Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2019 07:45 Boris Johnson er nú orðinn leiðtogi stærsta flokksins á breska þinginu. Með sigri hans aukast líkurnar á samningslausri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu talsvert. Nordicphotos/AFP Boris Johnson er orðinn forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins. Hreyfing harðlínumanna í Evrópumálum, það er að segja þeirra sem harðastir eru í andstöðunni við Evrópusamstarfið, hefur þar með orðið ofan á í stríðinu um flokkinn. Að minnsta kosti í bili. Johnson hefur lofað því margoft að Bretar muni ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október. Ekki standi til að fresta útgöngu aftur, líkt og gert hefur verið vegna þess hve illa hefur gengið að koma útgöngusamningi ríkisstjórnar Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra, í gegnum þingið. Þetta þýðir að Johnson er meira en tilbúinn til þess að ganga út samningslaust, þvert gegn vilja breska þingsins. Vitaskuld mun Johnson reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið. Fá breytt atriðum er til að mynda varða fyrirkomulag landamæravörslu á milli Írlands og Norður-Írlands. Þessi leið er ekki líkleg til að bera árangur ef marka má orð toppa ESB, sem ítrekað hafa lýst því yfir að ekki standi til boða að semja upp á nýtt.Öfgar Samningslaus útganga er harðasta mögulega afstaða í Brexit-málinu. Segja má að með yfirburðasigri Johnsons í leiðtogakjörinu hafi Íhaldsflokkurinn því í raun lýst sig öfgaflokk í málinu. Vissulega er samningslaus útganga ekki yfirlýst stefna Johnson-stjórnarinnar. Hún hafnar hins vegar ekki möguleikanum, öfugt við þingið og flesta aðra flokka. Þessi öfgaafstaða í Brexit-málinu nær einnig til flokksmanna, líkt og sjá mátti á niðurstöðum könnunar sem YouGov gerði í síðasta mánuði. Sagðist þar meirihluti flokksmanna frekar vilja að Skotar eða Norður-Írar fengju sjálfstæði, breska hagkerfið bæri mikinn skaða eða Íhaldsflokkurinn leystist upp svo lengi sem það þýddi að Brexit gengi í gegn. Eina niðurstaðan sem þótti óboðleg var að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, yrði forsætisráðherra. Löng vegferð Evrópusinnar hafa ráðið ríkjum innan Íhaldsflokksins lengi. Eða að minnsta kosti leiðtogar sem ekki voru eindregið á þeirri línu að Bretland skyldi ganga út hvað sem tautaði og raulaði. Yfirtaka Evrópuandstæðinga hefur tekið töluverðan tíma og á þessi nýjasta og stærsta alda hreyfingarinnar rætur í því þegar David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu fyrir kosningarnar árið 2015 til þess að reyna að verjast sókn þjóðernishyggjuflokksins UKIP. Cameron var sjálfur andvígur útgöngu og beitti sér fyrir áframhaldandi aðild í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Það gerði Theresa May líka sem og Jeremy Hunt, sá sem Johnson vann í leiðtogakjörinu. En jafnvel þótt Bretar hafi valið að ganga út og Cameron sagt af sér tók Evrópusinninn May við stjórnartaumunum. Hún lofaði því vissulega að virða ákvörðunina sem tekin var í þjóðaratkvæðagreiðslunni en var, að minnsta kosti fyrir atkvæðagreiðslu, Evrópusinni. Brexit-flokkurinn May gekk ekki vel með útgöngumálið. Óvíst er hvort nokkur hefði staðið sig mun betur. Hins vegar er staðreyndin sú að breska þingið hafnaði samningi May-stjórnarinnar um útgöngu í þrígang, með metfjölda atkvæða, og fresta þurfti Brexit. Breska þjóðin er og var, samkvæmt könnunum, óánægð með samninginn og það hvernig May hefur haldið á málum. Þessi óánægja er stór þáttur í velgengni hins nýstofnaða Brexit-flokks, sem harðlínumaðurinn Nigel Farage leiðir. Flokkurinn mælist stór, jafnvel stærri en Íhaldsflokkurinn, í könnunum og vann mikinn sigur í Evrópuþingkosningum maímánaðar. Fékk 30,5 prósent atkvæða á meðan Íhaldsflokkurinn galt afhroð og fékk 8,8 prósent en hafði 23,9 prósent. Með kjöri Johnsons reynir Íhaldsflokkurinn að svara þessum uppgangi Brexit-flokksins. Ef Johnson tekst að koma Bretum út úr Evrópusambandinu á útgöngudag, jafnvel þvert gegn vilja þingsins, má búast við því að hörðustu Evrópuandstæðingar standi með flokknum og flýi ekki til Farage og félaga. Evrópusinnarnir, sem eru ófáir, gætu hins vegar horft til Frjálslyndra demókrata eða annarra flokka. Næstu skref Þeir viðmælendur og stjórnmálaskýrendur sem Financial Times ræddi við eru á þeirri skoðun að Johnson ætli sér að knýja fram nýjar kosningar. „Margir skýrendur eru á þeirri skoðun að Johnson hafi sett markið svo hátt fyrir viðræður vegna þess að hann ætlar að leggja línurnar að haustkosningum,“ skrifaði James Blitz og bætti við: „Markmiðið er nokkuð gegnsætt. Hann þrýstir á að drepa May-samninginn algjörlega og vill að Brussel hafni honum. Hann mun svo þrýsta á samningslausa útgöngu en þingið mun hafna því. Þá fer hann til þjóðarinnar og segir að allir séu að hindra störf sín. Hann sé sá eini sem getur framfylgt vilja þjóðarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Bretar með aulahroll vegna forsíðu the Sun: „Er mögulegt að land geti dáið úr vandræðalegheitum?“ Ritstjórn The Sun ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og komu tveimur stærstu fréttum vikunnar fyrir á einni forsíðu með aðstoð myndvinnslu. 26. júlí 2019 14:11 Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Boris Johnson er orðinn forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins. Hreyfing harðlínumanna í Evrópumálum, það er að segja þeirra sem harðastir eru í andstöðunni við Evrópusamstarfið, hefur þar með orðið ofan á í stríðinu um flokkinn. Að minnsta kosti í bili. Johnson hefur lofað því margoft að Bretar muni ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október. Ekki standi til að fresta útgöngu aftur, líkt og gert hefur verið vegna þess hve illa hefur gengið að koma útgöngusamningi ríkisstjórnar Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra, í gegnum þingið. Þetta þýðir að Johnson er meira en tilbúinn til þess að ganga út samningslaust, þvert gegn vilja breska þingsins. Vitaskuld mun Johnson reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið. Fá breytt atriðum er til að mynda varða fyrirkomulag landamæravörslu á milli Írlands og Norður-Írlands. Þessi leið er ekki líkleg til að bera árangur ef marka má orð toppa ESB, sem ítrekað hafa lýst því yfir að ekki standi til boða að semja upp á nýtt.Öfgar Samningslaus útganga er harðasta mögulega afstaða í Brexit-málinu. Segja má að með yfirburðasigri Johnsons í leiðtogakjörinu hafi Íhaldsflokkurinn því í raun lýst sig öfgaflokk í málinu. Vissulega er samningslaus útganga ekki yfirlýst stefna Johnson-stjórnarinnar. Hún hafnar hins vegar ekki möguleikanum, öfugt við þingið og flesta aðra flokka. Þessi öfgaafstaða í Brexit-málinu nær einnig til flokksmanna, líkt og sjá mátti á niðurstöðum könnunar sem YouGov gerði í síðasta mánuði. Sagðist þar meirihluti flokksmanna frekar vilja að Skotar eða Norður-Írar fengju sjálfstæði, breska hagkerfið bæri mikinn skaða eða Íhaldsflokkurinn leystist upp svo lengi sem það þýddi að Brexit gengi í gegn. Eina niðurstaðan sem þótti óboðleg var að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, yrði forsætisráðherra. Löng vegferð Evrópusinnar hafa ráðið ríkjum innan Íhaldsflokksins lengi. Eða að minnsta kosti leiðtogar sem ekki voru eindregið á þeirri línu að Bretland skyldi ganga út hvað sem tautaði og raulaði. Yfirtaka Evrópuandstæðinga hefur tekið töluverðan tíma og á þessi nýjasta og stærsta alda hreyfingarinnar rætur í því þegar David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu fyrir kosningarnar árið 2015 til þess að reyna að verjast sókn þjóðernishyggjuflokksins UKIP. Cameron var sjálfur andvígur útgöngu og beitti sér fyrir áframhaldandi aðild í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Það gerði Theresa May líka sem og Jeremy Hunt, sá sem Johnson vann í leiðtogakjörinu. En jafnvel þótt Bretar hafi valið að ganga út og Cameron sagt af sér tók Evrópusinninn May við stjórnartaumunum. Hún lofaði því vissulega að virða ákvörðunina sem tekin var í þjóðaratkvæðagreiðslunni en var, að minnsta kosti fyrir atkvæðagreiðslu, Evrópusinni. Brexit-flokkurinn May gekk ekki vel með útgöngumálið. Óvíst er hvort nokkur hefði staðið sig mun betur. Hins vegar er staðreyndin sú að breska þingið hafnaði samningi May-stjórnarinnar um útgöngu í þrígang, með metfjölda atkvæða, og fresta þurfti Brexit. Breska þjóðin er og var, samkvæmt könnunum, óánægð með samninginn og það hvernig May hefur haldið á málum. Þessi óánægja er stór þáttur í velgengni hins nýstofnaða Brexit-flokks, sem harðlínumaðurinn Nigel Farage leiðir. Flokkurinn mælist stór, jafnvel stærri en Íhaldsflokkurinn, í könnunum og vann mikinn sigur í Evrópuþingkosningum maímánaðar. Fékk 30,5 prósent atkvæða á meðan Íhaldsflokkurinn galt afhroð og fékk 8,8 prósent en hafði 23,9 prósent. Með kjöri Johnsons reynir Íhaldsflokkurinn að svara þessum uppgangi Brexit-flokksins. Ef Johnson tekst að koma Bretum út úr Evrópusambandinu á útgöngudag, jafnvel þvert gegn vilja þingsins, má búast við því að hörðustu Evrópuandstæðingar standi með flokknum og flýi ekki til Farage og félaga. Evrópusinnarnir, sem eru ófáir, gætu hins vegar horft til Frjálslyndra demókrata eða annarra flokka. Næstu skref Þeir viðmælendur og stjórnmálaskýrendur sem Financial Times ræddi við eru á þeirri skoðun að Johnson ætli sér að knýja fram nýjar kosningar. „Margir skýrendur eru á þeirri skoðun að Johnson hafi sett markið svo hátt fyrir viðræður vegna þess að hann ætlar að leggja línurnar að haustkosningum,“ skrifaði James Blitz og bætti við: „Markmiðið er nokkuð gegnsætt. Hann þrýstir á að drepa May-samninginn algjörlega og vill að Brussel hafni honum. Hann mun svo þrýsta á samningslausa útgöngu en þingið mun hafna því. Þá fer hann til þjóðarinnar og segir að allir séu að hindra störf sín. Hann sé sá eini sem getur framfylgt vilja þjóðarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Bretar með aulahroll vegna forsíðu the Sun: „Er mögulegt að land geti dáið úr vandræðalegheitum?“ Ritstjórn The Sun ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og komu tveimur stærstu fréttum vikunnar fyrir á einni forsíðu með aðstoð myndvinnslu. 26. júlí 2019 14:11 Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Bretar með aulahroll vegna forsíðu the Sun: „Er mögulegt að land geti dáið úr vandræðalegheitum?“ Ritstjórn The Sun ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og komu tveimur stærstu fréttum vikunnar fyrir á einni forsíðu með aðstoð myndvinnslu. 26. júlí 2019 14:11
Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55
Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46