Efast um tölurnar í dómnum Ari Brynjólfsson skrifar 13. júlí 2019 07:00 Málið kom upp vorið 2018. Lögreglan lagði hald á gögn í október og dómur féll síðan í júní. Fréttablaðið/Pjetur „Ég er ekki sáttur við meðferð Ísafjarðarbæjar á málinu. Mér finnst eins og þar séu menn að slá sig til riddara á kostnað þeirra sem geta ekki tjáð sig,“ segir Kristinn Arnar Pálsson, bróðir og talsmaður manns sem var fórnarlamb þjófnaðar af hendi fyrrverandi starfsmanns Ísafjarðarbæjar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var kona á fertugsaldri dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Konan, sem var forstöðumaður velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, hafði umsjón með fjármunum skjólstæðinga bæjarins. Hún var dæmd fyrir að draga sér rúmar 1,3 milljónir króna af reikningum ellefu skjólstæðinga bæjarins á tímabilinu 2015 til maímánaðar 2018. Kristinn Arnar varð persónulegur talsmaður bróður síns, sem getur ekki tjáð sig sökum fötlunar, snemma árs 2018 og fékk þá aðgang að einkabanka hans. „Ég fór að kemba í gegnum þetta og sé alls konar undarlegar millifærslur,“ segir Kristinn Arnar. Í maí fékk hann svo símtal þar sem honum var tjáð hvað hefði gerst og að konan hefði verið látin fara sama dag. Hann óskaði eftir gögnum frá Ísafjarðarbæ, sem eru upphæðirnar sem forstöðumaðurinn lét persónulega millifæra yfir á sig. Eru það rúmar 700 þúsund krónur. Sömu tölur eru í dómi Héraðsdóms Vestfjarða yfir konunni. Þær tölur innihalda ekki tilvik þar sem millifært er á aðra aðila eða úttektir í verslunum. Kristinn Arnar tekur sem dæmi einn dag þar sem teknar voru út tæplega 136 þúsund krónur. Sést á yfirlitinu að einn reikningurinn var fyrir naglasnyrtingu á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að bróðir minn fór ekki í naglasnyrtingu. En ég hef ekki fengið neinar nótur og get því ekki sannað hvað hún hafði mikið af honum. Það er bærinn sem á að vita það, þeir eiga að hafa nótur frá þessu þriggja ára tímabili.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ lagði lögregla hald á gögnin í október í fyrra og hefur sveitarfélagið óskað eftir að fá þau aftur. „Bókhald einstaklinga sem ekki var brotið á hefur verið sent í endurskoðun hjá endurskoðunarskrifstofu. Þegar gögn berast frá lögreglu mun það bókhald sömuleiðis fara í endurskoðun,“ segir í svari Ísafjarðarbæjar. Kristinn Arnar veit ekki hversu mikið var tekið. „Ég hef ekki fengið upplýsingar um nákvæmlega hversu mikið það var en það er augljóst að það hefur verið gengið töluvert á peningana hans.“ Kristinn Arnar tekur fram að allt annað starfsfólk félagsþjónustu bæjarins hafi reynst mjög vel. „Núna hefur allt snúist til betri vegar.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Stal í þrjú ár af skjólstæðingum sínum á velferðarsviði Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. 3. júlí 2019 13:01 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
„Ég er ekki sáttur við meðferð Ísafjarðarbæjar á málinu. Mér finnst eins og þar séu menn að slá sig til riddara á kostnað þeirra sem geta ekki tjáð sig,“ segir Kristinn Arnar Pálsson, bróðir og talsmaður manns sem var fórnarlamb þjófnaðar af hendi fyrrverandi starfsmanns Ísafjarðarbæjar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var kona á fertugsaldri dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Konan, sem var forstöðumaður velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, hafði umsjón með fjármunum skjólstæðinga bæjarins. Hún var dæmd fyrir að draga sér rúmar 1,3 milljónir króna af reikningum ellefu skjólstæðinga bæjarins á tímabilinu 2015 til maímánaðar 2018. Kristinn Arnar varð persónulegur talsmaður bróður síns, sem getur ekki tjáð sig sökum fötlunar, snemma árs 2018 og fékk þá aðgang að einkabanka hans. „Ég fór að kemba í gegnum þetta og sé alls konar undarlegar millifærslur,“ segir Kristinn Arnar. Í maí fékk hann svo símtal þar sem honum var tjáð hvað hefði gerst og að konan hefði verið látin fara sama dag. Hann óskaði eftir gögnum frá Ísafjarðarbæ, sem eru upphæðirnar sem forstöðumaðurinn lét persónulega millifæra yfir á sig. Eru það rúmar 700 þúsund krónur. Sömu tölur eru í dómi Héraðsdóms Vestfjarða yfir konunni. Þær tölur innihalda ekki tilvik þar sem millifært er á aðra aðila eða úttektir í verslunum. Kristinn Arnar tekur sem dæmi einn dag þar sem teknar voru út tæplega 136 þúsund krónur. Sést á yfirlitinu að einn reikningurinn var fyrir naglasnyrtingu á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að bróðir minn fór ekki í naglasnyrtingu. En ég hef ekki fengið neinar nótur og get því ekki sannað hvað hún hafði mikið af honum. Það er bærinn sem á að vita það, þeir eiga að hafa nótur frá þessu þriggja ára tímabili.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ lagði lögregla hald á gögnin í október í fyrra og hefur sveitarfélagið óskað eftir að fá þau aftur. „Bókhald einstaklinga sem ekki var brotið á hefur verið sent í endurskoðun hjá endurskoðunarskrifstofu. Þegar gögn berast frá lögreglu mun það bókhald sömuleiðis fara í endurskoðun,“ segir í svari Ísafjarðarbæjar. Kristinn Arnar veit ekki hversu mikið var tekið. „Ég hef ekki fengið upplýsingar um nákvæmlega hversu mikið það var en það er augljóst að það hefur verið gengið töluvert á peningana hans.“ Kristinn Arnar tekur fram að allt annað starfsfólk félagsþjónustu bæjarins hafi reynst mjög vel. „Núna hefur allt snúist til betri vegar.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Stal í þrjú ár af skjólstæðingum sínum á velferðarsviði Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. 3. júlí 2019 13:01 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Stal í þrjú ár af skjólstæðingum sínum á velferðarsviði Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. 3. júlí 2019 13:01