Horfir til Norðmanna og Dana þegar kemur að lagasetningu um kaup auðmanna á jörðum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2019 20:00 Sigurður Ingi, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, segir að það geti ekki talist eignaupptaka að meina ábúendum að selja jarðir sínar til auðmanna. Vísir/Egill Ekki hefur verið ráðist í breytingar á lögum um jarðakaup hér á landi vegna ósamstöðu fyrri ríkistjórna segir samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í sitjandi ríkistjórn ríki hins vegar samstaða og ráðherra boðar herta löggjöf um jarðakaup auðmanna. Félag í eigu Jim Ratcliffes keypti á dögunum Brúarland 2 sem liggur að Hafralónsá í Þistilfirði sem er vinsæl laxá. Fyrir eiga félög hans fjölda jarða á Norðausturlandi og meðal annars meirihlutann í Grímsstöðum á fjöllum. Morgunblaðið greindi frá því í vikunni að íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven experience keypti jörðina Atlastaði í Svarfaðardal. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, segir nauðsynlegt að bregðast við þessum kaupum og horfa til Noregs og Danmerkur. „Í báðum þessum löndum hafa menn verið með ábúðarskyldu að einhverju leiti eða í það minnsta nýtingu lands eins og í Danmörku. Einnig að lágmarki að þeir sem að kaupi land hafi þá búsetu í landinu eða hafi haft búsetu í tiltekinn tíma. Einnig að þú getir ekki keypt upp jarðir í einhverjum tiltölulegum fjölda heldur verður þú að nýta hverja jörð sem þú ert með,“ segir hann. Hann telur Ísland tugi ára á eftir þessum löndum hvað varðar að tryggja eignarhald og nýtingu á landi. „Það skiptir bara máli að í opinberum reglum í samfélagi horfi menn ekki bara fimm, tíu eða fimmtán ár fram í tímann heldur miklu lengra. Í því skyni skiptir eignarhald og nýting á landi öllu máli,“ segir hann.En gæti það talist eignaupptaka ef mönnum er meinað að selja jarðir sínar hæstbjóðanda? „Það er ekki talið í þessum löndum og þessi lönd eru hluti af norðurlöndunum og talin til frekar frjálslyndra ríkja þar sem eignarétturinn er virtur. Þannig að ég tel að sú fyrirmynd sé bara góð,“ segir hann. Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Ekki hefur verið ráðist í breytingar á lögum um jarðakaup hér á landi vegna ósamstöðu fyrri ríkistjórna segir samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í sitjandi ríkistjórn ríki hins vegar samstaða og ráðherra boðar herta löggjöf um jarðakaup auðmanna. Félag í eigu Jim Ratcliffes keypti á dögunum Brúarland 2 sem liggur að Hafralónsá í Þistilfirði sem er vinsæl laxá. Fyrir eiga félög hans fjölda jarða á Norðausturlandi og meðal annars meirihlutann í Grímsstöðum á fjöllum. Morgunblaðið greindi frá því í vikunni að íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven experience keypti jörðina Atlastaði í Svarfaðardal. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, segir nauðsynlegt að bregðast við þessum kaupum og horfa til Noregs og Danmerkur. „Í báðum þessum löndum hafa menn verið með ábúðarskyldu að einhverju leiti eða í það minnsta nýtingu lands eins og í Danmörku. Einnig að lágmarki að þeir sem að kaupi land hafi þá búsetu í landinu eða hafi haft búsetu í tiltekinn tíma. Einnig að þú getir ekki keypt upp jarðir í einhverjum tiltölulegum fjölda heldur verður þú að nýta hverja jörð sem þú ert með,“ segir hann. Hann telur Ísland tugi ára á eftir þessum löndum hvað varðar að tryggja eignarhald og nýtingu á landi. „Það skiptir bara máli að í opinberum reglum í samfélagi horfi menn ekki bara fimm, tíu eða fimmtán ár fram í tímann heldur miklu lengra. Í því skyni skiptir eignarhald og nýting á landi öllu máli,“ segir hann.En gæti það talist eignaupptaka ef mönnum er meinað að selja jarðir sínar hæstbjóðanda? „Það er ekki talið í þessum löndum og þessi lönd eru hluti af norðurlöndunum og talin til frekar frjálslyndra ríkja þar sem eignarétturinn er virtur. Þannig að ég tel að sú fyrirmynd sé bara góð,“ segir hann.
Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira