Í bílnum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. júlí 2019 08:00 Líflegt mannlíf er í miðbæ Reykjavíkur á hlýjum og fallegum sumardögum eins og nú ríkja. Þannig er miðbærinn fullur af fólki, að stórum hluta erlendum ferðamönnum sem sannarlega eiga sinn þátt í að halda þjóðarbúinu gangandi. Einstaka Íslendingar sjást svo en þeir sitja aðallega í sólinni fyrir utan veitingastaði og virðast ekki hafa áberandi áhuga á að kíkja í verslanir í miðbænum. Á einum svona degi mátti sjá tvo verslunareigendur stinga saman nefjum og umræðuefnið var einmitt það að Íslendingar sæjust ekki mikið á Laugaveginum, þeir væru í bílum sínum að versla annars staðar. Það verður ekki horft fram hjá þeirri dapurlegu staðreynd að of margir Íslendingar eru bílóðir, vilja fara allt í einkabílnum og geta vart hugsað sér verslunarleiðangur nema vita af bílnum fyrir utan verslunina sem þeir líta inn í. Þess vegna fara þeir í Ármúla og Síðumúla og á Suðurlandsbrautina og í Kringluna og Smáralind þar sem fjarska auðvelt er að leggja bílnum. „Það er sko annað en á Laugaveginum, en þangað fer ég aldrei,“ segja þeir kokhraustir og bölva um leið meirihluta borgarstjórnar. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur eytt mikilli orku og ógurlegum tíma í að sannfæra borgarbúa um það að góður lífsstíll felist meðal annars í því að hvíla einkabílinn. Þeir bílóðu einstaklingar sem elska bílinn sinn næstum jafn mikið og sjálfa sig taka engum sönsum og munu sennilega aldrei gera það. Sem er leitt því það er yndislegt að ganga Laugaveginn, Skólavörðustíginn, Austurstrætið og fleiri götur miðbæjarins. Þessu gera erlendu ferðamennirnir sér glögga grein fyrir, enda virðist þeim líða alveg ljómandi vel í miðbænum og líta í verslanir og eru ekkert að flýta sér. Bílelskandi Íslendingar ættu að fara að dæmi þeirra og leyfa sér að ganga um bæinn í rólegheitum og njóta þess að vera til. Það er góð leið til að minnka streituna. Miðborg á að vera sjarmerandi og eftirsóknarverður staður þar sem fólk nýtur þess að vera. Miðbær Reykjavíkur er það að stórum hluta – fyrir utan Hafnartorg sem virðist ekki ætla að verða heillandi verslunarsvæði. Hins vegar er Skólavörðustígurinn orðinn ansi lífleg gata og Austurstrætið er alltaf vinalegt, Hlemmur er svo orðinn allt annar eftir að hin vel heppnaða Mathöll reis þar og Grandinn er dásamlegt svæði þar sem notalegt er að vera. Laugavegurinn er hins vegar að þróast í nokkuð undarlega átt með ótal smekklausum lundabúðum sem standa þó undir sér, jafn einkennilegt og það nú er. Bíleigendur verða að átta sig á því að öflug bílaumferð á ekki við í miðbæjum stórborga og hana þarf að takmarka. Þetta er gert víða í borgum erlendis og þykir ekki stórmál. Stöðugt kvak bíleigenda og sumra verslunarmanna um óréttlætið sem felst í takmörkun umferðar í miðbænum er ansi þreytandi. Meirihluti borgarstjórnar er örugglega á villigötum í einhverjum málum en þegar kemur að takmörkun bílaumferðar í miðbænum þá er einmitt verið að gera það sem gera þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Reykjavík Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Líflegt mannlíf er í miðbæ Reykjavíkur á hlýjum og fallegum sumardögum eins og nú ríkja. Þannig er miðbærinn fullur af fólki, að stórum hluta erlendum ferðamönnum sem sannarlega eiga sinn þátt í að halda þjóðarbúinu gangandi. Einstaka Íslendingar sjást svo en þeir sitja aðallega í sólinni fyrir utan veitingastaði og virðast ekki hafa áberandi áhuga á að kíkja í verslanir í miðbænum. Á einum svona degi mátti sjá tvo verslunareigendur stinga saman nefjum og umræðuefnið var einmitt það að Íslendingar sæjust ekki mikið á Laugaveginum, þeir væru í bílum sínum að versla annars staðar. Það verður ekki horft fram hjá þeirri dapurlegu staðreynd að of margir Íslendingar eru bílóðir, vilja fara allt í einkabílnum og geta vart hugsað sér verslunarleiðangur nema vita af bílnum fyrir utan verslunina sem þeir líta inn í. Þess vegna fara þeir í Ármúla og Síðumúla og á Suðurlandsbrautina og í Kringluna og Smáralind þar sem fjarska auðvelt er að leggja bílnum. „Það er sko annað en á Laugaveginum, en þangað fer ég aldrei,“ segja þeir kokhraustir og bölva um leið meirihluta borgarstjórnar. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur eytt mikilli orku og ógurlegum tíma í að sannfæra borgarbúa um það að góður lífsstíll felist meðal annars í því að hvíla einkabílinn. Þeir bílóðu einstaklingar sem elska bílinn sinn næstum jafn mikið og sjálfa sig taka engum sönsum og munu sennilega aldrei gera það. Sem er leitt því það er yndislegt að ganga Laugaveginn, Skólavörðustíginn, Austurstrætið og fleiri götur miðbæjarins. Þessu gera erlendu ferðamennirnir sér glögga grein fyrir, enda virðist þeim líða alveg ljómandi vel í miðbænum og líta í verslanir og eru ekkert að flýta sér. Bílelskandi Íslendingar ættu að fara að dæmi þeirra og leyfa sér að ganga um bæinn í rólegheitum og njóta þess að vera til. Það er góð leið til að minnka streituna. Miðborg á að vera sjarmerandi og eftirsóknarverður staður þar sem fólk nýtur þess að vera. Miðbær Reykjavíkur er það að stórum hluta – fyrir utan Hafnartorg sem virðist ekki ætla að verða heillandi verslunarsvæði. Hins vegar er Skólavörðustígurinn orðinn ansi lífleg gata og Austurstrætið er alltaf vinalegt, Hlemmur er svo orðinn allt annar eftir að hin vel heppnaða Mathöll reis þar og Grandinn er dásamlegt svæði þar sem notalegt er að vera. Laugavegurinn er hins vegar að þróast í nokkuð undarlega átt með ótal smekklausum lundabúðum sem standa þó undir sér, jafn einkennilegt og það nú er. Bíleigendur verða að átta sig á því að öflug bílaumferð á ekki við í miðbæjum stórborga og hana þarf að takmarka. Þetta er gert víða í borgum erlendis og þykir ekki stórmál. Stöðugt kvak bíleigenda og sumra verslunarmanna um óréttlætið sem felst í takmörkun umferðar í miðbænum er ansi þreytandi. Meirihluti borgarstjórnar er örugglega á villigötum í einhverjum málum en þegar kemur að takmörkun bílaumferðar í miðbænum þá er einmitt verið að gera það sem gera þarf.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar