Furðar sig á ummælunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. júlí 2019 06:15 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það er fjarri mér að fara að standa í einhverjum frekari rökræðum um þetta mál, það liggur bara svona, einfalt og skýrt fyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við Fréttablaðið, þegar hann var spurður út í ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, í garð forsætisnefndar. Þórhildur Sunna kallaði forsætisnefndina „gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar“ í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á sunnudag. Forsætisnefnd féllst í síðasta mánuði á niðurstöðu siðanefndar þess efnis að Þórhildur Sunna hefði brotið siðareglur með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. „Ég kalla þá forsætisnefnd gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema framkomu ungrar konu í stjórnarandstöðu sem móðgaði miðaldra karl,“ sagði Þórhildur Sunna. Steingrímur hafnar því alfarið að forsætisnefnd sé spillt. „Einhver ummæli um spillta forsætisnefnd eiga náttúrulega í sjálfu sér ekki við, það ætti að beina þeim spjótum að siðanefndinni en að sjálfsögðu ekki forsætisnefndinni. Það er niðurstaða siðanefndar sem er látin standa,“ segir Steingrímur og bendir á að allir málsaðilar hafi óskað eftir því að málinu yrði skotið til siðanefndar sem var og gert. Málið hafi því legið einfalt fyrir forsætisnefnd sem hafi gert þá niðurstöðu að sinni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir forsætisnefnd gjörspillta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. 30. júní 2019 12:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
„Það er fjarri mér að fara að standa í einhverjum frekari rökræðum um þetta mál, það liggur bara svona, einfalt og skýrt fyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við Fréttablaðið, þegar hann var spurður út í ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, í garð forsætisnefndar. Þórhildur Sunna kallaði forsætisnefndina „gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar“ í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á sunnudag. Forsætisnefnd féllst í síðasta mánuði á niðurstöðu siðanefndar þess efnis að Þórhildur Sunna hefði brotið siðareglur með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. „Ég kalla þá forsætisnefnd gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema framkomu ungrar konu í stjórnarandstöðu sem móðgaði miðaldra karl,“ sagði Þórhildur Sunna. Steingrímur hafnar því alfarið að forsætisnefnd sé spillt. „Einhver ummæli um spillta forsætisnefnd eiga náttúrulega í sjálfu sér ekki við, það ætti að beina þeim spjótum að siðanefndinni en að sjálfsögðu ekki forsætisnefndinni. Það er niðurstaða siðanefndar sem er látin standa,“ segir Steingrímur og bendir á að allir málsaðilar hafi óskað eftir því að málinu yrði skotið til siðanefndar sem var og gert. Málið hafi því legið einfalt fyrir forsætisnefnd sem hafi gert þá niðurstöðu að sinni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir forsætisnefnd gjörspillta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. 30. júní 2019 12:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Segir forsætisnefnd gjörspillta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. 30. júní 2019 12:30