Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Sighvatur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 11:04 Vinnuvélar hafa verið fjarlægðar en þeim var komið fyrir við Airbus farþegaþotu ALC þegar hún var kyrrsett við gjaldþrot WOW air í lok mars. Mynd/Oddur Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi verið tekið fyrir hjá embættinu í morgun. Isavia hafi samþykkt að afhenda vélina í samræmi við dómsúrskurð og því þurfi sýslumaður ekki að koma frekar að málinu. Héraðsdómur úrskurðaði í gær að Isavia væri óheimilt að halda farþegaþotu sem ALC leigði til WOW air. Isavia kyrrsetti vélina vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air við Isavia. Flugvélaleigan ALC hefur greitt 87 milljóna króna kröfur sem snýr eingöngu að notkun þotunnar og er heimilt að fljúga henni frá Íslandi.Kapphlaup við tímann Eftir rúmlega þriggja mánaða deilur um vélina er óhætt að segja að hafið sé kapphlaup við tímann. Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar og vísaði til þess við fyrirtöku málsins hjá sýslumanni í morgun. Sýslumaður varð ekki við ósk Isavia um frestun þar sem úrskurður héraðsdóms tekur á því að réttaráhrifum verði ekki frestað þó kært sé til æðra dómstigs. Í morgun voru vinnuvélar fjarlægðar sem var komið fyrir við þotuna þegar hún var kyrrsett. Áður en vélin tekur á loft verður meðal annars að skila inn flugáætlun til flugstjórnarmiðstöðvar Isavia. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott á morgun eða laugardag. Það geti þó tafist um nokkra daga.Farþegaþota er ekki eins og bíll þar sem þú sest upp í og setur svissinn á og kúplar gírnum frá og allt það. „Það tekur tíma að koma henni í það stand að flugmálayfirvöld hér votti það að hún sé flughæf sem kallað er og það er eftir forskrift frá framleiðanda vélarinnar,“ segir Oddur. Hann segir að unnið hafi verið eftir áætlun fyrstu 90 dagana sem vélin var kyrrsett til að viðhalda flughæfi hennar. Eftir það hafi önnur áætlun tekið gildi sem geti haft þau áhrif að það taki nokkra daga að uppfylla skilyrði flugmálayfirvalda um að fljúga vélinni á ný. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, telur kæru Isavia til Landsréttar engu breyta. Líklegt verður að teljast að Landsréttur fjalli um málið eftir að vél ALC verður farin af landi brott. Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi verið tekið fyrir hjá embættinu í morgun. Isavia hafi samþykkt að afhenda vélina í samræmi við dómsúrskurð og því þurfi sýslumaður ekki að koma frekar að málinu. Héraðsdómur úrskurðaði í gær að Isavia væri óheimilt að halda farþegaþotu sem ALC leigði til WOW air. Isavia kyrrsetti vélina vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air við Isavia. Flugvélaleigan ALC hefur greitt 87 milljóna króna kröfur sem snýr eingöngu að notkun þotunnar og er heimilt að fljúga henni frá Íslandi.Kapphlaup við tímann Eftir rúmlega þriggja mánaða deilur um vélina er óhætt að segja að hafið sé kapphlaup við tímann. Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar og vísaði til þess við fyrirtöku málsins hjá sýslumanni í morgun. Sýslumaður varð ekki við ósk Isavia um frestun þar sem úrskurður héraðsdóms tekur á því að réttaráhrifum verði ekki frestað þó kært sé til æðra dómstigs. Í morgun voru vinnuvélar fjarlægðar sem var komið fyrir við þotuna þegar hún var kyrrsett. Áður en vélin tekur á loft verður meðal annars að skila inn flugáætlun til flugstjórnarmiðstöðvar Isavia. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott á morgun eða laugardag. Það geti þó tafist um nokkra daga.Farþegaþota er ekki eins og bíll þar sem þú sest upp í og setur svissinn á og kúplar gírnum frá og allt það. „Það tekur tíma að koma henni í það stand að flugmálayfirvöld hér votti það að hún sé flughæf sem kallað er og það er eftir forskrift frá framleiðanda vélarinnar,“ segir Oddur. Hann segir að unnið hafi verið eftir áætlun fyrstu 90 dagana sem vélin var kyrrsett til að viðhalda flughæfi hennar. Eftir það hafi önnur áætlun tekið gildi sem geti haft þau áhrif að það taki nokkra daga að uppfylla skilyrði flugmálayfirvalda um að fljúga vélinni á ný. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, telur kæru Isavia til Landsréttar engu breyta. Líklegt verður að teljast að Landsréttur fjalli um málið eftir að vél ALC verður farin af landi brott. Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira