Skúli telur ekkert óeðlilegt við að WOW air hafi leigt húsnæði fyrir hann í London Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2019 10:28 Skúli Mogensen. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, telur að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. Skiptastjórar þrotabús WOW air hafa til skoðunar að krefjast endurgreiðslu á þeim kostnaði sem féll til vegna leigu á fasteigninni. Samkvæmt skýrslu sem Deloitte gerði fyrir þrotabúið kemur fram að taldar séu líkur á því að greiðslur WOW air vegna íbúðarinnar hafi ekki ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum. Deloitte telur að WOW air hafi greitt 37 milljónir vegna þessarar íbúðar frá 28. mars 2017. Enginn samningur var hins vegar í gildi á milli WOW og WOW Ltd, dótturfélags WOW air sem leigði íbúðina, vegna hennar og þá voru greiðslurnar ekki samþykktar í stjórn félagsins.Í yfirlýsingu sem Skúli sendi á fjölmiðla í dag vegna fréttaflutnings undanfarna daga um skýrslu Deloitte og þá mynd sem dregin var upp af stöðu WOW air fyrir gjaldþrot félagsins í henni kemur Skúli inn á húsnæðið í London. Segir hann að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að WOW air tæki hús á leigu fyrir forstjóra félagsins. Segir Skúli að á þeim tíma sem íbúðin var tekin á leigu hafi félagið verið að undirbúa opnun á nýrri starfsstöð í London auk þess sem að til skoðunar hafi verið að skrá félagið á markað í London. Hvort tveggja hafi kallað á verulega viðveru forstjóra félagsins í London.„WOW air skilaði yfir 4 milljörðum í hagnað árið 2016 og því voru þessi áform eðlilegt skref í áframhaldandi uppbyggingu WOW air á þeim tíma og ekkert óeðlilegt við það að félagið skyldi leigja húsnæði fyrir forstjóra félagsins í þeim tilgangi að sinna þeim verkefnum,“ segir í yfirlýsingu Skúla. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. 16. ágúst 2019 19:30 Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. 19. ágúst 2019 09:40 Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. 17. ágúst 2019 07:00 Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, telur að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. Skiptastjórar þrotabús WOW air hafa til skoðunar að krefjast endurgreiðslu á þeim kostnaði sem féll til vegna leigu á fasteigninni. Samkvæmt skýrslu sem Deloitte gerði fyrir þrotabúið kemur fram að taldar séu líkur á því að greiðslur WOW air vegna íbúðarinnar hafi ekki ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum. Deloitte telur að WOW air hafi greitt 37 milljónir vegna þessarar íbúðar frá 28. mars 2017. Enginn samningur var hins vegar í gildi á milli WOW og WOW Ltd, dótturfélags WOW air sem leigði íbúðina, vegna hennar og þá voru greiðslurnar ekki samþykktar í stjórn félagsins.Í yfirlýsingu sem Skúli sendi á fjölmiðla í dag vegna fréttaflutnings undanfarna daga um skýrslu Deloitte og þá mynd sem dregin var upp af stöðu WOW air fyrir gjaldþrot félagsins í henni kemur Skúli inn á húsnæðið í London. Segir hann að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að WOW air tæki hús á leigu fyrir forstjóra félagsins. Segir Skúli að á þeim tíma sem íbúðin var tekin á leigu hafi félagið verið að undirbúa opnun á nýrri starfsstöð í London auk þess sem að til skoðunar hafi verið að skrá félagið á markað í London. Hvort tveggja hafi kallað á verulega viðveru forstjóra félagsins í London.„WOW air skilaði yfir 4 milljörðum í hagnað árið 2016 og því voru þessi áform eðlilegt skref í áframhaldandi uppbyggingu WOW air á þeim tíma og ekkert óeðlilegt við það að félagið skyldi leigja húsnæði fyrir forstjóra félagsins í þeim tilgangi að sinna þeim verkefnum,“ segir í yfirlýsingu Skúla.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. 16. ágúst 2019 19:30 Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. 19. ágúst 2019 09:40 Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. 17. ágúst 2019 07:00 Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. 16. ágúst 2019 19:30
Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. 19. ágúst 2019 09:40
Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. 17. ágúst 2019 07:00
Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37