Erfiðasti kaflinn að baki Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. ágúst 2019 06:30 Matt Jones og Steve Brooks við komuna á Reykjavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari. Silfurlit Spitfire-vél lenti á Reykjavíkurflugvelli á fimmta tímanum í gær. Flugmennirnir, hinir bresku Steve Brooks og Matt Jones, voru kátir og virtist létt eftir lendinguna enda höfðu þeir áður þurft að snúa við vegna veðurs. Brooks og Jones skiptast á að fljúga og með þeim er fylgdarlið sem flýgur í fylgivél. „Við lentum í slæmu veðri í gær og næstum því aftur í dag en náðum að komast fram hjá því. Ég held að það að komast hingað sé erfiðasti hluti leiðarinnar,“ segir Brooks og hlær dátt. Ísland er fjórði viðkomustaðurinn á leiðinni sem hófst í Bretlandi. „Þetta er búið að vera mjög erfitt en við vissum allan tímann að þessi leggur yrði strembinn. Okkur verður létt þegar við komumst til Kanada. Annar leggur sem við áætlum að verði erfiður er frá Alaska yfir til Rússlands.“Rými flugmannsins er ákaflega þröngt.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari.Þrátt fyrir upphafserfiðleika hefur vélin sjálf staðið fyrir sínu. En vegna þess að hún flýgur lágt skipta veður og vindar gríðarlega miklu máli. Þægindi eru lítil í vélinni og rými flugmannsins mjög þröngt. Brooks segir að það að stíga inn í vélina sé eins og að klæða sig í jakka. „Við byggðum vélina af því að það er svo mikill áhugi á Spitfire-vélum um heim allan. Þær voru notaðar í svo mörgum löndum á ákveðnu tímabili. Þetta var tækifæri til þess að leyfa fólki að njóta þess að sjá vélina á ný,“ segir Brooks stoltur. „Þessi vél breytti sögunni. Við eigum frelsi okkar henni að þakka.“ Spitfire-vélarnar léku stórt hlutverk í seinni heimsstyrjöldinni, þá sérstaklega orrustunni um Bretland árið 1940. Þjóðverjar ætluðu að leggja Bretland undir sig en þurftu að vinna loftrýmið til þess að geta siglt með heraflann yfir Ermarsund. Þjóðverjar notuðu Messerschmidt-orrustuvélar en Bretar vörðust með Spitfire- og Hurricane-vélum og fjöldinn var Bretum mjög í óhag. Á þessari ögurstundu unnu breskir flugmenn kraftaverk og meðfærileiki Spitfire skipti sköpum. Varð vélin upp frá því að tákni um frelsið sjálft. Þó að Spitfire sé frægasta orrustuflugvél heims þá er sú sem Brooks og Jones fljúga meinlaus því að hún er óvopnuð. „Við tókum byssurnar út og settum eldsneytistanka í staðinn. Vanalega draga vélarnar tæplega 500 kílómetra leið. Þessi dregur rúmlega 1.500 kílómetra á birgðum sínum.“Spitfire öðlaðist sess sem frelsistákn í seinni heimsstyrjöldinni.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Silfurlit Spitfire-vél lenti á Reykjavíkurflugvelli á fimmta tímanum í gær. Flugmennirnir, hinir bresku Steve Brooks og Matt Jones, voru kátir og virtist létt eftir lendinguna enda höfðu þeir áður þurft að snúa við vegna veðurs. Brooks og Jones skiptast á að fljúga og með þeim er fylgdarlið sem flýgur í fylgivél. „Við lentum í slæmu veðri í gær og næstum því aftur í dag en náðum að komast fram hjá því. Ég held að það að komast hingað sé erfiðasti hluti leiðarinnar,“ segir Brooks og hlær dátt. Ísland er fjórði viðkomustaðurinn á leiðinni sem hófst í Bretlandi. „Þetta er búið að vera mjög erfitt en við vissum allan tímann að þessi leggur yrði strembinn. Okkur verður létt þegar við komumst til Kanada. Annar leggur sem við áætlum að verði erfiður er frá Alaska yfir til Rússlands.“Rými flugmannsins er ákaflega þröngt.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari.Þrátt fyrir upphafserfiðleika hefur vélin sjálf staðið fyrir sínu. En vegna þess að hún flýgur lágt skipta veður og vindar gríðarlega miklu máli. Þægindi eru lítil í vélinni og rými flugmannsins mjög þröngt. Brooks segir að það að stíga inn í vélina sé eins og að klæða sig í jakka. „Við byggðum vélina af því að það er svo mikill áhugi á Spitfire-vélum um heim allan. Þær voru notaðar í svo mörgum löndum á ákveðnu tímabili. Þetta var tækifæri til þess að leyfa fólki að njóta þess að sjá vélina á ný,“ segir Brooks stoltur. „Þessi vél breytti sögunni. Við eigum frelsi okkar henni að þakka.“ Spitfire-vélarnar léku stórt hlutverk í seinni heimsstyrjöldinni, þá sérstaklega orrustunni um Bretland árið 1940. Þjóðverjar ætluðu að leggja Bretland undir sig en þurftu að vinna loftrýmið til þess að geta siglt með heraflann yfir Ermarsund. Þjóðverjar notuðu Messerschmidt-orrustuvélar en Bretar vörðust með Spitfire- og Hurricane-vélum og fjöldinn var Bretum mjög í óhag. Á þessari ögurstundu unnu breskir flugmenn kraftaverk og meðfærileiki Spitfire skipti sköpum. Varð vélin upp frá því að tákni um frelsið sjálft. Þó að Spitfire sé frægasta orrustuflugvél heims þá er sú sem Brooks og Jones fljúga meinlaus því að hún er óvopnuð. „Við tókum byssurnar út og settum eldsneytistanka í staðinn. Vanalega draga vélarnar tæplega 500 kílómetra leið. Þessi dregur rúmlega 1.500 kílómetra á birgðum sínum.“Spitfire öðlaðist sess sem frelsistákn í seinni heimsstyrjöldinni.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira