Forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi siðareglur fyrir alþingismenn Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. ágúst 2019 18:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi bæði siðareglur fyrir alþingismenn og málsmeðferðarreglur sem þeim fylgja. Hún er ekki sammála því að endurskoða þurfi ákvæði um gildissvið reglnanna og telur að það eigi að skýra rúmt. Þingmennska sé ekki hefðbundið starf og siðareglurnar eigi að gilda alls staðar þar sem þingmenn eru á opinberum vettvangi. „Ef siðareglurnar eiga að virka sem skyldi þá þurfum að taka þær til bæði endurskoðunar og samræðu innan þingsins því eins og fram hefur komið í mínu máli margoft þá tel ég að þessar siðareglur eigi að vera okkar eigin leiðarvísir um það hvernig við komum fram sem kjörnir fulltrúar og þá þurfum við auðvitað að eiga samtal um það hvernig þessi viðmið eigi að vera,“ segir Katrín. Þá hún að endurskoða þurfi reglur um málsmeðferð en vinna þess efnis er raunar þegar hafin hjá forsætisnefnd. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að tillögur að breyttum málsmeðferðarreglum yrðu lagðar fram á sumarfundi forsætisnefndar 15.-16. ágúst næstkomandi.Vill ekki sjá viðurlög Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, viðraði hugmynd um siðanefnd skipaða sérfræðingum utan Alþingis, sem yrði kjörin í upphafi kjörtímabils. Þá er hún þeirrar skoðunar að brot á siðareglum hafi afleiðingar fyrir þingmenn. „Mætti hugsa sér að þingmaður, sem brotlegur gerist við siðareglur, verði látinn fara í launalaust leyfi tiltekinn tíma sem eftir lifir kjörtímabils í samræmi við alvarleika brotsins,“ segir Jóhanna í greinarstúf sem hún birti á Facebook. Það er undirorpið vafa hvort þessi tillaga sé á annað borð framkvæmanleg því alþingismenn sækja umboð sitt til kjósenda. Katrín Jakobsdóttir segist vera ósammála því að sérstök viðurlög eigi að fylgja brotum gegn siðareglum. „Ég aðhyllist ekki þá stefnu að siðareglum eigi að fylgja viðurlög. Ég er þeirrar skoðunar og það má segja að það sé annar skóli í þessum heimi að siðareglur eigi að mótast í samvinnu þingmanna og að þær eigi að móta menninguna fremur en að þær virki eins og hefðbundin lög með viðurlögum,“ segir Katrín. Í séráliti hinn 25. mars síðastliðinn setti Róbert H. Haraldsson prófessor fram efasemdir um að háttsemi þingmannanna á barnum Klaustri rúmaðist innan gildissviðs siðareglna fyrir alþingismenn.Háskóli Íslands/Kristinn IngvarssonPrófessor telur að endurskoða þurfi ákvæði um gildissvið Gildissvið siðareglna fyrir alþingismenn er afmarkað í 2. gr. þeirra en þar segir: „Reglur þessar gilda um alþingismenn við opinbera framgöngu þeirra og snerta skyldur þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa.“ Róbert H. Haraldsson, prófesssor í heimspeki sem situr í siðanefndinni sem starfar samkvæmt reglunum, hefur dregið í efa að gildissvið siðareglnanna nái yfir samtal þingmannanna á barnum Klaustri hinn 20. nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í séráliti hans frá 25. mars sem var hluti af áliti siðanefndar vegna erindis forsætisnefndar. Í séráliti Róberts segir: „Sjálft orðalag ákvæðisins er hvorki skýrt né afgerandi og kallar á túlkun og bollaleggingar. Sú túlkun er t.d. ekki fráleit, sé stuðst við orðanna hljóðan, að ákvæðið eigi eingöngu við um opinberar erindagjörðir þingmanna. Greinargerðin með þingsályktunartillögunni og önnur skýringargögn eru efnislega rýr og veita afar takmarkaðar leiðbeiningar um hvernig túlka beri gildissviðsákvæðið. (...) Sé það t.d. almennur vilji þingmanna að siðareglurnar gildi bókstaflega um allt framferði þingmanna á opinberum vettvangi, sem a.m.k. hluti þingmanna hefur lýst sig hlynntan, ætti að endurskoða gildissviðsákvæðið.