Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Sylvía Hall skrifar 4. ágúst 2019 23:43 Mikill fjöldi fólks hefur lagt blóm við veginn nærri Walmart versluninni þar sem skotárásin varð. vísir/epa Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius hefur verið handtekinn grunaður um árásina. Jordan var ein þeirra sem lést í árásinni og eiginmanns hennar er enn saknað. Í það minnsta tuttugu létust í skotárásinni sem var sú 250. í ár þar sem fleiri en fjórir slasast eða láta lífið.Sjá einnig: Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart Elizabeth Terry, ættingi fjölskyldunnar, segir hana hafa orðið fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að hlífa tveggja mánaða gömlum syni sínum frá skothríðinni. Sonur hennar slasaðist í árásinni en hann var dreginn undan líki hennar þegar viðbragðsaðilar mættu á vettvang. „Barnið var útatað í blóði hennar [þegar þeir komu á vettvang]. Þú fylgist með þessum atburðum og þú sérð þessa atburði og þú trúir því aldrei að þetta gæti komið fyrir þína eigin fjölskyldu,“ segir Terry í samtali við CNN. „Hvernig getur það gerst að foreldrar fari að kaupa skólaföng og láta lífið við að hlífa börnum sínum frá byssukúlum?“ Halda í vonina að eiginmaðurinn finnist á lífi Andre og Jordan Anchondo áttu þrjú börn saman, tveggja mánaða gamlan son sem var með þeim í versluninni og tvö önnur börn, tveggja og fimm ára gömul. Þau höfðu skutlað dóttur sinni á klappstýruæfingu á leið sinni í verslunina. Fyrsta tilkynning um árásarmanninn barst lögreglu klukkan 10:39 að staðartíma og hófu ættingjar hjónanna að reyna að ná í þau. Þegar þau svöruðu ekki síma fóru þau að hafa áhyggjur. „Við höldum enn í vonina að við finnum Andre á lífi. Við munum halda í vonina á meðan við getum,“ segir Terry en enn er verið að bera kennsl á lík þeirra sem létust í árásinni. Mikil samstaða myndaðist í El Paso eftir árásina.Vísir/APÞrjár skotárásir á einni viku Innan við sólarhring eftir árásina í El Paso varð önnur skotárás í Daytonborg í Ohio þar sem níu manns létu lífið. Á meðal fórnarlambanna var systir árásarmannsins en hann var skotinn til bana af lögreglu.Sjá einnig: Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímumÞá létust fjórir og þrettán særðust þegar árásarmaður lét til skarar skríða á matarhátíð í borginni Gilroy í Kaliforníuríki síðustu helgi. Á meðal þeirra sem létust var hinn sex ára gamli Steven Romero. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina í El Paso í gær og sagði að hún væri verk heiguls. Enginn ástæða eða afsökun gæti réttlétt dráp á saklausu fólki.Today’s shooting in El Paso, Texas, was not only tragic, it was an act of cowardice. I know that I stand with everyone in this Country to condemn today’s hateful act. There are no reasons or excuses that will ever justify killing innocent people.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2019 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius hefur verið handtekinn grunaður um árásina. Jordan var ein þeirra sem lést í árásinni og eiginmanns hennar er enn saknað. Í það minnsta tuttugu létust í skotárásinni sem var sú 250. í ár þar sem fleiri en fjórir slasast eða láta lífið.Sjá einnig: Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart Elizabeth Terry, ættingi fjölskyldunnar, segir hana hafa orðið fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að hlífa tveggja mánaða gömlum syni sínum frá skothríðinni. Sonur hennar slasaðist í árásinni en hann var dreginn undan líki hennar þegar viðbragðsaðilar mættu á vettvang. „Barnið var útatað í blóði hennar [þegar þeir komu á vettvang]. Þú fylgist með þessum atburðum og þú sérð þessa atburði og þú trúir því aldrei að þetta gæti komið fyrir þína eigin fjölskyldu,“ segir Terry í samtali við CNN. „Hvernig getur það gerst að foreldrar fari að kaupa skólaföng og láta lífið við að hlífa börnum sínum frá byssukúlum?“ Halda í vonina að eiginmaðurinn finnist á lífi Andre og Jordan Anchondo áttu þrjú börn saman, tveggja mánaða gamlan son sem var með þeim í versluninni og tvö önnur börn, tveggja og fimm ára gömul. Þau höfðu skutlað dóttur sinni á klappstýruæfingu á leið sinni í verslunina. Fyrsta tilkynning um árásarmanninn barst lögreglu klukkan 10:39 að staðartíma og hófu ættingjar hjónanna að reyna að ná í þau. Þegar þau svöruðu ekki síma fóru þau að hafa áhyggjur. „Við höldum enn í vonina að við finnum Andre á lífi. Við munum halda í vonina á meðan við getum,“ segir Terry en enn er verið að bera kennsl á lík þeirra sem létust í árásinni. Mikil samstaða myndaðist í El Paso eftir árásina.Vísir/APÞrjár skotárásir á einni viku Innan við sólarhring eftir árásina í El Paso varð önnur skotárás í Daytonborg í Ohio þar sem níu manns létu lífið. Á meðal fórnarlambanna var systir árásarmannsins en hann var skotinn til bana af lögreglu.Sjá einnig: Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímumÞá létust fjórir og þrettán særðust þegar árásarmaður lét til skarar skríða á matarhátíð í borginni Gilroy í Kaliforníuríki síðustu helgi. Á meðal þeirra sem létust var hinn sex ára gamli Steven Romero. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina í El Paso í gær og sagði að hún væri verk heiguls. Enginn ástæða eða afsökun gæti réttlétt dráp á saklausu fólki.Today’s shooting in El Paso, Texas, was not only tragic, it was an act of cowardice. I know that I stand with everyone in this Country to condemn today’s hateful act. There are no reasons or excuses that will ever justify killing innocent people.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2019
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02
Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41
Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33