„Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2019 11:35 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna Vísir Neytendasamtökin hafa fengið sig fullsödd af lögmanninum Gísla Kr. Björnssyni sökum fullyrðinga hans um framgöngu Almennrar innheimtu ehf., sem samtökin segja að standist ekki skoðun. Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group, og fyrrnefndur Gísli, eigandi innheimtufyrirtækisins Almenn innheimta, sögðu í fjölmiðlum í vikunni að hætt sé að veita smálán og innheimta smálán á hærri vöxtum en 53,75 prósent, sem er það hæsta sem leyfilegt er samkvæmt lögum. Að sama skapi sagði Gísli að félag sitt hefði „útvegað allar sundurliðanir sem við höfum getað og verið beðin um.“ Neytendasamtökin segja hins vegar í yfirlýsingu til fjölmiðla í dag að þessar fullyrðingar Gísla standist ekki skoðun. Almenn innheimta hafi ekki látið af framferði sínu, viðskiptavinum sé enn neitað um sundurliðun og fyrirtækið haldi áfram innheimtu ólöglegra lána. Þetta telja Neytendasamtökin vera „stóralvarlegt.“Gísli Kr. Björnsson, lögmaður.„Neytendasamtökin standa ráðþrota gagnvart þessu framferði og muna ekki eftir jafn svínslegum viðskiptaháttum og aðför að hópi neytanda sem oft er veikur fyrir. Þá er með öllu óskiljanlegt að lögmaður skuli komast upp með innheimtu á ólöglegum lánum og að halda mikilvægum gögnum frá lántakendum,“ segir í yfirlýsingu á vef samtakanna.Þau taka aukinheldur dæmi af lántakanda sem þau segja að hafi þurft að greiða 750 þúsund krónum meira en honum bar - og 400 þúsund krónur til viðbótar. Þegar hann gerði kröfu á Almenna innheimtu um endurgreiðslu hætti fyrirtækið frekari innheimtu og felldi niður kröfu sínu. „Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar lögmanns og eiganda Almennrar innheimtu ehf. Mikilvægt er að Lögmannafélag Íslands rannsaki hið fyrsta hvort háttsemi lögmannsins kunni að stríða gegn lögum eða siðareglum LMFÍ. Þar sem félagið tekur ekki við kvörtunum Neytendasamtakanna eru lántakendur sem standa í stappi við Almenna innheimtu ehf. hvattir til að senda kvörtun á Lögmannafélag Íslands.“ Nánar má fræðast um afstöðu Neytendasamtakanna á vef þeirra. Gísli Kr. Björnsson hafði ekki kynnt sér afstöðuna þegar Vísir leitaði viðbragða hjá honum í dag, en fréttin verður uppfærð þegar hann hefur sett sig inn í málið. Neytendur Smálán Tengdar fréttir Smálán heyra nú sögunni til Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt. 26. júlí 2019 06:00 Fundir með Umboðsmanni skuldara skiptu miklu máli Forstjóri Kredia Group hefur fundað margsinnis með Umboðsmanni skuldara. Í fyrra var meira en helmingur þeirra, sem óskuðu eftir aðstoð, með smálán. 26. júlí 2019 07:30 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Neytendasamtökin hafa fengið sig fullsödd af lögmanninum Gísla Kr. Björnssyni sökum fullyrðinga hans um framgöngu Almennrar innheimtu ehf., sem samtökin segja að standist ekki skoðun. Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group, og fyrrnefndur Gísli, eigandi innheimtufyrirtækisins Almenn innheimta, sögðu í fjölmiðlum í vikunni að hætt sé að veita smálán og innheimta smálán á hærri vöxtum en 53,75 prósent, sem er það hæsta sem leyfilegt er samkvæmt lögum. Að sama skapi sagði Gísli að félag sitt hefði „útvegað allar sundurliðanir sem við höfum getað og verið beðin um.“ Neytendasamtökin segja hins vegar í yfirlýsingu til fjölmiðla í dag að þessar fullyrðingar Gísla standist ekki skoðun. Almenn innheimta hafi ekki látið af framferði sínu, viðskiptavinum sé enn neitað um sundurliðun og fyrirtækið haldi áfram innheimtu ólöglegra lána. Þetta telja Neytendasamtökin vera „stóralvarlegt.“Gísli Kr. Björnsson, lögmaður.„Neytendasamtökin standa ráðþrota gagnvart þessu framferði og muna ekki eftir jafn svínslegum viðskiptaháttum og aðför að hópi neytanda sem oft er veikur fyrir. Þá er með öllu óskiljanlegt að lögmaður skuli komast upp með innheimtu á ólöglegum lánum og að halda mikilvægum gögnum frá lántakendum,“ segir í yfirlýsingu á vef samtakanna.Þau taka aukinheldur dæmi af lántakanda sem þau segja að hafi þurft að greiða 750 þúsund krónum meira en honum bar - og 400 þúsund krónur til viðbótar. Þegar hann gerði kröfu á Almenna innheimtu um endurgreiðslu hætti fyrirtækið frekari innheimtu og felldi niður kröfu sínu. „Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar lögmanns og eiganda Almennrar innheimtu ehf. Mikilvægt er að Lögmannafélag Íslands rannsaki hið fyrsta hvort háttsemi lögmannsins kunni að stríða gegn lögum eða siðareglum LMFÍ. Þar sem félagið tekur ekki við kvörtunum Neytendasamtakanna eru lántakendur sem standa í stappi við Almenna innheimtu ehf. hvattir til að senda kvörtun á Lögmannafélag Íslands.“ Nánar má fræðast um afstöðu Neytendasamtakanna á vef þeirra. Gísli Kr. Björnsson hafði ekki kynnt sér afstöðuna þegar Vísir leitaði viðbragða hjá honum í dag, en fréttin verður uppfærð þegar hann hefur sett sig inn í málið.
Neytendur Smálán Tengdar fréttir Smálán heyra nú sögunni til Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt. 26. júlí 2019 06:00 Fundir með Umboðsmanni skuldara skiptu miklu máli Forstjóri Kredia Group hefur fundað margsinnis með Umboðsmanni skuldara. Í fyrra var meira en helmingur þeirra, sem óskuðu eftir aðstoð, með smálán. 26. júlí 2019 07:30 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Smálán heyra nú sögunni til Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt. 26. júlí 2019 06:00
Fundir með Umboðsmanni skuldara skiptu miklu máli Forstjóri Kredia Group hefur fundað margsinnis með Umboðsmanni skuldara. Í fyrra var meira en helmingur þeirra, sem óskuðu eftir aðstoð, með smálán. 26. júlí 2019 07:30
Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent