Óska eftir aðstoð dansks slökkviliðs vegna kjarrelda á Grænlandi Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2019 09:45 Frá Sisimiut á vesturströnd Grænlands. Eldarnir geisa við fjörð fyrir norðan þorpið. Vísir/Getty Almannavarnir Grænlands hafa beðið heimastjórnina um að óska eftir aðstoð slökkviliðs frá Danmörku til að ráða niðurlögum kjarrelda sem hafa geisað norðaustur af Sisimiut á vesturströndinni frá því í síðasta mánuði. Slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar höfðu að mestu slökkt í eldunum við Kangerluarsuk Tulleq-fjörð, norðaustur af Sisimiut í síðustu viku. Þegar vindáttin breyttist á sunnudagskvöld blossuðu þeir upp aftur og breiddu úr sér um enn stærra svæði en áður, að sögn grænlenska útvarpsins KNR. Heimastjórnin tilkynnti á sunnudag að almannavarnir Grænlansd hefði beðið um hjálp þrjátíu slökkviliðsmanna frá Danmörku. Slökkviliðið í Sisimiut fékk einnig tíu sjálfboðaliða þaðan til að hjálpa við slökkvistarfið. Tíu slökkviliðsmenn voru sendir með tæki frá Avannaata og Qeqertalik sömuleiðis. Tveir kofar sem voru í byggingu við fjörðinni brunnu í eldunum. KNR hefur eftir Ole Kreutzmann, yfirmanni almannavarna í Qeqqata, að fleiri kofar séu í hættu á að verða eldinum að bráð.Í spilaranum fyrir neðan má sjá myndband grænlenska útvarpsins KNR frá kjarreldunum.Fréttavefurinn Sermitsiaq segir að kjarreldarnir hafi upphaflega kviknað út frá viðarofni snemma í júlí. Eldurinn hafi breiðst hratt út í þurru umhverfinu. Reykurinn frá eldunum hefur náð til Sisimiut. Læknar hafa ráðlagt fólki með lungasjúkdóma að halda sig innandyra þegar reykmengunin er sem mest. Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi og víðar á norðurslóðum í sumar. Tugir milljarða tonna af ís bráðnuðu af Grænlandsjökli í hitabylgju þar á dögunum. Miklir kjarreldar hafa einnig geisað í Alaska og Síberíu. Danmörk Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Eldar á norðurslóðum losuðu kolefni á við Svíþjóð á einum mánuði Sumarið í Alaska er það hlýjasta í sögu mælinga. Yfir hundrað skógar- og kjarreldar hafa brunnið á norðurslóðum í sumar. 1. ágúst 2019 12:11 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Almannavarnir Grænlands hafa beðið heimastjórnina um að óska eftir aðstoð slökkviliðs frá Danmörku til að ráða niðurlögum kjarrelda sem hafa geisað norðaustur af Sisimiut á vesturströndinni frá því í síðasta mánuði. Slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar höfðu að mestu slökkt í eldunum við Kangerluarsuk Tulleq-fjörð, norðaustur af Sisimiut í síðustu viku. Þegar vindáttin breyttist á sunnudagskvöld blossuðu þeir upp aftur og breiddu úr sér um enn stærra svæði en áður, að sögn grænlenska útvarpsins KNR. Heimastjórnin tilkynnti á sunnudag að almannavarnir Grænlansd hefði beðið um hjálp þrjátíu slökkviliðsmanna frá Danmörku. Slökkviliðið í Sisimiut fékk einnig tíu sjálfboðaliða þaðan til að hjálpa við slökkvistarfið. Tíu slökkviliðsmenn voru sendir með tæki frá Avannaata og Qeqertalik sömuleiðis. Tveir kofar sem voru í byggingu við fjörðinni brunnu í eldunum. KNR hefur eftir Ole Kreutzmann, yfirmanni almannavarna í Qeqqata, að fleiri kofar séu í hættu á að verða eldinum að bráð.Í spilaranum fyrir neðan má sjá myndband grænlenska útvarpsins KNR frá kjarreldunum.Fréttavefurinn Sermitsiaq segir að kjarreldarnir hafi upphaflega kviknað út frá viðarofni snemma í júlí. Eldurinn hafi breiðst hratt út í þurru umhverfinu. Reykurinn frá eldunum hefur náð til Sisimiut. Læknar hafa ráðlagt fólki með lungasjúkdóma að halda sig innandyra þegar reykmengunin er sem mest. Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi og víðar á norðurslóðum í sumar. Tugir milljarða tonna af ís bráðnuðu af Grænlandsjökli í hitabylgju þar á dögunum. Miklir kjarreldar hafa einnig geisað í Alaska og Síberíu.
Danmörk Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Eldar á norðurslóðum losuðu kolefni á við Svíþjóð á einum mánuði Sumarið í Alaska er það hlýjasta í sögu mælinga. Yfir hundrað skógar- og kjarreldar hafa brunnið á norðurslóðum í sumar. 1. ágúst 2019 12:11 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Eldar á norðurslóðum losuðu kolefni á við Svíþjóð á einum mánuði Sumarið í Alaska er það hlýjasta í sögu mælinga. Yfir hundrað skógar- og kjarreldar hafa brunnið á norðurslóðum í sumar. 1. ágúst 2019 12:11
Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06