Sváfu á verðinum þegar Epstein svipti sig lífi Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 10:35 Fangelsið í Manhattan þar sem Epstein var haldið. Hann var sakaður um mansal á ungum stúlkum í New York og Flórída. Vísir/Getty Tveir verðir í fangelsinu í Manhattan þar sem Jeffrey Epstein var haldið fylgdust ekki með honum í þrjár klukkustundir vegna þess að þeir voru sofandi. Verðirnir tveir, sem hafa verið settir í leyfi, fölsuðu svo skjöl til að fela mistök sín. Epstein, auðmaður sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum, fannst látinn í klefa sínum í fangelsinu í New York á laugardagsmorgun. Virtist hann hafa hengt sig með laki. Hann hafði verið tekin af sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að hann hafi fundist meðvitundarlaus með áverka á hálsi í klefa sínum í síðasta mánuði.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að fangaverðirnir tveir á sérdeildinni þar sem Epstein var haldið hafi ranglega skráð í dagbók að þeir hafi litið á hann á hálftíma fresti eins og þeim bar að gera. Það gæti verið alríkisglæpur. Verðirnir eru sagðir hafa verið sofandi að hluta til eða í allra þær þrjár klukkustundir sem Epstein var eftirlitslaus. Epstein var jafnframt einn í klefa þrátt fyrir að reglur kvæðu á um að hann ætti að hafa klefafélaga. Fangelsisyfirvöld höfðu fært samfanga Epstein í annan klefa og því var hann einn á föstudagskvöld. Verðirnir hafa verið sendir í launað leyfi og fangelsistjórinn hefur verið færður til í starfi. Annar þeirra vann ekki við að gæta fanga að aðalstarfi heldur bauð sig fram til þess fyrir yfirvinnuna. Hinn hafði verið skikkaður til að vinna yfirvinnu vegna manneklu í fangelsinu. William Barr, dómsmálaráðherrann, hefur boðað ítarlega rannsókn á dauða Epstein. Hann sagði í gær að alvarlegir brestir hafi verið í fangelsinu. Rannsókn á glæpum Epstein verði ekki hætt þrátt fyrir dauða hans. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Tveir verðir í fangelsinu í Manhattan þar sem Jeffrey Epstein var haldið fylgdust ekki með honum í þrjár klukkustundir vegna þess að þeir voru sofandi. Verðirnir tveir, sem hafa verið settir í leyfi, fölsuðu svo skjöl til að fela mistök sín. Epstein, auðmaður sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum, fannst látinn í klefa sínum í fangelsinu í New York á laugardagsmorgun. Virtist hann hafa hengt sig með laki. Hann hafði verið tekin af sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að hann hafi fundist meðvitundarlaus með áverka á hálsi í klefa sínum í síðasta mánuði.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að fangaverðirnir tveir á sérdeildinni þar sem Epstein var haldið hafi ranglega skráð í dagbók að þeir hafi litið á hann á hálftíma fresti eins og þeim bar að gera. Það gæti verið alríkisglæpur. Verðirnir eru sagðir hafa verið sofandi að hluta til eða í allra þær þrjár klukkustundir sem Epstein var eftirlitslaus. Epstein var jafnframt einn í klefa þrátt fyrir að reglur kvæðu á um að hann ætti að hafa klefafélaga. Fangelsisyfirvöld höfðu fært samfanga Epstein í annan klefa og því var hann einn á föstudagskvöld. Verðirnir hafa verið sendir í launað leyfi og fangelsistjórinn hefur verið færður til í starfi. Annar þeirra vann ekki við að gæta fanga að aðalstarfi heldur bauð sig fram til þess fyrir yfirvinnuna. Hinn hafði verið skikkaður til að vinna yfirvinnu vegna manneklu í fangelsinu. William Barr, dómsmálaráðherrann, hefur boðað ítarlega rannsókn á dauða Epstein. Hann sagði í gær að alvarlegir brestir hafi verið í fangelsinu. Rannsókn á glæpum Epstein verði ekki hætt þrátt fyrir dauða hans.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02
Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48