Villt tígrisdýr á Indlandi tvöfalt fleiri en 2014 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2019 10:50 Villtum tígrisdýrum hefur fjölgað verulega frá því árið 2014 á Indlandi og nema nú um 3 þúsund dýrum. getty/Sergei Chuzavkov Indverski tígrisdýrastofninn hefur stækkað og eru næstum 3.000 tígrisdýr á Indlandi, sem gerir landið það eitt öruggasta búsvæði fyrir dýrin sem eru í útrýmingarhættu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, birti tölur um fjölda dýranna árið 2018 á mánudag og sagði það „sögulegt afrek“ fyrir Indland þar sem stofninn hafði dvínað niður í aðeins 1.400 dýr fyrir um 15 árum síðan. Tígrisdýr eru talin á Indlandi á fjögurra ára fresti og segir Prakash Javadekar, umhverfisráðherra landsins, að dýrin hafi verið 2.226 talsins árið 2014. Tígrisdýrið er þjóðardýr Indlands og er stofn tígrisdýra í útrýmingarhættu samkvæmt náttúruverndunarlögum landsins. Átök milli manna og tígrisdýra hafa aukist verulega síðan á áttunda áratugnum, þegar Indland setti á laggirnar verndunarátak fyrir tígrisdýr þar sem vernduð svæði í þjóðgörðum voru tileinkuð dýrunum og það varð glæpur að drepa þau.Hvítur Bengal tígur.getty/Steve Winter„Með því að ná stofninum upp í um þrjú þúsund dýr er Indland orðið eitt stærsta og öruggasta búsvæðisvæði fyrir þau í heiminum,“ sagði Modi og hrósaði öllum þeim sem ættu hlut í að vernda dýrin í landinu. „Fyrir níu árum síðan var ákveðið á fundi í Sankti Pétursborg í Rússlandi að markmiðið væri að tvöfalda tígrisdýrastofninn árið 2022. Við á Indlandi náðum því markmiði fjórum árum fyrr en áætlað var,“ sagði hann. Hann sagði einnig að vernduð svæði væru orðin 860 en árið 2014 voru þau 692. Einnig hafi friðuðum svæðum í einkaeign fjölgað úr 43 í 100 frá árinu 2014. Belinda Wright, stofnandi Verndunarsamtaka náttúrulífs á Indlandi (Wildlife Protection Society of India) sagði að Indland ætti að vera stolt af árangri sínum þar sem þessi nýjasta rannsókn væri mun viðameiri og nákvæmari en fyrri rannsóknir.Hjörð indverskra fíla úti í náttúrunni.getty/Oleksandr Rupeta„Við eigum enn langt í land til að tryggja framtíð villtra tígrisdýra,“ sagði hún og bætti við að átök á milli tígrisdýra og manna væri eitt stærsta vandamál verndunaraðgerða vegna þess að íbúafjöldi Indlands væri svo mikill. Átökin á milli dýralífs, sem orsakast af minnkandi skógum og gresjum, og manna eru banvæn. Upplýsingar frá yfirvöldum sýna að á hverjum degi deyi einn einstaklingur vegna tígrisdýra eða fíla. Í síðustu viku eltu nokkrir þorpsbúar uppi tígrisynju og drápu hana með prikum, eftir að hún drap konu sem vann á bóndabæ í Khiri þorpinu á norður Indlandi. Svæðið er hluti af Pilibhit tígrisdýragarðinum, sagði Vivek Tiwari, skógarvörður. Tiwari sagði að lögreglan hafi handtekið fjóra þorpsbúa. Svæðið er nærri 350 km. austur af Nýju Delí. Wright sagði að yfirvöld ættu ekki að Slaka á verndunaraðgerðum og ættu að forðast „stór línuleg inngrip, þar á meðal vegi, lestarteina, rafmagnslínur og skurði í gegn um vernduð svæði þar sem það gæti aukið tíðni átaka á milli tígrisdýra og manna.“ Fílar og tígrisdýr Indlands eru meðal þeirra dýra sem mest eru veidd í landinu. Bein og skögultennur þeirra eru eftirsótt og seld á svarta markaðnum til notkunar í kínverskum lækningum. Fílar eru einnig í hættu vegna lesta á ferð. Dýr Indland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Indverski tígrisdýrastofninn hefur stækkað og eru næstum 3.000 tígrisdýr á Indlandi, sem gerir landið það eitt öruggasta búsvæði fyrir dýrin sem eru í útrýmingarhættu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, birti tölur um fjölda dýranna árið 2018 á mánudag og sagði það „sögulegt afrek“ fyrir Indland þar sem stofninn hafði dvínað niður í aðeins 1.400 dýr fyrir um 15 árum síðan. Tígrisdýr eru talin á Indlandi á fjögurra ára fresti og segir Prakash Javadekar, umhverfisráðherra landsins, að dýrin hafi verið 2.226 talsins árið 2014. Tígrisdýrið er þjóðardýr Indlands og er stofn tígrisdýra í útrýmingarhættu samkvæmt náttúruverndunarlögum landsins. Átök milli manna og tígrisdýra hafa aukist verulega síðan á áttunda áratugnum, þegar Indland setti á laggirnar verndunarátak fyrir tígrisdýr þar sem vernduð svæði í þjóðgörðum voru tileinkuð dýrunum og það varð glæpur að drepa þau.Hvítur Bengal tígur.getty/Steve Winter„Með því að ná stofninum upp í um þrjú þúsund dýr er Indland orðið eitt stærsta og öruggasta búsvæðisvæði fyrir þau í heiminum,“ sagði Modi og hrósaði öllum þeim sem ættu hlut í að vernda dýrin í landinu. „Fyrir níu árum síðan var ákveðið á fundi í Sankti Pétursborg í Rússlandi að markmiðið væri að tvöfalda tígrisdýrastofninn árið 2022. Við á Indlandi náðum því markmiði fjórum árum fyrr en áætlað var,“ sagði hann. Hann sagði einnig að vernduð svæði væru orðin 860 en árið 2014 voru þau 692. Einnig hafi friðuðum svæðum í einkaeign fjölgað úr 43 í 100 frá árinu 2014. Belinda Wright, stofnandi Verndunarsamtaka náttúrulífs á Indlandi (Wildlife Protection Society of India) sagði að Indland ætti að vera stolt af árangri sínum þar sem þessi nýjasta rannsókn væri mun viðameiri og nákvæmari en fyrri rannsóknir.Hjörð indverskra fíla úti í náttúrunni.getty/Oleksandr Rupeta„Við eigum enn langt í land til að tryggja framtíð villtra tígrisdýra,“ sagði hún og bætti við að átök á milli tígrisdýra og manna væri eitt stærsta vandamál verndunaraðgerða vegna þess að íbúafjöldi Indlands væri svo mikill. Átökin á milli dýralífs, sem orsakast af minnkandi skógum og gresjum, og manna eru banvæn. Upplýsingar frá yfirvöldum sýna að á hverjum degi deyi einn einstaklingur vegna tígrisdýra eða fíla. Í síðustu viku eltu nokkrir þorpsbúar uppi tígrisynju og drápu hana með prikum, eftir að hún drap konu sem vann á bóndabæ í Khiri þorpinu á norður Indlandi. Svæðið er hluti af Pilibhit tígrisdýragarðinum, sagði Vivek Tiwari, skógarvörður. Tiwari sagði að lögreglan hafi handtekið fjóra þorpsbúa. Svæðið er nærri 350 km. austur af Nýju Delí. Wright sagði að yfirvöld ættu ekki að Slaka á verndunaraðgerðum og ættu að forðast „stór línuleg inngrip, þar á meðal vegi, lestarteina, rafmagnslínur og skurði í gegn um vernduð svæði þar sem það gæti aukið tíðni átaka á milli tígrisdýra og manna.“ Fílar og tígrisdýr Indlands eru meðal þeirra dýra sem mest eru veidd í landinu. Bein og skögultennur þeirra eru eftirsótt og seld á svarta markaðnum til notkunar í kínverskum lækningum. Fílar eru einnig í hættu vegna lesta á ferð.
Dýr Indland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira