Óvissa ríkir um afkomu ferðaþjónustufyrirtækja í haust Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. júlí 2019 20:00 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Aukið sætaframboð í flugi myndi breyta landslagi íslenskrar ferðaþjónustu, en mikil óvissa ríkir um afkomu fyrirtækja í greininni í haust, að mati formanns Samtaka ferðaþjónustu. Nokkrir fjárfestar ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW Air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt íslenskt flugfélag.Vinnuheiti nýja félagsins er WAB Air en það stendur fyrir We Are Back, enda samanstendur fjárfestahópurinn af nokkrum lykilmönnum WOW air. Hópurinn hefur leitað til að minnsta kosti tveggja banka hér á landi og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, sem eru um fjórir milljarðar íslenskra króna. Írski sjóðurinn sem heitir Avianta Capital mun eignast 75 prósenta hlut í hinu nýja flugfélagi á móti 25 prósenta hlut íslenska hópsins. Markaður fréttablaðsins greindi frá þessu í dag. Áætlað er að flugfélagið hefji rekstur í haust. „Ferðaþjónusta áÍslandi byggir á flugsamgöngum fyrst og fremst og því er gott sætaframboð til landsins bæði að austan og vestan lykilatriði fyrir greinina. Það virðist ekki enn sjá til lands með Boeing Max vélarnar og við vitum ekki enn með framboð frá erlendum flugfélögum. Þannig aðþað er töluver óvissa í kortunum,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samgöngustofa gefur ekki upp hvort hafi verið sótt um flugrekstraleyfi og enn ríkir óvissa um lánveitingar. Félagið á að vera byggt á grunni WOW Air. Í samtali við fréttastofu staðfestir Svein Andri Sveinsson, annar skiptastjóri þrotabús WOW, að hópurinn hafi sýnt eignum úr þrotabúinu áhuga, gert tilboð en ekkert samkomulag hafi náðst. „Haustið verður þungt fyrir mörg fyrirtæki. Menn eru á vertíðinni í sumar, sem virðist svona ganga þokkalega. Við erum samt að sjá svona tíu til tuttugu prósent samdrátt hjá mörgum heilt yfir. En í haust þá verða menn að treysta á það að fá þá inn september og október sem góða mánuði. Það er ekki á vísan að róa með það. Bókunarstaðan er ekki góð. Það hefur að hluta til að gera með framboð á sætum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Aukið sætaframboð í flugi myndi breyta landslagi íslenskrar ferðaþjónustu, en mikil óvissa ríkir um afkomu fyrirtækja í greininni í haust, að mati formanns Samtaka ferðaþjónustu. Nokkrir fjárfestar ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW Air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt íslenskt flugfélag.Vinnuheiti nýja félagsins er WAB Air en það stendur fyrir We Are Back, enda samanstendur fjárfestahópurinn af nokkrum lykilmönnum WOW air. Hópurinn hefur leitað til að minnsta kosti tveggja banka hér á landi og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, sem eru um fjórir milljarðar íslenskra króna. Írski sjóðurinn sem heitir Avianta Capital mun eignast 75 prósenta hlut í hinu nýja flugfélagi á móti 25 prósenta hlut íslenska hópsins. Markaður fréttablaðsins greindi frá þessu í dag. Áætlað er að flugfélagið hefji rekstur í haust. „Ferðaþjónusta áÍslandi byggir á flugsamgöngum fyrst og fremst og því er gott sætaframboð til landsins bæði að austan og vestan lykilatriði fyrir greinina. Það virðist ekki enn sjá til lands með Boeing Max vélarnar og við vitum ekki enn með framboð frá erlendum flugfélögum. Þannig aðþað er töluver óvissa í kortunum,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samgöngustofa gefur ekki upp hvort hafi verið sótt um flugrekstraleyfi og enn ríkir óvissa um lánveitingar. Félagið á að vera byggt á grunni WOW Air. Í samtali við fréttastofu staðfestir Svein Andri Sveinsson, annar skiptastjóri þrotabús WOW, að hópurinn hafi sýnt eignum úr þrotabúinu áhuga, gert tilboð en ekkert samkomulag hafi náðst. „Haustið verður þungt fyrir mörg fyrirtæki. Menn eru á vertíðinni í sumar, sem virðist svona ganga þokkalega. Við erum samt að sjá svona tíu til tuttugu prósent samdrátt hjá mörgum heilt yfir. En í haust þá verða menn að treysta á það að fá þá inn september og október sem góða mánuði. Það er ekki á vísan að róa með það. Bókunarstaðan er ekki góð. Það hefur að hluta til að gera með framboð á sætum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira