Framhaldið um WOW air líklega kynnt í þessari viku Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. júlí 2019 18:30 Ein af flugvél WOW air þegar flugfélagið var í rekstri. Vísir/Vilhelm Kaupendur þrotabús WOW air funduðu með forsvarsmönnum Isavia fyrir helgi þar sem aðilar kynntu sig fyrir hvor öðrum. Líklegt er að nýir eigendur flugfélagsins kynni fyrirætlanir sínar um rekstur þess í þessari viku. Fyrr í mánuðinum voru nær allar eignir flugfélagsins WOW air seldar úr þrotabúi félagsins. Kaupandinn er sagður vera Oasis Aviation Group sem stýrt er af Michelle Ballarin, bandarískri athafnakonu. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW Air, sagði í samtali við fréttastofu í dag að efni kaupsamningsins sé trúnaðarmál og því geti hann ekki gefið upp hvernig greitt sé fyrir þrotabúið. Kröfufrestur í þrotabúið er til 3. ágúst og enn óljóst hver endanleg fjárhæð krafna verði. Það sem skili sér fari upp í forgangskröfur.Kaupendur þrotbúsins funduðu með Isavia fyrir helgi Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupanda þrotabúsins hefur ekki viljað gefa upp hver skjólstæðingur hans er. Oasis Aviaton Group sinnir leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Páll ítrekaði í samtali við fréttastofu í dag að kaupandinn muni kynna sig rækilega fyrir landi og þjóð þegar nauðsynlegir fundir með stjórnvöldum og stofnunum, um flugrekstur og flugrekstrarleyfi hafa átt sér stað. Fram hefur komið að félagið sem keypti þrotabúið geti ekki eitt og sér orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi. Samkvæmt lögum þurfa aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51%.Framhaldið líklega kynnt í þessari viku Fréttastofan hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Ballarin hafi verið verið stödd hér á landi fyrir helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Samgönguráðuneytinu hafa engir fundir verið haldnir þar eða með ráðherra vegna málsins og Samgöngustofa vildi hvorki játa því né neita að fundarhöld hefðu átt sér stað. Isavia staðfesti hins vegar að fundur hafi verið haldinn með kaupanda þrotabúsins fyrir helgi þar sem aðilar kynntu sig fyrir hvor öðrum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að félagið muni kynni fyrirætlanir sínar með WOW air á næstunni, jafnvel í þessari viku. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00 Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30 Bandarísku kaupendurnir þyrftu einhvern með sér í lið Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. 13. júlí 2019 13:00 Kaupendurnir sett sig í samband við einhverja af lykilstarfsmönnum WOW air Undirbúningur stendur yfir fyrir formleg fundarhöld með Samgöngustofu og Isavia seinna í vikunni að sögn lögmanns bandaríska fyrirtækisins sem hyggst endurvekja WOW air. 15. júlí 2019 12:00 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Kaupendur þrotabús WOW air funduðu með forsvarsmönnum Isavia fyrir helgi þar sem aðilar kynntu sig fyrir hvor öðrum. Líklegt er að nýir eigendur flugfélagsins kynni fyrirætlanir sínar um rekstur þess í þessari viku. Fyrr í mánuðinum voru nær allar eignir flugfélagsins WOW air seldar úr þrotabúi félagsins. Kaupandinn er sagður vera Oasis Aviation Group sem stýrt er af Michelle Ballarin, bandarískri athafnakonu. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW Air, sagði í samtali við fréttastofu í dag að efni kaupsamningsins sé trúnaðarmál og því geti hann ekki gefið upp hvernig greitt sé fyrir þrotabúið. Kröfufrestur í þrotabúið er til 3. ágúst og enn óljóst hver endanleg fjárhæð krafna verði. Það sem skili sér fari upp í forgangskröfur.Kaupendur þrotbúsins funduðu með Isavia fyrir helgi Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupanda þrotabúsins hefur ekki viljað gefa upp hver skjólstæðingur hans er. Oasis Aviaton Group sinnir leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Páll ítrekaði í samtali við fréttastofu í dag að kaupandinn muni kynna sig rækilega fyrir landi og þjóð þegar nauðsynlegir fundir með stjórnvöldum og stofnunum, um flugrekstur og flugrekstrarleyfi hafa átt sér stað. Fram hefur komið að félagið sem keypti þrotabúið geti ekki eitt og sér orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi. Samkvæmt lögum þurfa aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51%.Framhaldið líklega kynnt í þessari viku Fréttastofan hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Ballarin hafi verið verið stödd hér á landi fyrir helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Samgönguráðuneytinu hafa engir fundir verið haldnir þar eða með ráðherra vegna málsins og Samgöngustofa vildi hvorki játa því né neita að fundarhöld hefðu átt sér stað. Isavia staðfesti hins vegar að fundur hafi verið haldinn með kaupanda þrotabúsins fyrir helgi þar sem aðilar kynntu sig fyrir hvor öðrum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að félagið muni kynni fyrirætlanir sínar með WOW air á næstunni, jafnvel í þessari viku.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00 Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30 Bandarísku kaupendurnir þyrftu einhvern með sér í lið Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. 13. júlí 2019 13:00 Kaupendurnir sett sig í samband við einhverja af lykilstarfsmönnum WOW air Undirbúningur stendur yfir fyrir formleg fundarhöld með Samgöngustofu og Isavia seinna í vikunni að sögn lögmanns bandaríska fyrirtækisins sem hyggst endurvekja WOW air. 15. júlí 2019 12:00 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00
Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15
Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30
Bandarísku kaupendurnir þyrftu einhvern með sér í lið Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. 13. júlí 2019 13:00
Kaupendurnir sett sig í samband við einhverja af lykilstarfsmönnum WOW air Undirbúningur stendur yfir fyrir formleg fundarhöld með Samgöngustofu og Isavia seinna í vikunni að sögn lögmanns bandaríska fyrirtækisins sem hyggst endurvekja WOW air. 15. júlí 2019 12:00