“ Forsætisráðherra er ekki sammála þessu. „Ég tel það að vera kjörinn fulltrúi sé annars eðlis en hefðbundið starf og það að vera kjörinn fulltrúi hafi áhrif á framgöngu okkar á öllum opinberum vettvangi, hvort sem það er í einkaerindum eða opinberum erindagjörðum. Og það sem gerðist á Klaustri var að þar var haft uppi orðbragð tímunum saman sem einkenndist af kvenfyrirlitningu, fötlunarfordómum og almennri mannfyrirlitningu og það finnst mér ekki sæma þingmönnum,“ segir hún. En eiga þá reglurnar alltaf að gilda, nema þegar þingmenn eru heima hjá sér? „Þær eiga að gilda á opinberum vettvangi og það er mikilvægt að þingmenn séu til sóma hvar sem þeir koma,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi bæði siðareglur fyrir alþingismenn og málsmeðferðarreglur sem þeim fylgja. Hún er ekki sammála því að endurskoða þurfi ákvæði um gildissvið reglnanna og telur að það eigi að skýra rúmt. Þingmennska sé ekki hefðbundið starf og siðareglurnar eigi að gilda alls staðar þar sem þingmenn eru á opinberum vettvangi. „Ef siðareglurnar eiga að virka sem skyldi þá þurfum að taka þær til bæði endurskoðunar og samræðu innan þingsins því eins og fram hefur komið í mínu máli margoft þá tel ég að þessar siðareglur eigi að vera okkar eigin leiðarvísir um það hvernig við komum fram sem kjörnir fulltrúar og þá þurfum við auðvitað að eiga samtal um það hvernig þessi viðmið eigi að vera,“ segir Katrín. Þá hún að endurskoða þurfi reglur um málsmeðferð en vinna þess efnis er raunar þegar hafin hjá forsætisnefnd. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að tillögur að breyttum málsmeðferðarreglum yrðu lagðar fram á sumarfundi forsætisnefndar 15.-16. ágúst næstkomandi.Vill ekki sjá viðurlög Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, viðraði hugmynd um siðanefnd skipaða sérfræðingum utan Alþingis, sem yrði kjörin í upphafi kjörtímabils. Þá er hún þeirrar skoðunar að brot á siðareglum hafi afleiðingar fyrir þingmenn. „Mætti hugsa sér að þingmaður, sem brotlegur gerist við siðareglur, verði látinn fara í launalaust leyfi tiltekinn tíma sem eftir lifir kjörtímabils í samræmi við alvarleika brotsins,“ segir Jóhanna í greinarstúf sem hún birti á Facebook. Það er undirorpið vafa hvort þessi tillaga sé á annað borð framkvæmanleg því alþingismenn sækja umboð sitt til kjósenda. Katrín Jakobsdóttir segist vera ósammála því að sérstök viðurlög eigi að fylgja brotum gegn siðareglum. „Ég aðhyllist ekki þá stefnu að siðareglum eigi að fylgja viðurlög. Ég er þeirrar skoðunar og það má segja að það sé annar skóli í þessum heimi að siðareglur eigi að mótast í samvinnu þingmanna og að þær eigi að móta menninguna fremur en að þær virki eins og hefðbundin lög með viðurlögum,“ segir Katrín. Í séráliti hinn 25. mars síðastliðinn setti Róbert H. Haraldsson prófessor fram efasemdir um að háttsemi þingmannanna á barnum Klaustri rúmaðist innan gildissviðs siðareglna fyrir alþingismenn.Háskóli Íslands/Kristinn IngvarssonPrófessor telur að endurskoða þurfi ákvæði um gildissvið Gildissvið siðareglna fyrir alþingismenn er afmarkað í 2. gr. þeirra en þar segir: „Reglur þessar gilda um alþingismenn við opinbera framgöngu þeirra og snerta skyldur þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa.“ Róbert H. Haraldsson, prófesssor í heimspeki sem situr í siðanefndinni sem starfar samkvæmt reglunum, hefur dregið í efa að gildissvið siðareglnanna nái yfir samtal þingmannanna á barnum Klaustri hinn 20. nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í séráliti hans frá 25. mars sem var hluti af áliti siðanefndar vegna erindis forsætisnefndar. Í séráliti Róberts segir: „Sjálft orðalag ákvæðisins er hvorki skýrt né afgerandi og kallar á túlkun og bollaleggingar. Sú túlkun er t.d. ekki fráleit, sé stuðst við orðanna hljóðan, að ákvæðið eigi eingöngu við um opinberar erindagjörðir þingmanna. Greinargerðin með þingsályktunartillögunni og önnur skýringargögn eru efnislega rýr og veita afar takmarkaðar leiðbeiningar um hvernig túlka beri gildissviðsákvæðið. (...) Sé það t.d. almennur vilji þingmanna að siðareglurnar gildi bókstaflega um allt framferði þingmanna á opinberum vettvangi, sem a.m.k. hluti þingmanna hefur lýst sig hlynntan, ætti að endurskoða gildissviðsákvæðið.“ Forsætisráðherra er ekki sammála þessu. „Ég tel það að vera kjörinn fulltrúi sé annars eðlis en hefðbundið starf og það að vera kjörinn fulltrúi hafi áhrif á framgöngu okkar á öllum opinberum vettvangi, hvort sem það er í einkaerindum eða opinberum erindagjörðum. Og það sem gerðist á Klaustri var að þar var haft uppi orðbragð tímunum saman sem einkenndist af kvenfyrirlitningu, fötlunarfordómum og almennri mannfyrirlitningu og það finnst mér ekki sæma þingmönnum,“ segir hún. En eiga þá reglurnar alltaf að gilda, nema þegar þingmenn eru heima hjá sér? „Þær eiga að gilda á opinberum vettvangi og það er mikilvægt að þingmenn séu til sóma hvar sem þeir koma,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira