„Slátrarinn í Beijing“ látinn Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 13:07 Li Peng á landsfundi Kommúnistaflokks Kína árið 2017. Vísir/EPA Li Peng, fyrrverandi forsætisráðherra Kína, er látinn, níræður að aldri. Hans er helst minnst fyrir að hafa lýst yfir herlögum og látið hermenn stráfella mótmælendur á Torgi hins himneska friðar fyrir þrjátíu árum. Ríkisfjölmiðill Kína greindi frá andláti Li í dag og sagði hann hafa látist af völdum veikinda í gærkvöldi. Li gegndi ýmsum háum embættum fyrir Kommúnistaflokkinn á 9. og 10. áratugnum. Hann var forsætisráðherra þegar mótmælendur kröfðust lýðræðis á Torgi hins himneska friðar í apríl árið 1989 og hermenn drápu hundruð óvopnaðra óbreyttra borgara. Kínversk stjórnvöld hafa þaggað fjöldamorðið niður allar götur síðan og aldrei gefið upp tölu yfir hversu margir féllu. Mannréttindasamtök telja þá skipta hundruðum, jafnvel þúsundum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Vegna fjöldamorðsins, sem Li sagði „nauðsynlegt“, var hann nefndur „slátrarinn í Beijing“. Ríkisfréttastofan Xinhua sagði Li hafa gripið til „einbeittra aðgerða til að stöðva óróann og kveða niður ofbeldi gegn byltingunni“ í mótmælunum á torginu. Mótmælin á Torgi hins himneska friðar voru þau stærstu í tíð kommúnistastjórnar Kína og stóðu þau yfir í sex vikur. Að kvöldi 3. júní fóru skriðdrekar ríkisstjórnarinnar inn á torgið og hermenn hófu skothríð á mótmælendur. Fjöldi mótmælenda féll eða særðist. „Li Peng var slátrarinn í fjöldamorðinu 4. Júní og þannig ætti heimurinn og sagan að minnast hans. Vonandi einnig í kennslubókum í Kína einn daginn,“ segir Wu‘er Kaixi, einn leiðtoga mótmælanna, sem er nú í útlegð við BBC. Andlát Kína Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Li Peng, fyrrverandi forsætisráðherra Kína, er látinn, níræður að aldri. Hans er helst minnst fyrir að hafa lýst yfir herlögum og látið hermenn stráfella mótmælendur á Torgi hins himneska friðar fyrir þrjátíu árum. Ríkisfjölmiðill Kína greindi frá andláti Li í dag og sagði hann hafa látist af völdum veikinda í gærkvöldi. Li gegndi ýmsum háum embættum fyrir Kommúnistaflokkinn á 9. og 10. áratugnum. Hann var forsætisráðherra þegar mótmælendur kröfðust lýðræðis á Torgi hins himneska friðar í apríl árið 1989 og hermenn drápu hundruð óvopnaðra óbreyttra borgara. Kínversk stjórnvöld hafa þaggað fjöldamorðið niður allar götur síðan og aldrei gefið upp tölu yfir hversu margir féllu. Mannréttindasamtök telja þá skipta hundruðum, jafnvel þúsundum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Vegna fjöldamorðsins, sem Li sagði „nauðsynlegt“, var hann nefndur „slátrarinn í Beijing“. Ríkisfréttastofan Xinhua sagði Li hafa gripið til „einbeittra aðgerða til að stöðva óróann og kveða niður ofbeldi gegn byltingunni“ í mótmælunum á torginu. Mótmælin á Torgi hins himneska friðar voru þau stærstu í tíð kommúnistastjórnar Kína og stóðu þau yfir í sex vikur. Að kvöldi 3. júní fóru skriðdrekar ríkisstjórnarinnar inn á torgið og hermenn hófu skothríð á mótmælendur. Fjöldi mótmælenda féll eða særðist. „Li Peng var slátrarinn í fjöldamorðinu 4. Júní og þannig ætti heimurinn og sagan að minnast hans. Vonandi einnig í kennslubókum í Kína einn daginn,“ segir Wu‘er Kaixi, einn leiðtoga mótmælanna, sem er nú í útlegð við BBC.
Andlát Kína Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira