Ísraelsk lögregla ruddist inn í bænastund Palestínumanna í Jerúsalem Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 11:20 Múslimar söfnuðust saman við moskuna til að ganga til bæna áður en lögregla stormaði inn á svæðið. getty/Independent Picture Service Átök brutust út á milli lögreglu og múslima við einn helgasta stað Jerúsalem borgar á meðan múslimar fóru með bænir sem mörkuðu upphaf íslömsku hátíðarinnar Eid al-Adah. Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 14 hafa særst, einn alvarlega, í átökunum við lögreglu á staðnum sem múslimar kalla Al-Aqsa moskuna en gyðingar Musterishæðina. Lögreglan segir minnst fjóra særða og vitni segja tvo hafa verið handtekna. Tugir þúsunda múslima höfðu komið saman við moskuna til að ganga til bæna segir lögregla. Sunnudagurinn er einnig helgur dagur gyðinga en þeir minnast eyðileggingu musteranna tveggja sem stóðu á hæðinni. Þetta er helgasti staður gyðinga og þriðji helgasti staður múslima, á eftir Mekku og Medínu í Sádi-Arabíu, og lengi hafa átök Ísrael og Palestínu snúist um hæðina. Mikill fjöldi Palestínumanna hafði safnast saman við hliðið að moskunni snemma á sunnudag vegna orðróms um að lögregla myndi hleypa gyðingum inn á svæðið. Mótmælendur kyrjuðu „Allahu Akbar“ (Guð er mikill) og köstuðu steinum í lögreglu, sem stormuðu svo inn á svæðið og beittu blossasprengjum og skutu gúmmíkúlum. Ísraelska lögreglan hafði upphaflega bannað gyðingum að fara inn á svæðið en eftir að átökin brutust út var þeim hleypt inn. Nokkrir tugir gyðinga fóru inn á svæðið í mikilli lögreglufylgd og byrjuðu Palestínumenn þá að kasta stólum og öðrum hlutum í hópinn. Gyðingarnir yfirgáfu svæðið stuttu eftir það. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísrael rífur niður palestínsk heimili Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. 22. júlí 2019 17:52 Vorverk Netanyahu Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um ástandið á Gaza-svæðinu. 2. júní 2019 08:03 Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36 Palestínumenn rifta samningum við Ísraela vegna niðurrifs Spenna hefur farið vaxandi á milli Palestínumanna og Ísraela eftir að ísraelsk stjórnvöld rifu íbúðarhús Palestínumanna nærri Jerúsalem í byrjun vikunnar. 26. júlí 2019 11:25 Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. 20. júlí 2019 22:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Sjá meira
Átök brutust út á milli lögreglu og múslima við einn helgasta stað Jerúsalem borgar á meðan múslimar fóru með bænir sem mörkuðu upphaf íslömsku hátíðarinnar Eid al-Adah. Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 14 hafa særst, einn alvarlega, í átökunum við lögreglu á staðnum sem múslimar kalla Al-Aqsa moskuna en gyðingar Musterishæðina. Lögreglan segir minnst fjóra særða og vitni segja tvo hafa verið handtekna. Tugir þúsunda múslima höfðu komið saman við moskuna til að ganga til bæna segir lögregla. Sunnudagurinn er einnig helgur dagur gyðinga en þeir minnast eyðileggingu musteranna tveggja sem stóðu á hæðinni. Þetta er helgasti staður gyðinga og þriðji helgasti staður múslima, á eftir Mekku og Medínu í Sádi-Arabíu, og lengi hafa átök Ísrael og Palestínu snúist um hæðina. Mikill fjöldi Palestínumanna hafði safnast saman við hliðið að moskunni snemma á sunnudag vegna orðróms um að lögregla myndi hleypa gyðingum inn á svæðið. Mótmælendur kyrjuðu „Allahu Akbar“ (Guð er mikill) og köstuðu steinum í lögreglu, sem stormuðu svo inn á svæðið og beittu blossasprengjum og skutu gúmmíkúlum. Ísraelska lögreglan hafði upphaflega bannað gyðingum að fara inn á svæðið en eftir að átökin brutust út var þeim hleypt inn. Nokkrir tugir gyðinga fóru inn á svæðið í mikilli lögreglufylgd og byrjuðu Palestínumenn þá að kasta stólum og öðrum hlutum í hópinn. Gyðingarnir yfirgáfu svæðið stuttu eftir það.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísrael rífur niður palestínsk heimili Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. 22. júlí 2019 17:52 Vorverk Netanyahu Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um ástandið á Gaza-svæðinu. 2. júní 2019 08:03 Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36 Palestínumenn rifta samningum við Ísraela vegna niðurrifs Spenna hefur farið vaxandi á milli Palestínumanna og Ísraela eftir að ísraelsk stjórnvöld rifu íbúðarhús Palestínumanna nærri Jerúsalem í byrjun vikunnar. 26. júlí 2019 11:25 Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. 20. júlí 2019 22:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Sjá meira
Ísrael rífur niður palestínsk heimili Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. 22. júlí 2019 17:52
Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36
Palestínumenn rifta samningum við Ísraela vegna niðurrifs Spenna hefur farið vaxandi á milli Palestínumanna og Ísraela eftir að ísraelsk stjórnvöld rifu íbúðarhús Palestínumanna nærri Jerúsalem í byrjun vikunnar. 26. júlí 2019 11:25
Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00
Hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. 20. júlí 2019 22:00