Villt tígrisdýr á Indlandi tvöfalt fleiri en 2014 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2019 10:50 Villtum tígrisdýrum hefur fjölgað verulega frá því árið 2014 á Indlandi og nema nú um 3 þúsund dýrum. getty/Sergei Chuzavkov Indverski tígrisdýrastofninn hefur stækkað og eru næstum 3.000 tígrisdýr á Indlandi, sem gerir landið það eitt öruggasta búsvæði fyrir dýrin sem eru í útrýmingarhættu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, birti tölur um fjölda dýranna árið 2018 á mánudag og sagði það „sögulegt afrek“ fyrir Indland þar sem stofninn hafði dvínað niður í aðeins 1.400 dýr fyrir um 15 árum síðan. Tígrisdýr eru talin á Indlandi á fjögurra ára fresti og segir Prakash Javadekar, umhverfisráðherra landsins, að dýrin hafi verið 2.226 talsins árið 2014. Tígrisdýrið er þjóðardýr Indlands og er stofn tígrisdýra í útrýmingarhættu samkvæmt náttúruverndunarlögum landsins. Átök milli manna og tígrisdýra hafa aukist verulega síðan á áttunda áratugnum, þegar Indland setti á laggirnar verndunarátak fyrir tígrisdýr þar sem vernduð svæði í þjóðgörðum voru tileinkuð dýrunum og það varð glæpur að drepa þau.Hvítur Bengal tígur.getty/Steve Winter„Með því að ná stofninum upp í um þrjú þúsund dýr er Indland orðið eitt stærsta og öruggasta búsvæðisvæði fyrir þau í heiminum,“ sagði Modi og hrósaði öllum þeim sem ættu hlut í að vernda dýrin í landinu. „Fyrir níu árum síðan var ákveðið á fundi í Sankti Pétursborg í Rússlandi að markmiðið væri að tvöfalda tígrisdýrastofninn árið 2022. Við á Indlandi náðum því markmiði fjórum árum fyrr en áætlað var,“ sagði hann. Hann sagði einnig að vernduð svæði væru orðin 860 en árið 2014 voru þau 692. Einnig hafi friðuðum svæðum í einkaeign fjölgað úr 43 í 100 frá árinu 2014. Belinda Wright, stofnandi Verndunarsamtaka náttúrulífs á Indlandi (Wildlife Protection Society of India) sagði að Indland ætti að vera stolt af árangri sínum þar sem þessi nýjasta rannsókn væri mun viðameiri og nákvæmari en fyrri rannsóknir.Hjörð indverskra fíla úti í náttúrunni.getty/Oleksandr Rupeta„Við eigum enn langt í land til að tryggja framtíð villtra tígrisdýra,“ sagði hún og bætti við að átök á milli tígrisdýra og manna væri eitt stærsta vandamál verndunaraðgerða vegna þess að íbúafjöldi Indlands væri svo mikill. Átökin á milli dýralífs, sem orsakast af minnkandi skógum og gresjum, og manna eru banvæn. Upplýsingar frá yfirvöldum sýna að á hverjum degi deyi einn einstaklingur vegna tígrisdýra eða fíla. Í síðustu viku eltu nokkrir þorpsbúar uppi tígrisynju og drápu hana með prikum, eftir að hún drap konu sem vann á bóndabæ í Khiri þorpinu á norður Indlandi. Svæðið er hluti af Pilibhit tígrisdýragarðinum, sagði Vivek Tiwari, skógarvörður. Tiwari sagði að lögreglan hafi handtekið fjóra þorpsbúa. Svæðið er nærri 350 km. austur af Nýju Delí. Wright sagði að yfirvöld ættu ekki að Slaka á verndunaraðgerðum og ættu að forðast „stór línuleg inngrip, þar á meðal vegi, lestarteina, rafmagnslínur og skurði í gegn um vernduð svæði þar sem það gæti aukið tíðni átaka á milli tígrisdýra og manna.“ Fílar og tígrisdýr Indlands eru meðal þeirra dýra sem mest eru veidd í landinu. Bein og skögultennur þeirra eru eftirsótt og seld á svarta markaðnum til notkunar í kínverskum lækningum. Fílar eru einnig í hættu vegna lesta á ferð. Dýr Indland Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Indverski tígrisdýrastofninn hefur stækkað og eru næstum 3.000 tígrisdýr á Indlandi, sem gerir landið það eitt öruggasta búsvæði fyrir dýrin sem eru í útrýmingarhættu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, birti tölur um fjölda dýranna árið 2018 á mánudag og sagði það „sögulegt afrek“ fyrir Indland þar sem stofninn hafði dvínað niður í aðeins 1.400 dýr fyrir um 15 árum síðan. Tígrisdýr eru talin á Indlandi á fjögurra ára fresti og segir Prakash Javadekar, umhverfisráðherra landsins, að dýrin hafi verið 2.226 talsins árið 2014. Tígrisdýrið er þjóðardýr Indlands og er stofn tígrisdýra í útrýmingarhættu samkvæmt náttúruverndunarlögum landsins. Átök milli manna og tígrisdýra hafa aukist verulega síðan á áttunda áratugnum, þegar Indland setti á laggirnar verndunarátak fyrir tígrisdýr þar sem vernduð svæði í þjóðgörðum voru tileinkuð dýrunum og það varð glæpur að drepa þau.Hvítur Bengal tígur.getty/Steve Winter„Með því að ná stofninum upp í um þrjú þúsund dýr er Indland orðið eitt stærsta og öruggasta búsvæðisvæði fyrir þau í heiminum,“ sagði Modi og hrósaði öllum þeim sem ættu hlut í að vernda dýrin í landinu. „Fyrir níu árum síðan var ákveðið á fundi í Sankti Pétursborg í Rússlandi að markmiðið væri að tvöfalda tígrisdýrastofninn árið 2022. Við á Indlandi náðum því markmiði fjórum árum fyrr en áætlað var,“ sagði hann. Hann sagði einnig að vernduð svæði væru orðin 860 en árið 2014 voru þau 692. Einnig hafi friðuðum svæðum í einkaeign fjölgað úr 43 í 100 frá árinu 2014. Belinda Wright, stofnandi Verndunarsamtaka náttúrulífs á Indlandi (Wildlife Protection Society of India) sagði að Indland ætti að vera stolt af árangri sínum þar sem þessi nýjasta rannsókn væri mun viðameiri og nákvæmari en fyrri rannsóknir.Hjörð indverskra fíla úti í náttúrunni.getty/Oleksandr Rupeta„Við eigum enn langt í land til að tryggja framtíð villtra tígrisdýra,“ sagði hún og bætti við að átök á milli tígrisdýra og manna væri eitt stærsta vandamál verndunaraðgerða vegna þess að íbúafjöldi Indlands væri svo mikill. Átökin á milli dýralífs, sem orsakast af minnkandi skógum og gresjum, og manna eru banvæn. Upplýsingar frá yfirvöldum sýna að á hverjum degi deyi einn einstaklingur vegna tígrisdýra eða fíla. Í síðustu viku eltu nokkrir þorpsbúar uppi tígrisynju og drápu hana með prikum, eftir að hún drap konu sem vann á bóndabæ í Khiri þorpinu á norður Indlandi. Svæðið er hluti af Pilibhit tígrisdýragarðinum, sagði Vivek Tiwari, skógarvörður. Tiwari sagði að lögreglan hafi handtekið fjóra þorpsbúa. Svæðið er nærri 350 km. austur af Nýju Delí. Wright sagði að yfirvöld ættu ekki að Slaka á verndunaraðgerðum og ættu að forðast „stór línuleg inngrip, þar á meðal vegi, lestarteina, rafmagnslínur og skurði í gegn um vernduð svæði þar sem það gæti aukið tíðni átaka á milli tígrisdýra og manna.“ Fílar og tígrisdýr Indlands eru meðal þeirra dýra sem mest eru veidd í landinu. Bein og skögultennur þeirra eru eftirsótt og seld á svarta markaðnum til notkunar í kínverskum lækningum. Fílar eru einnig í hættu vegna lesta á ferð.
Dýr Indland Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira