Tveir fréttamenn á meðal hinna látnu í hryðjuverkaárás í Sómalíu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 11:03 Sómalska fréttakonan Hodan Nalayeh var 43 ára þegar hún lést. Mynd/Facebook Tuttugu og sex eru látin og að minnsta kosti fimmtíu særð eftir árás á hótel í hafnarborginni Kismayu í Sómalíu. Þeirra á meðal eru frambjóðandi í héraðsstjórnarkosningum, tveir fréttamenn, tveir Bandaríkjamenn, einn breskur ríkisborgari og einn starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Hryðjuverkasamtökin Al Shaabab hafa gengist við morðunum. Fjórir liðsmenn þeirra sprengdu fyrst bílsprengju við hótelið og réðust svo til inngöngu í það. Allir fjórir féllu í átökum við öryggissveitir. Fundur stjórnmálamanna úr héraðinu stóð yfir á hótelinu þegar árásarmennirnir létu til skarar skríða. Á vef BBC er haft eftir sjónarvottum að gríðarleg sprenging hafi heyrst áður en mennirnir réðust inn á hótelið, þar sem mikil skelfing hafi gripið um sig. Á meðal hinna látnu er fréttakonan Hodan Nalayeh og eiginmaður hennar, Farid. Hodan stofnaði fréttamiðilinn Integration TV og fjallaði þar um daglegt líf í Sómalíu. Hodan flutti til Kanada með fjölskyldu sinni þegar hún var sex ára og varð þar einn forkólfa í samfélagi Sómala í landinu. Hún settist nýlega aftur að í Sómalíu með eiginmanni sínum og börnum. Blaðamaðurinn Farhan Jimale minntist Hodan á Twitter-reikningi sínum eftir árásina. Þá lést sómalski blaðamaðurinn Mohamed Omar Sahal einnig á árásinni.I'm saddened by the death of my dear friend the Somali Canadian journalist, Hodan Nalayeh, who was among those killed in today's attack in #Kismaayo. She was a bright star & a beautiful soul that represented the best of her people & homeland #Somalia at all times. RIP sister. pic.twitter.com/DGkEcTPED4— Farhan Jimale (@farhanjimale) July 12, 2019 Sómalía Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Tuttugu og sex eru látin og að minnsta kosti fimmtíu særð eftir árás á hótel í hafnarborginni Kismayu í Sómalíu. Þeirra á meðal eru frambjóðandi í héraðsstjórnarkosningum, tveir fréttamenn, tveir Bandaríkjamenn, einn breskur ríkisborgari og einn starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Hryðjuverkasamtökin Al Shaabab hafa gengist við morðunum. Fjórir liðsmenn þeirra sprengdu fyrst bílsprengju við hótelið og réðust svo til inngöngu í það. Allir fjórir féllu í átökum við öryggissveitir. Fundur stjórnmálamanna úr héraðinu stóð yfir á hótelinu þegar árásarmennirnir létu til skarar skríða. Á vef BBC er haft eftir sjónarvottum að gríðarleg sprenging hafi heyrst áður en mennirnir réðust inn á hótelið, þar sem mikil skelfing hafi gripið um sig. Á meðal hinna látnu er fréttakonan Hodan Nalayeh og eiginmaður hennar, Farid. Hodan stofnaði fréttamiðilinn Integration TV og fjallaði þar um daglegt líf í Sómalíu. Hodan flutti til Kanada með fjölskyldu sinni þegar hún var sex ára og varð þar einn forkólfa í samfélagi Sómala í landinu. Hún settist nýlega aftur að í Sómalíu með eiginmanni sínum og börnum. Blaðamaðurinn Farhan Jimale minntist Hodan á Twitter-reikningi sínum eftir árásina. Þá lést sómalski blaðamaðurinn Mohamed Omar Sahal einnig á árásinni.I'm saddened by the death of my dear friend the Somali Canadian journalist, Hodan Nalayeh, who was among those killed in today's attack in #Kismaayo. She was a bright star & a beautiful soul that represented the best of her people & homeland #Somalia at all times. RIP sister. pic.twitter.com/DGkEcTPED4— Farhan Jimale (@farhanjimale) July 12, 2019
Sómalía Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira