Stærsta áskorun okkar tíma Michael Nevin skrifar 17. júlí 2019 07:00 Bretland er staðráðið í því að aðstoða við að leiða heiminn í að takast á við stærsta viðfangsefni samtímans – loftslagsbreytingar. Bretland hefur frá árinu 1990 dregið úr kolefnisnotkun hraðar en öll önnur lönd G20, og dregið úr losun CO2 um 40%. Umhverfisvænn hagvöxtur er eitt af fjórum stóru langtíma markmiðunum sem sett eru fram í atvinnustefnu okkar til framtíðar. Við erum grænasta fjármálamiðstöð í heimi. Breska utanríkisþjónustan býr yfir fyrsta og stærsta neti loftslagsmálafulltrúa í heimi. Í júní tilkynntu bresk stjórnvöld að þau hafa sótt um að fá að halda 26. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) árið 2020, í samstarfi við Ítalíu. Bæði ríki hafa einsett sér að COP26 skili hámarksárangri. Á ráðstefnunni verður lögð höfuðáhersla á áþreifanlegar aðgerðir sem skili þeim breytingum sem eru nauðsynlegar til að það sem samið var um í Parísarsamningnum komist að fullu til framkvæmda. Bretland var fyrsta landið í heiminum til þess að setja í lög langtíma skuldbindandi markmið í loftslagsmálum. Í síðasta mánuði varð Bretland fyrsta stóra hagkerfið til að tilkynna löggjöf sem miðar að kolefnishlutleysi fyrir árið 2050, og er þar með komið í hóp með þeim tveim löndum öðrum sem áður höfðu stigið þetta skref, Noregi og Svíþjóð. Markmið okkar eru háleitari en hjá mörgum öðrum. Það felur í sér alla losun gróðurhúsalofttegunda, ekki einungis koltvíoxíðs, og á öllum sviðum hagkerfisins, þar á meðal skipaflutningum og flugi. Þetta tengist einnig baráttu á öðrum sviðum í umhverfismálum, svo sem gegn plastmengun í sjó. Þetta er kærkomið viðfangsefni formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og Norrænu ráðherranefndinni. Til viðbótar við það hversu mikið við erum að draga úr notkun á plastpokum, þá höfum við tilkynnt að á næsta ári verður bannað að nota einnota plast svo sem drykkjarrör, kaffihrærur og eyrnapinna. Bresk verslun er að draga úr notkun sinni á plasti og finna lausnir sem koma í stað þess, eins og að nota endurunnið plast við vegaframkvæmdir. Það hafa verið uppi ákveðnar áhyggjur af kostnaði við að bregðast við loftslagsbreytingum. En það er gríðarlegur kostnaður við það að bregðast ekki við. Einnig felur þetta í sér ýmis tækifæri fyrir hagkerfi til endurnýjunar og að dafna á nýjum og sjálfbærum forsendum. Bretland mun ýta undir tækifærin sem felast í græna hagkerfinu. Við munum auðvelda fyrirtækjum að fjárfesta og finna nýjar lausnir fyrir framtíðina. Bretland hefur fjárfest fyrir meira en 92 milljarða punda, andvirði 14.500 milljarða króna, í hreinni orku frá árinu 2010, og fjárfest 1,5 milljarða punda, um 238 milljarða króna, til að styðja við umbreytingu yfir í farartæki sem losa ekki gróðurhúsalofttegundir fram til ársins 2021. Frá 1990 hefur hagkerfi Bretlands stækkað um 70%, á sama tíma og það hefur dregið stórlega úr kolefnislosun. Við lítum á þetta sem áskorun okkar tíma en einnig sem spennandi tækifæri fyrir nýsköpun og nýtt hagkerfi. Við hvetjum önnur lönd, þar á meðal Ísland, til að setja sér álíka metnaðarfull markmið. Það mun þurfa alþjóðlegt samstarf til að ná fram þeim brýnu og stórfelldu breytingum sem eru nauðsynlegar. Og Bretland er ákveðið í því að vera þar í forystu.Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Loftslagsmál Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Bretland er staðráðið í því að aðstoða við að leiða heiminn í að takast á við stærsta viðfangsefni samtímans – loftslagsbreytingar. Bretland hefur frá árinu 1990 dregið úr kolefnisnotkun hraðar en öll önnur lönd G20, og dregið úr losun CO2 um 40%. Umhverfisvænn hagvöxtur er eitt af fjórum stóru langtíma markmiðunum sem sett eru fram í atvinnustefnu okkar til framtíðar. Við erum grænasta fjármálamiðstöð í heimi. Breska utanríkisþjónustan býr yfir fyrsta og stærsta neti loftslagsmálafulltrúa í heimi. Í júní tilkynntu bresk stjórnvöld að þau hafa sótt um að fá að halda 26. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) árið 2020, í samstarfi við Ítalíu. Bæði ríki hafa einsett sér að COP26 skili hámarksárangri. Á ráðstefnunni verður lögð höfuðáhersla á áþreifanlegar aðgerðir sem skili þeim breytingum sem eru nauðsynlegar til að það sem samið var um í Parísarsamningnum komist að fullu til framkvæmda. Bretland var fyrsta landið í heiminum til þess að setja í lög langtíma skuldbindandi markmið í loftslagsmálum. Í síðasta mánuði varð Bretland fyrsta stóra hagkerfið til að tilkynna löggjöf sem miðar að kolefnishlutleysi fyrir árið 2050, og er þar með komið í hóp með þeim tveim löndum öðrum sem áður höfðu stigið þetta skref, Noregi og Svíþjóð. Markmið okkar eru háleitari en hjá mörgum öðrum. Það felur í sér alla losun gróðurhúsalofttegunda, ekki einungis koltvíoxíðs, og á öllum sviðum hagkerfisins, þar á meðal skipaflutningum og flugi. Þetta tengist einnig baráttu á öðrum sviðum í umhverfismálum, svo sem gegn plastmengun í sjó. Þetta er kærkomið viðfangsefni formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og Norrænu ráðherranefndinni. Til viðbótar við það hversu mikið við erum að draga úr notkun á plastpokum, þá höfum við tilkynnt að á næsta ári verður bannað að nota einnota plast svo sem drykkjarrör, kaffihrærur og eyrnapinna. Bresk verslun er að draga úr notkun sinni á plasti og finna lausnir sem koma í stað þess, eins og að nota endurunnið plast við vegaframkvæmdir. Það hafa verið uppi ákveðnar áhyggjur af kostnaði við að bregðast við loftslagsbreytingum. En það er gríðarlegur kostnaður við það að bregðast ekki við. Einnig felur þetta í sér ýmis tækifæri fyrir hagkerfi til endurnýjunar og að dafna á nýjum og sjálfbærum forsendum. Bretland mun ýta undir tækifærin sem felast í græna hagkerfinu. Við munum auðvelda fyrirtækjum að fjárfesta og finna nýjar lausnir fyrir framtíðina. Bretland hefur fjárfest fyrir meira en 92 milljarða punda, andvirði 14.500 milljarða króna, í hreinni orku frá árinu 2010, og fjárfest 1,5 milljarða punda, um 238 milljarða króna, til að styðja við umbreytingu yfir í farartæki sem losa ekki gróðurhúsalofttegundir fram til ársins 2021. Frá 1990 hefur hagkerfi Bretlands stækkað um 70%, á sama tíma og það hefur dregið stórlega úr kolefnislosun. Við lítum á þetta sem áskorun okkar tíma en einnig sem spennandi tækifæri fyrir nýsköpun og nýtt hagkerfi. Við hvetjum önnur lönd, þar á meðal Ísland, til að setja sér álíka metnaðarfull markmið. Það mun þurfa alþjóðlegt samstarf til að ná fram þeim brýnu og stórfelldu breytingum sem eru nauðsynlegar. Og Bretland er ákveðið í því að vera þar í forystu.Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun