Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2019 13:27 Ásta Stefánsdóttir tók við starfi sveitarstjóra í Bláskógabyggð í fyrra. Vísir/Magnús Hlynur Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitarfélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. Alls hafa níu börn greinst með sýkingar af völdum E. coli baktería. Fjögur fyrir helgi og svo bættust við fimm um helgina. Öll börnin eiga það sameiginlegt að hafa verið á ferð um Bláskógabyggð undanfarnar vikur. Þá eru þau öll búsett á höfuðborgarsvæðinu. „Það er óþægilegt að það er eins og allir liggi undir grun í svo gríðarlega stóru sveitarfélagi,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Þau fylgist grannt með gangi mála en taki engan þátt í sjálfri rannsókninni.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að börnin sem greindust um helgina með sýkingu af völdum E. coli baktería séu sem betur fer ekki alvarlega veik.Vísir/BaldurÍbúar hugsa til barnanna Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði við Vísi í morgun að verið sé að vinna í að finna sameiginlegan punkt í ferðalögum barnanna í Bláskógabyggð. Hann segir reynt með ákveðnum faraldsfræðilegum upplýsingum að negla niður líklegustu staðina hvar smitið hafi átt sér stað. „Þá er tekið sýni þaðan og það gildir bæði um matvæli, vatn og fleira sem er verið að skoða.“ Ásta segir að búið sé að kanna öll vatnsbólin í Bláskógabyggð og þar sé allt í góðu lagi. Það sé í raun það sem snúi beint að sveitarfélaginu og rekstri þess. Þar sé ekkert að óttast. „Við getum lítið gert nema bíða eftir niðurstöðum og það verður mjög gott þegar þær liggja fyrir.“ Fólk hugsi til barnanna sem hafi smitast.Kenningar eigi ekki heima í fjölmiðlum Þórólfur segir ekki tímabært að segja neitt um það á þessu stigi hvort líklegra sé að smitið komi úr matvælum eða vatni. „Það geta verið alls konar vangaveltur, teoríur og kenningar og því um líkt en það á ekki heima í fjölmiðlum. Við erum bara að vinna og skoða þessa hluti og þegar við erum orðin nokkuð viss um hvaðan þetta kemur þá munum við segja það. En á meðan svo er ekki þá höldum við þessari vinnu fyrir okkur,“ segir Þórólfur. Fólk getur smitast af E. coli með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengaðan úrgang dýra. Þannig kemst bakterían um munn og niður í meltingarveg þar sem hún framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Fjögur börn veik eftir E. coli smit Alvarlegt E.coli smit kom upp á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. 4. júlí 2019 12:00 Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Sjá meira
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitarfélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. Alls hafa níu börn greinst með sýkingar af völdum E. coli baktería. Fjögur fyrir helgi og svo bættust við fimm um helgina. Öll börnin eiga það sameiginlegt að hafa verið á ferð um Bláskógabyggð undanfarnar vikur. Þá eru þau öll búsett á höfuðborgarsvæðinu. „Það er óþægilegt að það er eins og allir liggi undir grun í svo gríðarlega stóru sveitarfélagi,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Þau fylgist grannt með gangi mála en taki engan þátt í sjálfri rannsókninni.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að börnin sem greindust um helgina með sýkingu af völdum E. coli baktería séu sem betur fer ekki alvarlega veik.Vísir/BaldurÍbúar hugsa til barnanna Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði við Vísi í morgun að verið sé að vinna í að finna sameiginlegan punkt í ferðalögum barnanna í Bláskógabyggð. Hann segir reynt með ákveðnum faraldsfræðilegum upplýsingum að negla niður líklegustu staðina hvar smitið hafi átt sér stað. „Þá er tekið sýni þaðan og það gildir bæði um matvæli, vatn og fleira sem er verið að skoða.“ Ásta segir að búið sé að kanna öll vatnsbólin í Bláskógabyggð og þar sé allt í góðu lagi. Það sé í raun það sem snúi beint að sveitarfélaginu og rekstri þess. Þar sé ekkert að óttast. „Við getum lítið gert nema bíða eftir niðurstöðum og það verður mjög gott þegar þær liggja fyrir.“ Fólk hugsi til barnanna sem hafi smitast.Kenningar eigi ekki heima í fjölmiðlum Þórólfur segir ekki tímabært að segja neitt um það á þessu stigi hvort líklegra sé að smitið komi úr matvælum eða vatni. „Það geta verið alls konar vangaveltur, teoríur og kenningar og því um líkt en það á ekki heima í fjölmiðlum. Við erum bara að vinna og skoða þessa hluti og þegar við erum orðin nokkuð viss um hvaðan þetta kemur þá munum við segja það. En á meðan svo er ekki þá höldum við þessari vinnu fyrir okkur,“ segir Þórólfur. Fólk getur smitast af E. coli með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengaðan úrgang dýra. Þannig kemst bakterían um munn og niður í meltingarveg þar sem hún framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Fjögur börn veik eftir E. coli smit Alvarlegt E.coli smit kom upp á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. 4. júlí 2019 12:00 Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Sjá meira
Fjögur börn veik eftir E. coli smit Alvarlegt E.coli smit kom upp á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. 4. júlí 2019 12:00
Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30