Óska eftir aðstoð dansks slökkviliðs vegna kjarrelda á Grænlandi Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2019 09:45 Frá Sisimiut á vesturströnd Grænlands. Eldarnir geisa við fjörð fyrir norðan þorpið. Vísir/Getty Almannavarnir Grænlands hafa beðið heimastjórnina um að óska eftir aðstoð slökkviliðs frá Danmörku til að ráða niðurlögum kjarrelda sem hafa geisað norðaustur af Sisimiut á vesturströndinni frá því í síðasta mánuði. Slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar höfðu að mestu slökkt í eldunum við Kangerluarsuk Tulleq-fjörð, norðaustur af Sisimiut í síðustu viku. Þegar vindáttin breyttist á sunnudagskvöld blossuðu þeir upp aftur og breiddu úr sér um enn stærra svæði en áður, að sögn grænlenska útvarpsins KNR. Heimastjórnin tilkynnti á sunnudag að almannavarnir Grænlansd hefði beðið um hjálp þrjátíu slökkviliðsmanna frá Danmörku. Slökkviliðið í Sisimiut fékk einnig tíu sjálfboðaliða þaðan til að hjálpa við slökkvistarfið. Tíu slökkviliðsmenn voru sendir með tæki frá Avannaata og Qeqertalik sömuleiðis. Tveir kofar sem voru í byggingu við fjörðinni brunnu í eldunum. KNR hefur eftir Ole Kreutzmann, yfirmanni almannavarna í Qeqqata, að fleiri kofar séu í hættu á að verða eldinum að bráð.Í spilaranum fyrir neðan má sjá myndband grænlenska útvarpsins KNR frá kjarreldunum.Fréttavefurinn Sermitsiaq segir að kjarreldarnir hafi upphaflega kviknað út frá viðarofni snemma í júlí. Eldurinn hafi breiðst hratt út í þurru umhverfinu. Reykurinn frá eldunum hefur náð til Sisimiut. Læknar hafa ráðlagt fólki með lungasjúkdóma að halda sig innandyra þegar reykmengunin er sem mest. Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi og víðar á norðurslóðum í sumar. Tugir milljarða tonna af ís bráðnuðu af Grænlandsjökli í hitabylgju þar á dögunum. Miklir kjarreldar hafa einnig geisað í Alaska og Síberíu. Danmörk Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Eldar á norðurslóðum losuðu kolefni á við Svíþjóð á einum mánuði Sumarið í Alaska er það hlýjasta í sögu mælinga. Yfir hundrað skógar- og kjarreldar hafa brunnið á norðurslóðum í sumar. 1. ágúst 2019 12:11 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Almannavarnir Grænlands hafa beðið heimastjórnina um að óska eftir aðstoð slökkviliðs frá Danmörku til að ráða niðurlögum kjarrelda sem hafa geisað norðaustur af Sisimiut á vesturströndinni frá því í síðasta mánuði. Slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar höfðu að mestu slökkt í eldunum við Kangerluarsuk Tulleq-fjörð, norðaustur af Sisimiut í síðustu viku. Þegar vindáttin breyttist á sunnudagskvöld blossuðu þeir upp aftur og breiddu úr sér um enn stærra svæði en áður, að sögn grænlenska útvarpsins KNR. Heimastjórnin tilkynnti á sunnudag að almannavarnir Grænlansd hefði beðið um hjálp þrjátíu slökkviliðsmanna frá Danmörku. Slökkviliðið í Sisimiut fékk einnig tíu sjálfboðaliða þaðan til að hjálpa við slökkvistarfið. Tíu slökkviliðsmenn voru sendir með tæki frá Avannaata og Qeqertalik sömuleiðis. Tveir kofar sem voru í byggingu við fjörðinni brunnu í eldunum. KNR hefur eftir Ole Kreutzmann, yfirmanni almannavarna í Qeqqata, að fleiri kofar séu í hættu á að verða eldinum að bráð.Í spilaranum fyrir neðan má sjá myndband grænlenska útvarpsins KNR frá kjarreldunum.Fréttavefurinn Sermitsiaq segir að kjarreldarnir hafi upphaflega kviknað út frá viðarofni snemma í júlí. Eldurinn hafi breiðst hratt út í þurru umhverfinu. Reykurinn frá eldunum hefur náð til Sisimiut. Læknar hafa ráðlagt fólki með lungasjúkdóma að halda sig innandyra þegar reykmengunin er sem mest. Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi og víðar á norðurslóðum í sumar. Tugir milljarða tonna af ís bráðnuðu af Grænlandsjökli í hitabylgju þar á dögunum. Miklir kjarreldar hafa einnig geisað í Alaska og Síberíu.
Danmörk Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Eldar á norðurslóðum losuðu kolefni á við Svíþjóð á einum mánuði Sumarið í Alaska er það hlýjasta í sögu mælinga. Yfir hundrað skógar- og kjarreldar hafa brunnið á norðurslóðum í sumar. 1. ágúst 2019 12:11 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Eldar á norðurslóðum losuðu kolefni á við Svíþjóð á einum mánuði Sumarið í Alaska er það hlýjasta í sögu mælinga. Yfir hundrað skógar- og kjarreldar hafa brunnið á norðurslóðum í sumar. 1. ágúst 2019 12:11
Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06