Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 08:45 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill breytingar á stöðu Ríkisútvarpsins. VÍSIR/VILHELM Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ráðuneyti sitt leita nú leiða til að „jafna stöðu á auglýsingamarkaði.“ Í undirbúningi sé að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði, sem miðlinum verði svo bætt upp með greiðslum úr ríkissjóði. Heildarfjárheimildir til Ríkisútvarpsins fyrir árið 2019 voru áætlaðar 4,7 milljarðar í síðasta fjárlagafrumvarpi. Lilja viðrar þessa hugmynd í samtali við Morgunblaðið í morgun, eftir að hafa gert slíkt hið sama í Þjóðmálum í upphafi mánaðar. Hún segist vilja að Íslendingar horfi til Norðurlanda í þessum efnum, þar sem ríkisfjölmiðlarnir standi ekki í auglýsingasölu og birtingu, í samkeppni við miðla sem ekki fá milljarða framlag úr ríkissjóði. „Ég teldi farsælast að svo væri líka á Íslandi, ásamt því að vera með styrki til fjölmiðla,“ segir Lilja og vísar þar til fjölmiðlafrumvarpsins sem ríkisstjórnin hefur tekið til umfjöllunnar - þó við litla hrifningu Sjálfstæðisfólks. Í frumvarpinu er lagður til tvíþættur ríkisstuðningur við einkarekna miðla. Annars vegar í formi endurgreiðslu af tilteknum ritstjórnarkostnaði sem þó getur ekki verið meiri en 50 milljónir á ári. Aukinheldur gerir frumvarpið ráð fyrir stuðningi sem nemur allt að 5,15 prósent af launum starfsfólks á ritstjórn, fellur undir lægra skattþrep tekjuskattsstofna.Óánægja Sjálfstæðisfólks Frumvarp Lilju komst ekki til umræðu á Alþingi fyrir sumarleyfi og var það ekki síst vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkur lagði mikla áherslu á að frumvarpið tæki „verulegum breytingum“ áður en það yrði lagt fram að nýju í haust, til að mynda þyrfti að taka á málefnum RÚV. „Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði þar sem það nýtur yfirburða. Það verður að jafna leikvöllinn,“ eins og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í júní.Ætla má að tillögur Lilju séu einmitt hugsaðar til þess að friða þessar óánægjuraddir innan ríkisstjórnarsamstarfsins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja að ráðuneyti hennar sé jafnframt að kanna hvernig megi jafna stöðu íslenska og erlendra miðla. Þeir íslensku greiði t.a.m. virðisaukasaktt af auglýsingasölu sem þeir erlendu gera ekki. Með því missi innlendir fjölmiðlar tekjur um leið og ríkið verði af skatttekjum. Þetta sé unnið í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem lýtur stjórn Sjálfstæðismannsins Bjarna Benediktssonar, því um skattamál sé að ræða. Lilja segist vona að tillögur hennar leitt til verulegra breytinga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Veik staða einkarekinna fjölmiðla sé áhyggjuefni. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ráðuneyti sitt leita nú leiða til að „jafna stöðu á auglýsingamarkaði.“ Í undirbúningi sé að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði, sem miðlinum verði svo bætt upp með greiðslum úr ríkissjóði. Heildarfjárheimildir til Ríkisútvarpsins fyrir árið 2019 voru áætlaðar 4,7 milljarðar í síðasta fjárlagafrumvarpi. Lilja viðrar þessa hugmynd í samtali við Morgunblaðið í morgun, eftir að hafa gert slíkt hið sama í Þjóðmálum í upphafi mánaðar. Hún segist vilja að Íslendingar horfi til Norðurlanda í þessum efnum, þar sem ríkisfjölmiðlarnir standi ekki í auglýsingasölu og birtingu, í samkeppni við miðla sem ekki fá milljarða framlag úr ríkissjóði. „Ég teldi farsælast að svo væri líka á Íslandi, ásamt því að vera með styrki til fjölmiðla,“ segir Lilja og vísar þar til fjölmiðlafrumvarpsins sem ríkisstjórnin hefur tekið til umfjöllunnar - þó við litla hrifningu Sjálfstæðisfólks. Í frumvarpinu er lagður til tvíþættur ríkisstuðningur við einkarekna miðla. Annars vegar í formi endurgreiðslu af tilteknum ritstjórnarkostnaði sem þó getur ekki verið meiri en 50 milljónir á ári. Aukinheldur gerir frumvarpið ráð fyrir stuðningi sem nemur allt að 5,15 prósent af launum starfsfólks á ritstjórn, fellur undir lægra skattþrep tekjuskattsstofna.Óánægja Sjálfstæðisfólks Frumvarp Lilju komst ekki til umræðu á Alþingi fyrir sumarleyfi og var það ekki síst vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkur lagði mikla áherslu á að frumvarpið tæki „verulegum breytingum“ áður en það yrði lagt fram að nýju í haust, til að mynda þyrfti að taka á málefnum RÚV. „Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði þar sem það nýtur yfirburða. Það verður að jafna leikvöllinn,“ eins og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í júní.Ætla má að tillögur Lilju séu einmitt hugsaðar til þess að friða þessar óánægjuraddir innan ríkisstjórnarsamstarfsins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja að ráðuneyti hennar sé jafnframt að kanna hvernig megi jafna stöðu íslenska og erlendra miðla. Þeir íslensku greiði t.a.m. virðisaukasaktt af auglýsingasölu sem þeir erlendu gera ekki. Með því missi innlendir fjölmiðlar tekjur um leið og ríkið verði af skatttekjum. Þetta sé unnið í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem lýtur stjórn Sjálfstæðismannsins Bjarna Benediktssonar, því um skattamál sé að ræða. Lilja segist vona að tillögur hennar leitt til verulegra breytinga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Veik staða einkarekinna fjölmiðla sé áhyggjuefni.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00