Að færa björg í bú allt árið um kring Jóhannes Þór Skúlason skrifar 12. ágúst 2019 09:45 Nú stendur yfir háönn ferðaþjónustunnar á Íslandi – við erum á vertíð. Og eins og við þekkjum snýst vertíð um að koma sem mestum verðmætum í hús á meðan gefur, því að vertíðin endist ekki árið um kring. Vertíðarmánuðir standa undir verðmætasköpuninni sem gerir okkur kleift að þreyja aðra mánuði ársins. Undanfarin tíu ár hefur verið unnið að því að lengja vertíðina og fækka mögru mánuðunum, og einnig að dreifa verðmætasköpuninni víðar til að ágóðinn nái til allra svæða landsins. Betri árangur hefur náðst í því fyrra en seinna. Ein afleiðing niðursveiflunnar nú er að árangurinn gengur til baka á báðum sviðum. Háönnin styttist og ferðamenn fara ekki eins vítt um landið. Hvort tveggja gengur þvert á markmið og stefnu í ferðaþjónustu á Íslandi.Sjálfbær ferðaþjónusta Sú framtíðarsýn og leiðarljós fyrir ferðaþjónustu til 2030 sem stjórnvöld hafa nú birt er mikilvægur grunnur að nánari stefnumótun um atvinnugreinina til framtíðar. Þar er horft til markmiða eins og þeirra sem nefnd eru hér að ofan og þau sett í samhengi við aðra þætti sem þurfa að vinna saman til að ferðaþjónustan verði áfram sá drifkraftur atvinnulífs og uppbyggingar sem við viljum að hún sé. Framtíðarsýnin er sjálfbær ferðaþjónusta hvort sem litið er til efnahagslegra, samfélagslegra eða umhverfislegra þátta. Það er skýrt leiðarljós sem gefur tóninn fyrir þá vinnu sem fram undan er, og sýnir fram á vilja stjórnvalda til að taka af festu á þeim verkefnum sem liggja fyrir til uppbyggingar. Og að mörgu þarf sannarlega að huga. Aukin eftirspurn frá Kína Að undanförnu hefur verið bent á að ferðamönnum frá Kína hefur fjölgað hratt undanfarin ár – eru t.d. um 12% fleiri í ár en í fyrra, og að margt bendi til þess að sú eftirspurn aukist enn hraðar á næstu árum. Nýleg fjárfesting Vincents Tan í Icelandair Hotels og yfirlýstur áhugi hans á aukinni markaðssetningu Íslands í Asíu er eitt dæmi. Fréttir af áhuga kínversks flugfélags á lendingartímum á Keflavíkurflugvelli annað. Aukið flugframboð í samspili við aukna markaðssetningu getur auðvitað ýtt ferðamannatölum frá viðkomandi markaðssvæði hratt upp, vinni það saman til að skapa eftirspurn og áhuga á áfangastaðnum. Að þessu samspili þarf að huga varðandi öll kjarnamarkaðssvæði íslenskrar ferðaþjónustu til að stilla af markmið og árangur, í samræmi við framtíðarsýnina. Framtíðarsýnin er skýr Því hvort sem um er að ræða ferðamenn frá Kína eða öðrum markaðssvæðum er lykillinn að sjálfbærri ferðaþjónustu til framtíðar skynsamleg, rökrétt og fjármögnuð uppbygging innanlands og markaðssetning erlendis í samræmi við skýra stefnumótun. Ferðamönnum fjölgar á heimsvísu um 3-6% árlega og rökrétt er að áætla að fjölgun á Íslandi til lengri tíma verði í samhengi við það. Til að vera undir það búin þurfum við að byggja upp sterka innviði, faglegt atvinnulíf og gæðaþjónustu. Við viljum losa ferðaþjónustuna, og þar með samfélagið, úr klóm sumarvertíðarinnar þannig að hún sé stöðug atvinnugrein allt árið, um allt landið. Atvinnuvegur sem er leiðandi í sjálfbærni, uppfyllir kröfur ferðamanna um gæði, þjónustu og einstaka upplifun, skilar stöðugum arði fyrir atvinnulífið og samfélagið, eykur lífsgæði heimamanna alls staðar á landinu og byggir á sjálfbæru jafnvægi verndar og nýtingar náttúruauðlinda. Arðbær atvinnugrein sem færir öllu samfélaginu björg í bú, allt árið, í sátt við land og þjóð. Það er framtíðarsýnin. Það er verkefnið. Og til að klára það þarf afl og þor, bæði í stjórnmálum og atvinnulífi. Brettum upp ermar.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir háönn ferðaþjónustunnar á Íslandi – við erum á vertíð. Og eins og við þekkjum snýst vertíð um að koma sem mestum verðmætum í hús á meðan gefur, því að vertíðin endist ekki árið um kring. Vertíðarmánuðir standa undir verðmætasköpuninni sem gerir okkur kleift að þreyja aðra mánuði ársins. Undanfarin tíu ár hefur verið unnið að því að lengja vertíðina og fækka mögru mánuðunum, og einnig að dreifa verðmætasköpuninni víðar til að ágóðinn nái til allra svæða landsins. Betri árangur hefur náðst í því fyrra en seinna. Ein afleiðing niðursveiflunnar nú er að árangurinn gengur til baka á báðum sviðum. Háönnin styttist og ferðamenn fara ekki eins vítt um landið. Hvort tveggja gengur þvert á markmið og stefnu í ferðaþjónustu á Íslandi.Sjálfbær ferðaþjónusta Sú framtíðarsýn og leiðarljós fyrir ferðaþjónustu til 2030 sem stjórnvöld hafa nú birt er mikilvægur grunnur að nánari stefnumótun um atvinnugreinina til framtíðar. Þar er horft til markmiða eins og þeirra sem nefnd eru hér að ofan og þau sett í samhengi við aðra þætti sem þurfa að vinna saman til að ferðaþjónustan verði áfram sá drifkraftur atvinnulífs og uppbyggingar sem við viljum að hún sé. Framtíðarsýnin er sjálfbær ferðaþjónusta hvort sem litið er til efnahagslegra, samfélagslegra eða umhverfislegra þátta. Það er skýrt leiðarljós sem gefur tóninn fyrir þá vinnu sem fram undan er, og sýnir fram á vilja stjórnvalda til að taka af festu á þeim verkefnum sem liggja fyrir til uppbyggingar. Og að mörgu þarf sannarlega að huga. Aukin eftirspurn frá Kína Að undanförnu hefur verið bent á að ferðamönnum frá Kína hefur fjölgað hratt undanfarin ár – eru t.d. um 12% fleiri í ár en í fyrra, og að margt bendi til þess að sú eftirspurn aukist enn hraðar á næstu árum. Nýleg fjárfesting Vincents Tan í Icelandair Hotels og yfirlýstur áhugi hans á aukinni markaðssetningu Íslands í Asíu er eitt dæmi. Fréttir af áhuga kínversks flugfélags á lendingartímum á Keflavíkurflugvelli annað. Aukið flugframboð í samspili við aukna markaðssetningu getur auðvitað ýtt ferðamannatölum frá viðkomandi markaðssvæði hratt upp, vinni það saman til að skapa eftirspurn og áhuga á áfangastaðnum. Að þessu samspili þarf að huga varðandi öll kjarnamarkaðssvæði íslenskrar ferðaþjónustu til að stilla af markmið og árangur, í samræmi við framtíðarsýnina. Framtíðarsýnin er skýr Því hvort sem um er að ræða ferðamenn frá Kína eða öðrum markaðssvæðum er lykillinn að sjálfbærri ferðaþjónustu til framtíðar skynsamleg, rökrétt og fjármögnuð uppbygging innanlands og markaðssetning erlendis í samræmi við skýra stefnumótun. Ferðamönnum fjölgar á heimsvísu um 3-6% árlega og rökrétt er að áætla að fjölgun á Íslandi til lengri tíma verði í samhengi við það. Til að vera undir það búin þurfum við að byggja upp sterka innviði, faglegt atvinnulíf og gæðaþjónustu. Við viljum losa ferðaþjónustuna, og þar með samfélagið, úr klóm sumarvertíðarinnar þannig að hún sé stöðug atvinnugrein allt árið, um allt landið. Atvinnuvegur sem er leiðandi í sjálfbærni, uppfyllir kröfur ferðamanna um gæði, þjónustu og einstaka upplifun, skilar stöðugum arði fyrir atvinnulífið og samfélagið, eykur lífsgæði heimamanna alls staðar á landinu og byggir á sjálfbæru jafnvægi verndar og nýtingar náttúruauðlinda. Arðbær atvinnugrein sem færir öllu samfélaginu björg í bú, allt árið, í sátt við land og þjóð. Það er framtíðarsýnin. Það er verkefnið. Og til að klára það þarf afl og þor, bæði í stjórnmálum og atvinnulífi. Brettum upp ermar.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar