Beitir sér fyrir því að jafnræði ríki með foreldrum þegar tengsl við börn eru skráð Elísabet Inga Sigurðardóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 8. ágúst 2019 20:00 Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að jafnræði ríki með foreldrum barna þegar foreldratengsl eru skráð en í dag getur barn ekki átt tvær mæður. Heilbrigðisráðherra segir málið mikilvægt enda um tímaskekkju að ræða. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að barn sem getið er með tæknifrjóvgun geti ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað eftir kyni en samkvæmt barnalögum er maður sem samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni faðir barns en staðan önnur þegar kona samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni. Hún er ekki skráð móðir heldur foreldri.María Rut og Ingileif eiga von á barni á næstu dögum. Aðeins önnur þeirra fær að vera skráð móðir barnsins.SKJÁSKOT ÚR FRÉTTÁrið 2017 flutti Svandís Svavarsdóttir, núverandi Heilbrigðisráðherra, þingályktunartillögu þar sem dómsmálaráðherra var falið að setja reglugerð um málið þar sem afnumin verði sú mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð. Tillagan var á sínum tíma samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. En hvar er málið statt núna? „Eftir því sem ég best veit er málið núna statt hjá dómsmálaráðherra. Mér finnst þetta mjög mikilvægt mál fyrir samkynja pör að þurfa ekki að fara krókaleiðir til þess að innsigla það sem er eðlilegt í því að búa til fjölskyldu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. „Ég hef óskað eftir því í mínu ráðuneyti að fá upplýsingar hvað stendur í vegi fyrir því að hið sama eigi við þegar um tvær mæður er að ræða því lögin gera ráð fyrir að þetta sé hægt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er tímaskekkja frá þeim tíma þegar engin sambönd voru viðurkennd nema gagnkynhneigð samönd og við erum komin inn í aðra öld og aðra tíma,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort hún muni beita sér fyrir því að þessu verði breytt segir hún „Já ég mun gera það,“ sagði Þórdís. Alþingi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Tengdar fréttir Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Staðan er önnur þegar maður samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni 7. ágúst 2019 19:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að jafnræði ríki með foreldrum barna þegar foreldratengsl eru skráð en í dag getur barn ekki átt tvær mæður. Heilbrigðisráðherra segir málið mikilvægt enda um tímaskekkju að ræða. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að barn sem getið er með tæknifrjóvgun geti ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað eftir kyni en samkvæmt barnalögum er maður sem samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni faðir barns en staðan önnur þegar kona samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni. Hún er ekki skráð móðir heldur foreldri.María Rut og Ingileif eiga von á barni á næstu dögum. Aðeins önnur þeirra fær að vera skráð móðir barnsins.SKJÁSKOT ÚR FRÉTTÁrið 2017 flutti Svandís Svavarsdóttir, núverandi Heilbrigðisráðherra, þingályktunartillögu þar sem dómsmálaráðherra var falið að setja reglugerð um málið þar sem afnumin verði sú mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð. Tillagan var á sínum tíma samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. En hvar er málið statt núna? „Eftir því sem ég best veit er málið núna statt hjá dómsmálaráðherra. Mér finnst þetta mjög mikilvægt mál fyrir samkynja pör að þurfa ekki að fara krókaleiðir til þess að innsigla það sem er eðlilegt í því að búa til fjölskyldu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. „Ég hef óskað eftir því í mínu ráðuneyti að fá upplýsingar hvað stendur í vegi fyrir því að hið sama eigi við þegar um tvær mæður er að ræða því lögin gera ráð fyrir að þetta sé hægt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er tímaskekkja frá þeim tíma þegar engin sambönd voru viðurkennd nema gagnkynhneigð samönd og við erum komin inn í aðra öld og aðra tíma,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort hún muni beita sér fyrir því að þessu verði breytt segir hún „Já ég mun gera það,“ sagði Þórdís.
Alþingi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Tengdar fréttir Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Staðan er önnur þegar maður samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni 7. ágúst 2019 19:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Staðan er önnur þegar maður samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni 7. ágúst 2019 19:30