Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2019 17:30 Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, hvatti í dag Íran til að láta af „ólöglegri“ hertöku ólíuskipsins Stena Impero sem siglir undir breskum fána. Mikill þungi er að færast í deilu Breta og Írana eftir að stjórnvöld í Íran hertóku olíuskipið Stena Impero í gær. Tuttugu og þriggja manna áhöfn er um borð í skipinu sem komin er til hafnar í Bandar Abbas í Íran. Skipið er í eigu sænska fyrirtækisins Stena Bulk en siglir undir breskum fána. Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. Stjórnvöld í Tehran segja að skipið hafi siglt á fiskibát í Hormússundi og hafi áhöfn þess báts reynt að ná sambandi við skipstjóra olíuskipsins en án árangurs. Þá létu þeir hafnaryfirvöld í Bandar Abbas vita og í kjölfar þess fóru liðsmenn íranska byltingavarðarins um borð og yfirtóku skipið. Hunt vill hins vegar meina að hertaka Stena Impero sé svar íranskra stjórnvalda við aðgerðum í Gíbraltar þar sem för íransks olíuskips var stöðvuð fyrr í mánuðinum, en áhöfn þess var sökuð um að reyna að smygla olíu til Sýrlands sem teldist brot á efnahagslegum refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Þjóðaröryggisráð Bretlands kom saman í gærkvöldi vegna málsins og sagði utanríkisráðherra landsins, Jeremy Hunt, í gærkvöldi að það komi til með að hafa alvarlega afleiðingar láti írönsk stjórnvöld ekki skipið laust. Hann hefur meðal annars rætt málið við starfsbróður sinn í Bandaríkjunum, Mike Pompeo. Bretland Íran Tengdar fréttir Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01 Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. 19. júlí 2019 21:22 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, hvatti í dag Íran til að láta af „ólöglegri“ hertöku ólíuskipsins Stena Impero sem siglir undir breskum fána. Mikill þungi er að færast í deilu Breta og Írana eftir að stjórnvöld í Íran hertóku olíuskipið Stena Impero í gær. Tuttugu og þriggja manna áhöfn er um borð í skipinu sem komin er til hafnar í Bandar Abbas í Íran. Skipið er í eigu sænska fyrirtækisins Stena Bulk en siglir undir breskum fána. Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. Stjórnvöld í Tehran segja að skipið hafi siglt á fiskibát í Hormússundi og hafi áhöfn þess báts reynt að ná sambandi við skipstjóra olíuskipsins en án árangurs. Þá létu þeir hafnaryfirvöld í Bandar Abbas vita og í kjölfar þess fóru liðsmenn íranska byltingavarðarins um borð og yfirtóku skipið. Hunt vill hins vegar meina að hertaka Stena Impero sé svar íranskra stjórnvalda við aðgerðum í Gíbraltar þar sem för íransks olíuskips var stöðvuð fyrr í mánuðinum, en áhöfn þess var sökuð um að reyna að smygla olíu til Sýrlands sem teldist brot á efnahagslegum refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Þjóðaröryggisráð Bretlands kom saman í gærkvöldi vegna málsins og sagði utanríkisráðherra landsins, Jeremy Hunt, í gærkvöldi að það komi til með að hafa alvarlega afleiðingar láti írönsk stjórnvöld ekki skipið laust. Hann hefur meðal annars rætt málið við starfsbróður sinn í Bandaríkjunum, Mike Pompeo.
Bretland Íran Tengdar fréttir Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01 Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. 19. júlí 2019 21:22 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01
Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22
Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. 19. júlí 2019 21:22