sig vel með sínu liði. Hann stóð sig vel í kvöld.“ Tryggvi byrjaði bara að æfa körfubolta fyrir tæplega 5 árum. Hann er samt orðinn lykilmaður í landsliðinu sem stóð alveg í NBA-stjörnunni. „Hann heldur boltanum uppi og þekkir sína styrkleika. Hann veit að hann er stór svo hann heldur boltanum uppi þar sem hann getur gripið hann og er með góðar hendur í kringum körfuna.“ Clint Capela er nú ekki þekktur fyrir að vera mikill skotmaður. Í leik dagsins var hinsvegar mikið að taka langskot meðal annars af dripplinu tvisvar sem er oftast erfiðara. „Það tók mig minna en hálfa mínutu að setja niður skot utan af velli svo mér leið vel. Ég var ekki að hika við að skjóta. Þetta er gott tækifæri fyrir mig til að þróa leikinn minn.“ NBA-stjörnur eins og Capela spila ekki endilega með landsliðunum sínum í svona leikjum í undankeppni. Capela ákvað hinsvegar að taka slaginn með sínum mönnum og hefur gaman af. „Ég er að skemmta mér vel með strákunum. Menn eru að leggja sig alla fram og eru mjög einbeittir. Ég byrjaði bara að æfa með þeim einum degi áður en við spiluðum á móti Portúgal svo ég veit að erum ekki farnir að spila fullkomnlega saman ennþá inni á vellinum. Við erum samt ennþá samkeppnishæfir og stóðum okkur vel í kvöld en þeir settu bara þetta stóra skot. Ég óska þeim bara til hamingju með það.“ Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Clint Capela leikmaður Houston Rockets spilaði í dag með svissnenska landsliðinu í landsleik á móti Íslandi. Ísland vann leikinn 83-82 eftir magnað lokaskot frá Martin Hermannssyni. „Ég er ekki viss hvort ég sé svekktur. Mér fannst við spila mjög vel miðað við útileik. Við áttum ekki von á að vera á þeirra getustigi. Við komum mjög einbeittir inn í leikinn.“ Sviss byrjuðu leikinn betur en Ísland vann sig jafnóðum inn í leikinn og komust fyrst yfir í byrjun seinni hálfleiks. „Þeir komu betur inn í seinni hálfleikinn og pressuðu okkur svo við misstum boltann að óþörfu. Þeir settu stór skot eins og við gerðum líka. Þeir áttu lokaorðið með þessu stóra skoti í lokin.“ Íslenska liðið var ekki endilega að hitta vel fyrir utan í fyrstu 3 leikhlutunum. Þeir náðu samt að skora nóg með góðum ákvarðanatökum til þess að halda sér í leiknum. „Þeir spiluðu mjög vel sem lið. Þeir voru alltaf að taka réttu ákvarðanirnar. Fyrir okkur sem lið ættum við læra það af þeim hvernig þeir taka alltaf réttu ákvörðunina.“ Capela þurfti að glíma við Tryggva Snæ Hlinason í dag en þetta hafði hann að segja um Tryggva. „Hann getur verið mjög góður í Evrópuski kerfunum. Þeir voru að finna hann vel í kvöld og ég vona að hann standi sig vel með sínu liði. Hann stóð sig vel í kvöld.“ Tryggvi byrjaði bara að æfa körfubolta fyrir tæplega 5 árum. Hann er samt orðinn lykilmaður í landsliðinu sem stóð alveg í NBA-stjörnunni. „Hann heldur boltanum uppi og þekkir sína styrkleika. Hann veit að hann er stór svo hann heldur boltanum uppi þar sem hann getur gripið hann og er með góðar hendur í kringum körfuna.“ Clint Capela er nú ekki þekktur fyrir að vera mikill skotmaður. Í leik dagsins var hinsvegar mikið að taka langskot meðal annars af dripplinu tvisvar sem er oftast erfiðara. „Það tók mig minna en hálfa mínutu að setja niður skot utan af velli svo mér leið vel. Ég var ekki að hika við að skjóta. Þetta er gott tækifæri fyrir mig til að þróa leikinn minn.“ NBA-stjörnur eins og Capela spila ekki endilega með landsliðunum sínum í svona leikjum í undankeppni. Capela ákvað hinsvegar að taka slaginn með sínum mönnum og hefur gaman af. „Ég er að skemmta mér vel með strákunum. Menn eru að leggja sig alla fram og eru mjög einbeittir. Ég byrjaði bara að æfa með þeim einum degi áður en við spiluðum á móti Portúgal svo ég veit að erum ekki farnir að spila fullkomnlega saman ennþá inni á vellinum. Við erum samt ennþá samkeppnishæfir og stóðum okkur vel í kvöld en þeir settu bara þetta stóra skot. Ég óska þeim bara til hamingju með það.“
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30