Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2019 11:30 Iðrandi játar Kolbeinn á sig vanþekkingu og vanmátt í málefnum flóttafólks. visir/vilhelm „Ég er hluti af því skrifræði. Ég er alþingismaður og ber sem slíkur ábyrgð á lagaumhverfinu, eins og hinir 62 kollegar mínir. Ábyrgð okkar sem myndum stjórnarmeirihlutann er enn ríkari en annara. Ég hef ekki staðið mig hvað þá ábyrgð varðar,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna í viðhorfspistli sem hann birtir á Vísi.Vísir greindi í morgun frá mikilli reiði sem brotist hefur út vegna mála afganskra barna sem til stendur að vísa úr landi. Stjórnvöld fá það óþvegið, ekki síst Vinstri grænir sem sakaðir eru um hræsni og aðgerðarleysi þó þeir vilji á tyllidögum skreyta sig mannúð. Reiðin hefur einkum beinst að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem og gagnvart Kolbeini sem lagði orð í belg í gærkvöldi. Og sagðist þá hafa bundið vonir við nefndarstörf í málinu. Iðrandi játar Kolbeinn á sig vanþekkingu og vanmátt. Hann hafi bent á að skóinn kreppi í málefnum flóttafólks, við ýmis tækifæri. En kerfið sé samt óbreytt og það sé ólíðandi. „Ég kann ekkert annað en að reyna að vekja athygli á þessum málum, reyna að hreyfa við hlutum og spyrjast fyrir, tala um það sem betur má fara, reyna að koma í veg fyrir að við eyðileggjum líf fólks með því að senda það út á guð og gaddinn. Einhverjum mun finnast það lítilfjörlegt, vilja róttækar aðgerðir strax. Það er gott, þannig á það að vera og ég tek af auðmýkt við réttlátri reiði yfir því að ég hafi ekki gert meira. Að stjórnvöld hafi ekki gert meira. Að Alþingi hafi ekki gert meira.“ Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Vinstri græn Tengdar fréttir Sýnum flóttafólki mannúð Fjölskylda telur sig komna í öruggt skjól. Börnin fara í skóla, eignast vini og taka þátt í félagslífi. Unglingsdóttir gengur í hljómsveit og nýtur þess að spila tónlist. 3. júlí 2019 11:25 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Ég er hluti af því skrifræði. Ég er alþingismaður og ber sem slíkur ábyrgð á lagaumhverfinu, eins og hinir 62 kollegar mínir. Ábyrgð okkar sem myndum stjórnarmeirihlutann er enn ríkari en annara. Ég hef ekki staðið mig hvað þá ábyrgð varðar,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna í viðhorfspistli sem hann birtir á Vísi.Vísir greindi í morgun frá mikilli reiði sem brotist hefur út vegna mála afganskra barna sem til stendur að vísa úr landi. Stjórnvöld fá það óþvegið, ekki síst Vinstri grænir sem sakaðir eru um hræsni og aðgerðarleysi þó þeir vilji á tyllidögum skreyta sig mannúð. Reiðin hefur einkum beinst að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem og gagnvart Kolbeini sem lagði orð í belg í gærkvöldi. Og sagðist þá hafa bundið vonir við nefndarstörf í málinu. Iðrandi játar Kolbeinn á sig vanþekkingu og vanmátt. Hann hafi bent á að skóinn kreppi í málefnum flóttafólks, við ýmis tækifæri. En kerfið sé samt óbreytt og það sé ólíðandi. „Ég kann ekkert annað en að reyna að vekja athygli á þessum málum, reyna að hreyfa við hlutum og spyrjast fyrir, tala um það sem betur má fara, reyna að koma í veg fyrir að við eyðileggjum líf fólks með því að senda það út á guð og gaddinn. Einhverjum mun finnast það lítilfjörlegt, vilja róttækar aðgerðir strax. Það er gott, þannig á það að vera og ég tek af auðmýkt við réttlátri reiði yfir því að ég hafi ekki gert meira. Að stjórnvöld hafi ekki gert meira. Að Alþingi hafi ekki gert meira.“
Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Vinstri græn Tengdar fréttir Sýnum flóttafólki mannúð Fjölskylda telur sig komna í öruggt skjól. Börnin fara í skóla, eignast vini og taka þátt í félagslífi. Unglingsdóttir gengur í hljómsveit og nýtur þess að spila tónlist. 3. júlí 2019 11:25 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Sýnum flóttafólki mannúð Fjölskylda telur sig komna í öruggt skjól. Börnin fara í skóla, eignast vini og taka þátt í félagslífi. Unglingsdóttir gengur í hljómsveit og nýtur þess að spila tónlist. 3. júlí 2019 11:25
„Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30