Umboðsmaður barna krefst fundar með dómsmálaráðherra vegna barnanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2019 10:40 Salvör Nordal, umboðsmaður barna. FBL/GVA Umboðsmaður barna óskar eftir fundi hið fyrsta með dómsmálaráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar til að fara yfir mál barna sem endursenda á til Grikklands þar sem fjölskyldunum hefur verið veitt alþjóðleg vernd. Þetta kemur fram á heimasíðu umboðsmanns en ítarlega hefur verið fjallar um tvær afgangskar fjölskyldur með börn sem Útlendingastofnun hefur komist að niðurstöðu um að vísa eigi úr landi en ekki veita alþjóðlega vernd. Óskar umboðsmaður barna eftir að ræða fyrirkomulag þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra hér á landi á meðan umsókn er til meðferðar, meðferð umsókna og málsmeðferðartíma og hvort dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun telji þörf á að taka til skoðunar meðferð þessara mála með hliðsjón af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins ásamt öðrum alþjóðlegum skuldbindingum Íslands á sviði mannréttinda. „Á heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að endursendingum hælisleitenda til Grikklands hafi verið hætt árið 2010 þar sem aðstæður í gríska hæliskerfinu hafi verið taldar ófullnægjandi. Þá kemur þar einnig fram að endursendingum þeirra sem fengið hafa alþjóðlega vernd í löndunum tveimur hafi ekki verið hætt þar sem þeir einstaklingar hafi fengið útgefin dvalarleyfi og fari því ekki í gengum hæliskerfið þar í landi,“ segir á vef umboðsmanns. Með hliðsjón af því óskar umboðsmaður barna eftir því að á fundinum verði farið yfir forsendur þeirrar ákvörðunar að halda áfram endursendingum fjölskyldna sem hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi og þær upplýsingar sem ráðuneytið og Útlendingastofnun búa yfir um aðstæður barna og fjölskyldna sem hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Fyrirhuguð eru mótmæli klukkan 17 í dag þar sem gengið verður frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. Alþingi Börn og uppeldi Hælisleitendur Tengdar fréttir Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Umboðsmaður barna óskar eftir fundi hið fyrsta með dómsmálaráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar til að fara yfir mál barna sem endursenda á til Grikklands þar sem fjölskyldunum hefur verið veitt alþjóðleg vernd. Þetta kemur fram á heimasíðu umboðsmanns en ítarlega hefur verið fjallar um tvær afgangskar fjölskyldur með börn sem Útlendingastofnun hefur komist að niðurstöðu um að vísa eigi úr landi en ekki veita alþjóðlega vernd. Óskar umboðsmaður barna eftir að ræða fyrirkomulag þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra hér á landi á meðan umsókn er til meðferðar, meðferð umsókna og málsmeðferðartíma og hvort dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun telji þörf á að taka til skoðunar meðferð þessara mála með hliðsjón af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins ásamt öðrum alþjóðlegum skuldbindingum Íslands á sviði mannréttinda. „Á heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að endursendingum hælisleitenda til Grikklands hafi verið hætt árið 2010 þar sem aðstæður í gríska hæliskerfinu hafi verið taldar ófullnægjandi. Þá kemur þar einnig fram að endursendingum þeirra sem fengið hafa alþjóðlega vernd í löndunum tveimur hafi ekki verið hætt þar sem þeir einstaklingar hafi fengið útgefin dvalarleyfi og fari því ekki í gengum hæliskerfið þar í landi,“ segir á vef umboðsmanns. Með hliðsjón af því óskar umboðsmaður barna eftir því að á fundinum verði farið yfir forsendur þeirrar ákvörðunar að halda áfram endursendingum fjölskyldna sem hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi og þær upplýsingar sem ráðuneytið og Útlendingastofnun búa yfir um aðstæður barna og fjölskyldna sem hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Fyrirhuguð eru mótmæli klukkan 17 í dag þar sem gengið verður frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll.
Alþingi Börn og uppeldi Hælisleitendur Tengdar fréttir Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30
„Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30
Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09
Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40