Fundu jarðlög sem geyma upplýsingar allt að 8400 ár aftur í tímann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. júlí 2019 11:55 Jarðlögin komu í ljós þegar grafinn var grunnur fyrir húsi í bænum. Vísir/Baldur Hægt er að nálgast upplýsingar um Kötlugos og fleiri eldgos allt að 8400 aftur í tímann í jarðlögum í Vík í Mýrdal. Jarðlögin fundust þegar grafið var fyrir húsi í bænum. Áhugamaður um jarðvísindi vonar að hægt verði að hafa þau áfram til sýnis í bænum. Vísindamenn voru kallaðir til Víkur í Mýrdal í vor eftir að merkileg jarðlög fundust þegar tekinn var grunnur að húsi. „Þar sem ég er nú mikill áhugamaður um Kötlu og Kötlusögur þá sendi ég Guðrúnu Larsen jarðfræðingi mynd af þessu og sagði henni frá þessu en ég þekki hana í gegnum þennan áhuga okkar. Og hún kom ásamt Bergrúnu Óladóttur jarðfræðingi um daginn og þær skoðuðu þetta og komust nú ekki yfir það allt saman en þær töldu að þessi jarðlög sýndu einhver 8400 ár aftur í tímann,“ segir Þórir Kjartansson, áhugamaður um jarðvísindi. Þórir segir að svörtu rákirnar efst í laginu séu greinilega eftir Kötlugos en þarna hafi fleira fundist. „En þær sögðu að það hafi komið þarna í ljós öskulög frá Torfajökulssvæðinu meira að segja og fleiri eldfjöllum hér í kring.“ Þórir vonar að eigandi lóðarinnar varðveiti jarðlögin með einhverjum hætti. „Kannski setur hann bara glervegg hérna svona svo að fólk geti séð þetta og hefur þetta til sýnis.“ Hann segir að þetta sé í annað skipti á stuttum tíma sem merkileg jarðlög finnast þegar tekinn er grunnur af húsi. „Það var tekinn grunnur hérna vestur í þorpinu í hitteðfyrra og þá náði ég sýni úr þessu lagi áður en það var fyllt í grunninn og sendi einmitt Guðrúnu Larsen og hún rannsakaði þetta lag og hún taldi að þetta væri úr Kötluhlaupinu 1721 en það eru einmitt sagnir um að það hafi komið af miklum krafti hérna út í Reynisfjall,“ segir Þórir. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Vísindi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Hægt er að nálgast upplýsingar um Kötlugos og fleiri eldgos allt að 8400 aftur í tímann í jarðlögum í Vík í Mýrdal. Jarðlögin fundust þegar grafið var fyrir húsi í bænum. Áhugamaður um jarðvísindi vonar að hægt verði að hafa þau áfram til sýnis í bænum. Vísindamenn voru kallaðir til Víkur í Mýrdal í vor eftir að merkileg jarðlög fundust þegar tekinn var grunnur að húsi. „Þar sem ég er nú mikill áhugamaður um Kötlu og Kötlusögur þá sendi ég Guðrúnu Larsen jarðfræðingi mynd af þessu og sagði henni frá þessu en ég þekki hana í gegnum þennan áhuga okkar. Og hún kom ásamt Bergrúnu Óladóttur jarðfræðingi um daginn og þær skoðuðu þetta og komust nú ekki yfir það allt saman en þær töldu að þessi jarðlög sýndu einhver 8400 ár aftur í tímann,“ segir Þórir Kjartansson, áhugamaður um jarðvísindi. Þórir segir að svörtu rákirnar efst í laginu séu greinilega eftir Kötlugos en þarna hafi fleira fundist. „En þær sögðu að það hafi komið þarna í ljós öskulög frá Torfajökulssvæðinu meira að segja og fleiri eldfjöllum hér í kring.“ Þórir vonar að eigandi lóðarinnar varðveiti jarðlögin með einhverjum hætti. „Kannski setur hann bara glervegg hérna svona svo að fólk geti séð þetta og hefur þetta til sýnis.“ Hann segir að þetta sé í annað skipti á stuttum tíma sem merkileg jarðlög finnast þegar tekinn er grunnur af húsi. „Það var tekinn grunnur hérna vestur í þorpinu í hitteðfyrra og þá náði ég sýni úr þessu lagi áður en það var fyllt í grunninn og sendi einmitt Guðrúnu Larsen og hún rannsakaði þetta lag og hún taldi að þetta væri úr Kötluhlaupinu 1721 en það eru einmitt sagnir um að það hafi komið af miklum krafti hérna út í Reynisfjall,“ segir Þórir.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Vísindi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira