Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2019 21:34 Gísli Daníel Reynisson, eigandi hertrukkanna og flugvélarinnar. Stöð 2/Einar Árnason. Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera heldur gegna allt öðru hlutverki, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2. Fæstir eiga von á því að rekast á hertól þegar þeir aka um þetta friðsæla sveitaþorp en trukkarnir eru vinsælt myndefni ferðamanna.Hertrukkarnir eru vinsælt myndefni í Vík.Stöð 2/Einar Árnason.„Já, já. Þeir eru mikið myndaðir. Það er verið að mynda hér alla daga,“ segir Gísli D. Reynisson, eigandi hertrukkanna. Þeir eru ættaðir úr gömlu Sovétríkjunum, gamlir kaldastríðstrukkar, auk eins af Benz-gerð. „Fyrstu tvo fluttum við inn frá Austur-Þýskalandi þegar Rússarnir fóru heim þegar Múrinn féll,“ segir Gísli.Trukkarnir fengust frá Austur-Þýskalandi eftir lok kalda stríðsins.Stöð 2/Einar Árnason.Jafnframt fengu þeir aðra tvo, sem notaðir voru sem leikmunir í kvikmyndinni Fast and Furious, en til stóð að farga. Og sá er einmitt tilgangur Gísla með að halda í trukkana; að nýta þá við kvikmyndatökur.Eigandinn nýtir trukkana í kvikmyndaverkefni hérlendis.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég hef bara lengi starfað svona aðeins með kvikmyndafólki og hef nýtt þá í ýmis kvikmyndaverkefni, bæði sem leikmynd og sérstaklega ef það er verið að mynda á jöklum, þá eru þetta alveg sérstaklega góð tæki, þú getur keyrt um alla jökla á orginal óbreyttum bílum.“ En hér er líka eldgömul sovésk flugvél, sundurtekin undir húsvegg, af gerðinni Antonov AN 2.Úr flugstjórnarklefa Antonov-flugvélarinnar í Vík.Stöð 2/Einar Árnason.„Það átti líka að farga henni. Þannig að mér tókst svona á síðustu stundu að forða því.“ -En ekki ætlarðu að fljúga henni hérna í Vík eða hvað? „Nei, nei. Það er búið að eyðileggja hana. En hún var flughæf bara fyrir þremur árum síðan. En það er náttúrlega bara alveg búið að eyðileggja hana núna. En hún gæti nýst sem leikmynd.“Úr farþegaklefanum. Þessi stærsta tvíþekja heims getur borið allt að fjórtán farþega.Stöð 2/Einar Árnason.Og Antonov-flugvélin er líka kvikmyndastjarna, var notuð í kvikmyndinni Arctic með danska leikaranum Mads Mikkelsen og íslensku leikkonunni Maríu Thelmu Smáradóttur. „Þetta er stærsta tvíþekja sem hefur verið framleidd, fjórtán sæta vél, einshreyfils, og vél sem átti heimsmet í því að vera lengst í framleiðslu. Hún var framleidd, að ég held, í 57 ár,“ segir Gísli Daníel Reynisson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bílar Fréttir af flugi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hjólabátar Mýrdælinga ekki fengist samþykktir sem skip Áform Mýrdælinga um að hefja á ný siglingar með ferðamenn á hjólabátum eru strand í kerfinu. Tveir hjólabátar, sem keyptir voru til landsins, hafa safnað skuldum á þriðja ár. 3. júlí 2019 22:29 Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Sjá meira
Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera heldur gegna allt öðru hlutverki, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2. Fæstir eiga von á því að rekast á hertól þegar þeir aka um þetta friðsæla sveitaþorp en trukkarnir eru vinsælt myndefni ferðamanna.Hertrukkarnir eru vinsælt myndefni í Vík.Stöð 2/Einar Árnason.„Já, já. Þeir eru mikið myndaðir. Það er verið að mynda hér alla daga,“ segir Gísli D. Reynisson, eigandi hertrukkanna. Þeir eru ættaðir úr gömlu Sovétríkjunum, gamlir kaldastríðstrukkar, auk eins af Benz-gerð. „Fyrstu tvo fluttum við inn frá Austur-Þýskalandi þegar Rússarnir fóru heim þegar Múrinn féll,“ segir Gísli.Trukkarnir fengust frá Austur-Þýskalandi eftir lok kalda stríðsins.Stöð 2/Einar Árnason.Jafnframt fengu þeir aðra tvo, sem notaðir voru sem leikmunir í kvikmyndinni Fast and Furious, en til stóð að farga. Og sá er einmitt tilgangur Gísla með að halda í trukkana; að nýta þá við kvikmyndatökur.Eigandinn nýtir trukkana í kvikmyndaverkefni hérlendis.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég hef bara lengi starfað svona aðeins með kvikmyndafólki og hef nýtt þá í ýmis kvikmyndaverkefni, bæði sem leikmynd og sérstaklega ef það er verið að mynda á jöklum, þá eru þetta alveg sérstaklega góð tæki, þú getur keyrt um alla jökla á orginal óbreyttum bílum.“ En hér er líka eldgömul sovésk flugvél, sundurtekin undir húsvegg, af gerðinni Antonov AN 2.Úr flugstjórnarklefa Antonov-flugvélarinnar í Vík.Stöð 2/Einar Árnason.„Það átti líka að farga henni. Þannig að mér tókst svona á síðustu stundu að forða því.“ -En ekki ætlarðu að fljúga henni hérna í Vík eða hvað? „Nei, nei. Það er búið að eyðileggja hana. En hún var flughæf bara fyrir þremur árum síðan. En það er náttúrlega bara alveg búið að eyðileggja hana núna. En hún gæti nýst sem leikmynd.“Úr farþegaklefanum. Þessi stærsta tvíþekja heims getur borið allt að fjórtán farþega.Stöð 2/Einar Árnason.Og Antonov-flugvélin er líka kvikmyndastjarna, var notuð í kvikmyndinni Arctic með danska leikaranum Mads Mikkelsen og íslensku leikkonunni Maríu Thelmu Smáradóttur. „Þetta er stærsta tvíþekja sem hefur verið framleidd, fjórtán sæta vél, einshreyfils, og vél sem átti heimsmet í því að vera lengst í framleiðslu. Hún var framleidd, að ég held, í 57 ár,“ segir Gísli Daníel Reynisson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bílar Fréttir af flugi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hjólabátar Mýrdælinga ekki fengist samþykktir sem skip Áform Mýrdælinga um að hefja á ný siglingar með ferðamenn á hjólabátum eru strand í kerfinu. Tveir hjólabátar, sem keyptir voru til landsins, hafa safnað skuldum á þriðja ár. 3. júlí 2019 22:29 Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Sjá meira
Hjólabátar Mýrdælinga ekki fengist samþykktir sem skip Áform Mýrdælinga um að hefja á ný siglingar með ferðamenn á hjólabátum eru strand í kerfinu. Tveir hjólabátar, sem keyptir voru til landsins, hafa safnað skuldum á þriðja ár. 3. júlí 2019 22:29
Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30
Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51