Fundu jarðlög sem geyma upplýsingar allt að 8400 ár aftur í tímann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. júlí 2019 11:55 Jarðlögin komu í ljós þegar grafinn var grunnur fyrir húsi í bænum. Vísir/Baldur Hægt er að nálgast upplýsingar um Kötlugos og fleiri eldgos allt að 8400 aftur í tímann í jarðlögum í Vík í Mýrdal. Jarðlögin fundust þegar grafið var fyrir húsi í bænum. Áhugamaður um jarðvísindi vonar að hægt verði að hafa þau áfram til sýnis í bænum. Vísindamenn voru kallaðir til Víkur í Mýrdal í vor eftir að merkileg jarðlög fundust þegar tekinn var grunnur að húsi. „Þar sem ég er nú mikill áhugamaður um Kötlu og Kötlusögur þá sendi ég Guðrúnu Larsen jarðfræðingi mynd af þessu og sagði henni frá þessu en ég þekki hana í gegnum þennan áhuga okkar. Og hún kom ásamt Bergrúnu Óladóttur jarðfræðingi um daginn og þær skoðuðu þetta og komust nú ekki yfir það allt saman en þær töldu að þessi jarðlög sýndu einhver 8400 ár aftur í tímann,“ segir Þórir Kjartansson, áhugamaður um jarðvísindi. Þórir segir að svörtu rákirnar efst í laginu séu greinilega eftir Kötlugos en þarna hafi fleira fundist. „En þær sögðu að það hafi komið þarna í ljós öskulög frá Torfajökulssvæðinu meira að segja og fleiri eldfjöllum hér í kring.“ Þórir vonar að eigandi lóðarinnar varðveiti jarðlögin með einhverjum hætti. „Kannski setur hann bara glervegg hérna svona svo að fólk geti séð þetta og hefur þetta til sýnis.“ Hann segir að þetta sé í annað skipti á stuttum tíma sem merkileg jarðlög finnast þegar tekinn er grunnur af húsi. „Það var tekinn grunnur hérna vestur í þorpinu í hitteðfyrra og þá náði ég sýni úr þessu lagi áður en það var fyllt í grunninn og sendi einmitt Guðrúnu Larsen og hún rannsakaði þetta lag og hún taldi að þetta væri úr Kötluhlaupinu 1721 en það eru einmitt sagnir um að það hafi komið af miklum krafti hérna út í Reynisfjall,“ segir Þórir. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Vísindi Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Hægt er að nálgast upplýsingar um Kötlugos og fleiri eldgos allt að 8400 aftur í tímann í jarðlögum í Vík í Mýrdal. Jarðlögin fundust þegar grafið var fyrir húsi í bænum. Áhugamaður um jarðvísindi vonar að hægt verði að hafa þau áfram til sýnis í bænum. Vísindamenn voru kallaðir til Víkur í Mýrdal í vor eftir að merkileg jarðlög fundust þegar tekinn var grunnur að húsi. „Þar sem ég er nú mikill áhugamaður um Kötlu og Kötlusögur þá sendi ég Guðrúnu Larsen jarðfræðingi mynd af þessu og sagði henni frá þessu en ég þekki hana í gegnum þennan áhuga okkar. Og hún kom ásamt Bergrúnu Óladóttur jarðfræðingi um daginn og þær skoðuðu þetta og komust nú ekki yfir það allt saman en þær töldu að þessi jarðlög sýndu einhver 8400 ár aftur í tímann,“ segir Þórir Kjartansson, áhugamaður um jarðvísindi. Þórir segir að svörtu rákirnar efst í laginu séu greinilega eftir Kötlugos en þarna hafi fleira fundist. „En þær sögðu að það hafi komið þarna í ljós öskulög frá Torfajökulssvæðinu meira að segja og fleiri eldfjöllum hér í kring.“ Þórir vonar að eigandi lóðarinnar varðveiti jarðlögin með einhverjum hætti. „Kannski setur hann bara glervegg hérna svona svo að fólk geti séð þetta og hefur þetta til sýnis.“ Hann segir að þetta sé í annað skipti á stuttum tíma sem merkileg jarðlög finnast þegar tekinn er grunnur af húsi. „Það var tekinn grunnur hérna vestur í þorpinu í hitteðfyrra og þá náði ég sýni úr þessu lagi áður en það var fyllt í grunninn og sendi einmitt Guðrúnu Larsen og hún rannsakaði þetta lag og hún taldi að þetta væri úr Kötluhlaupinu 1721 en það eru einmitt sagnir um að það hafi komið af miklum krafti hérna út í Reynisfjall,“ segir Þórir.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Vísindi Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira