Óánægja með vinstrislagsíðu stjórnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. júlí 2019 06:15 Grasrót Sjálfstæðisflokksins er ekki á allt sátt við stefnu forystunnar. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Staðan er þung í grasrót Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki aðeins ágreiningur um þriðja orkupakkann og opinberar skeytasendingar milli forystunnar og uppgjafaformanna flokksins heldur er vinstri slagsíða á stjórnarheimilinu helsti uppruni pirrings í grasrót flokksins að mati viðmælenda blaðsins. Áhersla á skattlagningu, sektarheimildir til Jafnréttisstofu og bann við sölu ríkisfyrirtækja á borð við Íslandspóst er meðal þess sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa nefnt sem dæmi um vinstri áherslur sem fara fyrir brjóstið á flokksmönnum. Áhersla forystunnar á að höfða til Viðreisnarfylgis á kostnað stefnumála flokksins er einnig nefnd forystunni til foráttu. Þótt formaður flokksins njóti almenns stuðnings gætir nokkurrar óánægju með að hann sé að breytast í embættismann og það vanti orðið í hann alla pólitík. Hann þykir standa sig vel í sínu ráðuneyti en það dugir ekki fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að reka ríkið vel. Það þurfi líka að tala um stjórnmál og ræða hægrimálin. Ágreiningur innan flokksins um þriðja orkupakkann er að mati viðmælenda flokksins að mestu leyti í hverfafélögunum í Reykjavík. „Ég er mjög ósáttur. Ég hef talað við fullt af fólki sem er ósátt og margir þeirra hafa sagt sig úr flokknum. Ef þetta fer í gegn, þá mun ég segja mig úr flokknum ásamt fleirum,“ segir Hafsteinn Númason, formaður Sjálfstæðisfélags Kjalnesinga, um þriðja orkupakkann. Hverfafélögin í Reykjavík hafa lengi talist eitt helsta vígi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og er mönnum nú tíðrætt um óyndi meðal stuðningsmanna hans. Heilt yfir hafa viðmælendur blaðsins frekar áhyggjur af vinstrislagsíðu stjórnarinnar en deilum um þriðja orkupakkann og gagnrýni uppgjafaformanna á forystu flokksins. Sá skjálfti sem farið hefur um flokkinn vegna þess er að mestu hjaðnaður. Þá bíða menn einnig tiltölulega rólegir eftir ákvörðun um nýjan dómsmálaráðherra. Þingflokkurinn fundar í dag og er gert ráð fyrir að málið beri þar á góma en ekki er búist við að tilkynnt verði um nýjan ráðherra fyrr en síðsumars. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Staðan er þung í grasrót Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki aðeins ágreiningur um þriðja orkupakkann og opinberar skeytasendingar milli forystunnar og uppgjafaformanna flokksins heldur er vinstri slagsíða á stjórnarheimilinu helsti uppruni pirrings í grasrót flokksins að mati viðmælenda blaðsins. Áhersla á skattlagningu, sektarheimildir til Jafnréttisstofu og bann við sölu ríkisfyrirtækja á borð við Íslandspóst er meðal þess sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa nefnt sem dæmi um vinstri áherslur sem fara fyrir brjóstið á flokksmönnum. Áhersla forystunnar á að höfða til Viðreisnarfylgis á kostnað stefnumála flokksins er einnig nefnd forystunni til foráttu. Þótt formaður flokksins njóti almenns stuðnings gætir nokkurrar óánægju með að hann sé að breytast í embættismann og það vanti orðið í hann alla pólitík. Hann þykir standa sig vel í sínu ráðuneyti en það dugir ekki fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að reka ríkið vel. Það þurfi líka að tala um stjórnmál og ræða hægrimálin. Ágreiningur innan flokksins um þriðja orkupakkann er að mati viðmælenda flokksins að mestu leyti í hverfafélögunum í Reykjavík. „Ég er mjög ósáttur. Ég hef talað við fullt af fólki sem er ósátt og margir þeirra hafa sagt sig úr flokknum. Ef þetta fer í gegn, þá mun ég segja mig úr flokknum ásamt fleirum,“ segir Hafsteinn Númason, formaður Sjálfstæðisfélags Kjalnesinga, um þriðja orkupakkann. Hverfafélögin í Reykjavík hafa lengi talist eitt helsta vígi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og er mönnum nú tíðrætt um óyndi meðal stuðningsmanna hans. Heilt yfir hafa viðmælendur blaðsins frekar áhyggjur af vinstrislagsíðu stjórnarinnar en deilum um þriðja orkupakkann og gagnrýni uppgjafaformanna á forystu flokksins. Sá skjálfti sem farið hefur um flokkinn vegna þess er að mestu hjaðnaður. Þá bíða menn einnig tiltölulega rólegir eftir ákvörðun um nýjan dómsmálaráðherra. Þingflokkurinn fundar í dag og er gert ráð fyrir að málið beri þar á góma en ekki er búist við að tilkynnt verði um nýjan ráðherra fyrr en síðsumars.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira