Fljótasta táningsstúlka sögunnar ekki líkleg til að ná bílprófinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2019 14:00 Amy Hunt trúði varla tímanum þegar hún kom í mark. Mynd/Twitter/@AmyHunt02 Bretar eru að eignast mikla hlaupastjörnu í hinni átján ára gömlu Amy Hunt sem setti athyglisvert met á dögunum. Amy Hunt kom þá í mark í 200 metra hlaupi á 22,42 sekúndum. Engin kona átján ára og yngri hefur hlaupið þessa vegalengd hraðar í heiminum. Amy Hunt kemst þar í hóp með Usain Bolt sem er sá karlmaður sem hefur hlaupið 200 metrana hraðast fyrir átján ára afmælið. Amy Hunt er fædd 15. maí 2002 og er því nýorðin sautján ára gömul. Hún er nýkomin í sviðsljósið en var í stóru viðtalið við Telegraph um helgina.Meet Amy Hunt: the British teenage sprinter following in the footsteps of Usain Bolt | @benbloomsporthttps://t.co/qUulhrSlVj — Telegraph Sport (@TelegraphSport) July 7, 2019„Þetta er svo skrýtið. Hann er stærsta nafnið í sportinu og allir vita hver hann er. Það er svo skrýtið að ég eigi samskonar met og hann,“ sagði Amy Hunt um samanburðinn á metum hennar og Usain Bolt. Amy Hunt er langt frá því að vera bara spretthlaupari. Hún er líka frábær námsmaður, er búin að ná sjötta stigi á selló og er að hugsa um að sækja um skólavist í annaðhvort Oxford eða Cambridge. Í þessu fróðlega viðtali kemur fram að eiginlega eini gallinn sem finnst hjá henni er þegar hún sest fyrir aftan stýrið. Hún er ekki líkleg til að ná bílprófinu á næstunni. „Síðast þegar ég reyndi að keyra þá drap ég þrisvar á bílnum,“ sagði Amy Hunt hlæjandi. Hún treystir því á fjölskyldumeðlimi að keyra hana á æfingar. Amy Hunt á líka 20 ára metið hjá bretum og aðeins tvær breskar konur hafa hlaupið hraðar en hún eða þær Dina Asher-Smith og Kathy Cook. Dina Asher-Smith hljóp einmitt á sama tíma og hún á sama degi þegar Asher-Smith varð þriðja á dementamóti í Eugene í Bandaríkjunum.@AmyHunt02 breaks @dinaashersmith's British U20 200m record, @jzells01 sets a @EuroAthletics U20 110m hurdles lead and PB's galore for the British contingent in Mannheim this weekend! Our highlights from the weekend's action here https://t.co/VRppuN9gZQ — British Athletics (@BritAthletics) June 30, 2019Amy Hunt er með þessu frábæra hlaupi sínu búin að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Hún leyfir sér þó ekki að hugsa um leikanna í Tókýó nærri því strax. Fyrst á dagskrá er að klára menntaskólann og ná sem bestum árangri í prófunum á næsta ári. Það má ekkert slaka á þar ef þú ætlar að komast inn í Oxford eða Cambridge. „Íþróttakonur geta alveg verið klárar. Sjáið bara Dina og Lauru. Þær hafa sýnt að maður þarf ekki að fórna öðru fyrir hitt,“ sagði Hunt. Umrædd Asher-Smith er lærður sagnfræðingur og millivegahlauparinn og Evrópumeistarinn Laura Muir er dýralæknir. „Námið er virkilega mikilvægt. Fullt af íþróttafólki á mínum aldri halda að ef þeir ná árangri í íþróttum þá þurfi þau ekki að leggja sig fram í námi. Lífið heldur áfram eftir íþróttirnar og þá er afar mikilvægt að vera búin með skólann líka,“ sagði Hunt. Það má finna allt viðtalið við Amy Hunt með því að smella hér. Bretland Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ Sjá meira
Bretar eru að eignast mikla hlaupastjörnu í hinni átján ára gömlu Amy Hunt sem setti athyglisvert met á dögunum. Amy Hunt kom þá í mark í 200 metra hlaupi á 22,42 sekúndum. Engin kona átján ára og yngri hefur hlaupið þessa vegalengd hraðar í heiminum. Amy Hunt kemst þar í hóp með Usain Bolt sem er sá karlmaður sem hefur hlaupið 200 metrana hraðast fyrir átján ára afmælið. Amy Hunt er fædd 15. maí 2002 og er því nýorðin sautján ára gömul. Hún er nýkomin í sviðsljósið en var í stóru viðtalið við Telegraph um helgina.Meet Amy Hunt: the British teenage sprinter following in the footsteps of Usain Bolt | @benbloomsporthttps://t.co/qUulhrSlVj — Telegraph Sport (@TelegraphSport) July 7, 2019„Þetta er svo skrýtið. Hann er stærsta nafnið í sportinu og allir vita hver hann er. Það er svo skrýtið að ég eigi samskonar met og hann,“ sagði Amy Hunt um samanburðinn á metum hennar og Usain Bolt. Amy Hunt er langt frá því að vera bara spretthlaupari. Hún er líka frábær námsmaður, er búin að ná sjötta stigi á selló og er að hugsa um að sækja um skólavist í annaðhvort Oxford eða Cambridge. Í þessu fróðlega viðtali kemur fram að eiginlega eini gallinn sem finnst hjá henni er þegar hún sest fyrir aftan stýrið. Hún er ekki líkleg til að ná bílprófinu á næstunni. „Síðast þegar ég reyndi að keyra þá drap ég þrisvar á bílnum,“ sagði Amy Hunt hlæjandi. Hún treystir því á fjölskyldumeðlimi að keyra hana á æfingar. Amy Hunt á líka 20 ára metið hjá bretum og aðeins tvær breskar konur hafa hlaupið hraðar en hún eða þær Dina Asher-Smith og Kathy Cook. Dina Asher-Smith hljóp einmitt á sama tíma og hún á sama degi þegar Asher-Smith varð þriðja á dementamóti í Eugene í Bandaríkjunum.@AmyHunt02 breaks @dinaashersmith's British U20 200m record, @jzells01 sets a @EuroAthletics U20 110m hurdles lead and PB's galore for the British contingent in Mannheim this weekend! Our highlights from the weekend's action here https://t.co/VRppuN9gZQ — British Athletics (@BritAthletics) June 30, 2019Amy Hunt er með þessu frábæra hlaupi sínu búin að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Hún leyfir sér þó ekki að hugsa um leikanna í Tókýó nærri því strax. Fyrst á dagskrá er að klára menntaskólann og ná sem bestum árangri í prófunum á næsta ári. Það má ekkert slaka á þar ef þú ætlar að komast inn í Oxford eða Cambridge. „Íþróttakonur geta alveg verið klárar. Sjáið bara Dina og Lauru. Þær hafa sýnt að maður þarf ekki að fórna öðru fyrir hitt,“ sagði Hunt. Umrædd Asher-Smith er lærður sagnfræðingur og millivegahlauparinn og Evrópumeistarinn Laura Muir er dýralæknir. „Námið er virkilega mikilvægt. Fullt af íþróttafólki á mínum aldri halda að ef þeir ná árangri í íþróttum þá þurfi þau ekki að leggja sig fram í námi. Lífið heldur áfram eftir íþróttirnar og þá er afar mikilvægt að vera búin með skólann líka,“ sagði Hunt. Það má finna allt viðtalið við Amy Hunt með því að smella hér.
Bretland Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ Sjá meira