Opið bréf til heilbrigðisráðherra Reynir Guðmundsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Undirritaður skrifar þetta opna bréf til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til að vekja athygli á því alvarlega ástandi sem hefur skapast á hjarta – og lungnadeild Landspítalans við Hringbraut. Á dögunum fengu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og allir þingmenn sama bréf frá undirrituðum. Nokkrir þingmenn hafa séð sér fært að svara bréfinu en enn hefur enginn ráðherra séð sér fært að svara bréfinu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá hefur staðan á deildinni sjaldan verið jafn alvarleg og hún er núna. Undirritaður er sjúklingur á hjarta- og lungnadeild Landspítala við Hringbraut og hefur þegar þetta er skrifað beðið í margar vikur eftir hjartaaðgerð eða frá því í byrjun júní. Undirritaður hefur verið kominn með aðgerðardag en aðgerð hefur verið frestað. Þetta er ítrekað að gerast og er farið að hafa mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu undirritaðs og jafnframt á aðstandendur sem hafa óneitanlega áhyggjur af ástandinu. Ástæður þess að aðgerðinni hefur ítrekað verið frestað í margar vikur er vegna þess að gjörgæslan getur ekki tekið við undirrituðum að aðgerð lokinni. Bæði vegna þess að fá rúm eru á gjörgæslunni og því miður er staðan sú að þau eru sífellt í notkun. Auk þessa er skortur á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, m.a. vegna sumarleyfa. Aðgerð undirritaðs er þess eðlis að nauðsynlegt er að undirritaður fái umönnun á gjörgæslu að henni lokinni. Það sama á við fjóra aðra sjúklinga deildarinnar og er því undirritaður ekki einn í þessum aðstæðum. Undirritaður hefur átt samtal við frábært fagfólk deildarinnar og velt þessari stöðu fyrir sér. Í þessum samtölum hefur það komið fram frá fagfólki að rúm á gjörgæslu séu eingöngu helmingur af því sem þau ættu að vera miðað við þann fólksfjölda sem býr á Íslandi. Samkvæmt fagfólki þá er ekki tekið tillit til þess fjölda ferðamanna sem er í landinu hverju sinni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá eru rýmin á gjörgæslunni við Hringbraut einungis sex talsins og undirritaður veit nú þegar um fimm einstaklinga, bara á hjarta- og lungnadeild sem bíða eftir aðgerð og þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild að henni lokinni. Þessi staða er með öllu ólíðandi og hættuleg svo ekki sé talað um þau samfélagslegu áhrif sem hún hefur. Hvað kostar það samfélagið að hafa fimm einstaklinga í biðstöðu inni á lungna- og hjartadeild, menn sem gætu verið í vinnu og skilað sínu til samfélagsins? Undirritaður óskar þess að heilbrigðisráðherra fari vel yfir þá alvarlegu stöðu sem hefur skapast og upplýsi velferðarnefnd Alþingis og þingheim allan um hvernig bregðast eigi við stöðu sem þessari. Hvernig á að tryggja öryggi fólks sem bíður eftir aðgerðum og bregðast við ef slys verða á fólki sem þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild? Undirritaður skrifar þetta bréf í von um að erindi þess verði tekið til greina. Fyrir hönd þeirra sjúklinga sem liggja inni á lungna- og hjartadeild Landspítala við Hringbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Undirritaður skrifar þetta opna bréf til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til að vekja athygli á því alvarlega ástandi sem hefur skapast á hjarta – og lungnadeild Landspítalans við Hringbraut. Á dögunum fengu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og allir þingmenn sama bréf frá undirrituðum. Nokkrir þingmenn hafa séð sér fært að svara bréfinu en enn hefur enginn ráðherra séð sér fært að svara bréfinu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá hefur staðan á deildinni sjaldan verið jafn alvarleg og hún er núna. Undirritaður er sjúklingur á hjarta- og lungnadeild Landspítala við Hringbraut og hefur þegar þetta er skrifað beðið í margar vikur eftir hjartaaðgerð eða frá því í byrjun júní. Undirritaður hefur verið kominn með aðgerðardag en aðgerð hefur verið frestað. Þetta er ítrekað að gerast og er farið að hafa mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu undirritaðs og jafnframt á aðstandendur sem hafa óneitanlega áhyggjur af ástandinu. Ástæður þess að aðgerðinni hefur ítrekað verið frestað í margar vikur er vegna þess að gjörgæslan getur ekki tekið við undirrituðum að aðgerð lokinni. Bæði vegna þess að fá rúm eru á gjörgæslunni og því miður er staðan sú að þau eru sífellt í notkun. Auk þessa er skortur á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, m.a. vegna sumarleyfa. Aðgerð undirritaðs er þess eðlis að nauðsynlegt er að undirritaður fái umönnun á gjörgæslu að henni lokinni. Það sama á við fjóra aðra sjúklinga deildarinnar og er því undirritaður ekki einn í þessum aðstæðum. Undirritaður hefur átt samtal við frábært fagfólk deildarinnar og velt þessari stöðu fyrir sér. Í þessum samtölum hefur það komið fram frá fagfólki að rúm á gjörgæslu séu eingöngu helmingur af því sem þau ættu að vera miðað við þann fólksfjölda sem býr á Íslandi. Samkvæmt fagfólki þá er ekki tekið tillit til þess fjölda ferðamanna sem er í landinu hverju sinni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá eru rýmin á gjörgæslunni við Hringbraut einungis sex talsins og undirritaður veit nú þegar um fimm einstaklinga, bara á hjarta- og lungnadeild sem bíða eftir aðgerð og þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild að henni lokinni. Þessi staða er með öllu ólíðandi og hættuleg svo ekki sé talað um þau samfélagslegu áhrif sem hún hefur. Hvað kostar það samfélagið að hafa fimm einstaklinga í biðstöðu inni á lungna- og hjartadeild, menn sem gætu verið í vinnu og skilað sínu til samfélagsins? Undirritaður óskar þess að heilbrigðisráðherra fari vel yfir þá alvarlegu stöðu sem hefur skapast og upplýsi velferðarnefnd Alþingis og þingheim allan um hvernig bregðast eigi við stöðu sem þessari. Hvernig á að tryggja öryggi fólks sem bíður eftir aðgerðum og bregðast við ef slys verða á fólki sem þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild? Undirritaður skrifar þetta bréf í von um að erindi þess verði tekið til greina. Fyrir hönd þeirra sjúklinga sem liggja inni á lungna- og hjartadeild Landspítala við Hringbraut.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar