25 höfuðkúpum Sama verður skilað Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. ágúst 2019 07:00 Samar máttu lengi þola mismunun í Svíþjóð. Nordicphotos/Getty Höfuðkúpum 25 Sama verður skilað til Norður-Svíþjóðar, þar sem þær voru grafnar upp fyrir um 70 árum. Kúpurnar voru rannsakaðar á grundvelli kynþáttahyggju. Höfuðkúpurnar voru grafnar upp í bænum Lycksele á sjötta áratugnum og fluttar á Sögusafnið í Stokkhólmi. Þar voru þær rannsakaðar en hafa síðan legið óhreyfðar í geymslu. Þann 9. ágúst verða þær fluttar norður og grafnar að nýju með viðhöfn. Framan af 20. öldinni máttu Samar í Svíþjóð þola mismunun og aðskilnað, til dæmis í skólakerfinu. Þá stundaði sænska kirkjan ágengt trúboð í landi Sama. Mikil vitundarvakning hefur orðið í málefnum Sama síðan. Svíþjóðardemókratar hafa þó barist gegn réttindum þjóðarbrotsins. Mannfræðingar á 19. og 20. öld grófu upp höfuðkúpur og gerðu rannsóknir á þeim sem í dag myndu teljast ansi vafasamar en reynt var að leggja mat á gáfnafar Sama út frá stærð og lögun kúpunnar. Í Uppsölum var rekin kynþáttarannsóknarstofa fram á sjötta áratuginn. Samíska þingið í Svíþjóð hefur barist fyrir því í tólf ár að höfuðkúpunum sé skilað svo að hægt verði að grafa þær á ný. Er þetta því fyrsta skrefið í átt til sátta en á tíu önnur sænsk söfn eiga samískar höfuðkúpur í safnkosti sínum. Í framhaldinu mun Þjóðminjaráð Svíþjóðar skila skýrslu um hvernig tekið skuli á líkamsleifum manna í opinberum söfnum. Birtist í Fréttablaðinu Norðurslóðir Svíþjóð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Höfuðkúpum 25 Sama verður skilað til Norður-Svíþjóðar, þar sem þær voru grafnar upp fyrir um 70 árum. Kúpurnar voru rannsakaðar á grundvelli kynþáttahyggju. Höfuðkúpurnar voru grafnar upp í bænum Lycksele á sjötta áratugnum og fluttar á Sögusafnið í Stokkhólmi. Þar voru þær rannsakaðar en hafa síðan legið óhreyfðar í geymslu. Þann 9. ágúst verða þær fluttar norður og grafnar að nýju með viðhöfn. Framan af 20. öldinni máttu Samar í Svíþjóð þola mismunun og aðskilnað, til dæmis í skólakerfinu. Þá stundaði sænska kirkjan ágengt trúboð í landi Sama. Mikil vitundarvakning hefur orðið í málefnum Sama síðan. Svíþjóðardemókratar hafa þó barist gegn réttindum þjóðarbrotsins. Mannfræðingar á 19. og 20. öld grófu upp höfuðkúpur og gerðu rannsóknir á þeim sem í dag myndu teljast ansi vafasamar en reynt var að leggja mat á gáfnafar Sama út frá stærð og lögun kúpunnar. Í Uppsölum var rekin kynþáttarannsóknarstofa fram á sjötta áratuginn. Samíska þingið í Svíþjóð hefur barist fyrir því í tólf ár að höfuðkúpunum sé skilað svo að hægt verði að grafa þær á ný. Er þetta því fyrsta skrefið í átt til sátta en á tíu önnur sænsk söfn eiga samískar höfuðkúpur í safnkosti sínum. Í framhaldinu mun Þjóðminjaráð Svíþjóðar skila skýrslu um hvernig tekið skuli á líkamsleifum manna í opinberum söfnum.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurslóðir Svíþjóð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira