Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2019 16:21 Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. vísir/ap Í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Bretlands hét Boris Johnson því að Bretland færi úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. Hann sagðist vilja nýjan útgöngusamning en það væri þó heilbrigð skynsemi að búa sig undir þá niðurstöðu að yfirgefa ESB án samnings. Johnson sagðist vera meðvitaður um háværar gagnrýnisraddir. Síðustu þrjú ár hafi fólk bæði innan og utan Bretlands efast um að stjórnvöld gætu framfylgt vilja þjóðarinnar og farið eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit. Johnson sagði að gagnrýnendurnir hefðu allir rangt fyrir sér því það væri alveg á hreinu að Bretland fari úr sambandinu í haust, „og ekkert múður“. Þannig sagðist hann ætla að endurreisa tiltrú fólks á lýðræðinu. Johnson sagðist skilja fullvel að breska þjóðin hefði fengið sig fullsadda af því að bíða. Nú væri kominn tími á aðgerðir. Hann myndi tryggja að breska þjóðin fengi loksins þá ríkisstjórn sem hún ætti skilið. Viðhorfsbreytingar væri þörf í umræðunni um Brexit. Nú dygði ekki lengur að einblína á þær hættur sem gætu skapast með Brexit heldur væri tími til kominn að virða fyrir sér öll tækifæri sem fylgdu því að fara úr sambandinu.Johnson hélt sitt fyrsta ávarp sem forsætisráðherra Bretlands í dag.Vísir/apJohnson hélt sínu fyrstu ræðu sem forsætisráðherra fyrir framan Downingsstræti 10 eftir að hafa fengið formlegt umboð til að mynda ríkisstjórn frá drottningunni. Bílalest forsætisráðherrans þurfti að leggja lykkju á leið sína til Buckinghamhallar því meðlimir Greenpeace samtakanna höfðu komið sér fyrir á miðjum vegi til að hindra för Johnsons í mótmælaskyni. Það sem vakti helst athygli í ræðu Johnsons fyrir utan loforð um útgöngu úr ESB í haust er heilmikil útgjaldaaukning ríkissjóðs. Þannig lofaði hann að fjölga lögreglufulltrúum á götum Bretlands um 25.000 til að tryggja öryggi borgaranna. Þá lofaði hann auknum fjármunum til heilsugæslu, menntakerfisins og félagslega kerfisins. „Ég mun persónulega taka ábyrgð á þeim breytingum sem ég vil sjá verð að veruleika.“ Johnson vill styrkja samband Englands, Wales, Skotland og Norður-Írlands sem hann kallar „frábæru fjórmenningana“. Hann segir að heimsbyggðin horfi aðdáunaraugum á hugvitssemi og húmor Stóra-Bretlands. Breskir háskólar, vísindamenn, herlið, diplómasíu og frammistaða í jafnréttismálum vaki athygli út fyrir landsteinana.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á ávarp forsætisráðherrans í heild sinni. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Tilkynnt hver verður forsætisráðherra Bretlands í dag Valið stendur á millli núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands. 23. júlí 2019 07:22 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Bretlands hét Boris Johnson því að Bretland færi úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. Hann sagðist vilja nýjan útgöngusamning en það væri þó heilbrigð skynsemi að búa sig undir þá niðurstöðu að yfirgefa ESB án samnings. Johnson sagðist vera meðvitaður um háværar gagnrýnisraddir. Síðustu þrjú ár hafi fólk bæði innan og utan Bretlands efast um að stjórnvöld gætu framfylgt vilja þjóðarinnar og farið eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit. Johnson sagði að gagnrýnendurnir hefðu allir rangt fyrir sér því það væri alveg á hreinu að Bretland fari úr sambandinu í haust, „og ekkert múður“. Þannig sagðist hann ætla að endurreisa tiltrú fólks á lýðræðinu. Johnson sagðist skilja fullvel að breska þjóðin hefði fengið sig fullsadda af því að bíða. Nú væri kominn tími á aðgerðir. Hann myndi tryggja að breska þjóðin fengi loksins þá ríkisstjórn sem hún ætti skilið. Viðhorfsbreytingar væri þörf í umræðunni um Brexit. Nú dygði ekki lengur að einblína á þær hættur sem gætu skapast með Brexit heldur væri tími til kominn að virða fyrir sér öll tækifæri sem fylgdu því að fara úr sambandinu.Johnson hélt sitt fyrsta ávarp sem forsætisráðherra Bretlands í dag.Vísir/apJohnson hélt sínu fyrstu ræðu sem forsætisráðherra fyrir framan Downingsstræti 10 eftir að hafa fengið formlegt umboð til að mynda ríkisstjórn frá drottningunni. Bílalest forsætisráðherrans þurfti að leggja lykkju á leið sína til Buckinghamhallar því meðlimir Greenpeace samtakanna höfðu komið sér fyrir á miðjum vegi til að hindra för Johnsons í mótmælaskyni. Það sem vakti helst athygli í ræðu Johnsons fyrir utan loforð um útgöngu úr ESB í haust er heilmikil útgjaldaaukning ríkissjóðs. Þannig lofaði hann að fjölga lögreglufulltrúum á götum Bretlands um 25.000 til að tryggja öryggi borgaranna. Þá lofaði hann auknum fjármunum til heilsugæslu, menntakerfisins og félagslega kerfisins. „Ég mun persónulega taka ábyrgð á þeim breytingum sem ég vil sjá verð að veruleika.“ Johnson vill styrkja samband Englands, Wales, Skotland og Norður-Írlands sem hann kallar „frábæru fjórmenningana“. Hann segir að heimsbyggðin horfi aðdáunaraugum á hugvitssemi og húmor Stóra-Bretlands. Breskir háskólar, vísindamenn, herlið, diplómasíu og frammistaða í jafnréttismálum vaki athygli út fyrir landsteinana.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á ávarp forsætisráðherrans í heild sinni.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Tilkynnt hver verður forsætisráðherra Bretlands í dag Valið stendur á millli núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands. 23. júlí 2019 07:22 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51
Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00
Tilkynnt hver verður forsætisráðherra Bretlands í dag Valið stendur á millli núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands. 23. júlí 2019 07:22
Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22
Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09