Börn veikjast frekar en fullorðnir af völdum E. coli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júlí 2019 20:00 Alls hafa tíu börn greinst með sýkingu af völdum E.coli baktería. Sóttvarnarlæknir segir börn sérstaklega næm fyrir bakteríunni og hugsanlegt sé að fullorðnir myndi ónæmi fyrir henni. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir íbúa uggandi yfir stöðunni. Tíunda e.coli smitið var staðfest í dag. Þeir sem smitaðir eru eiga það sameiginlegt að hafa verið á ferð um Bláskógabyggð undanfarnar vikur. Um er að ræða saurbakteríu sem kemst niður í meltingarveg og framleiðir eiturefni sem valdið getur blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnarbilun og blóðleysi. „Þetta er semsagt saurmengun. Þetta er baktería sem lifir í saur og hún kemst í matvæli og vatn. Fólk getur einnig smitast beint af dýrum eða menguðu umhverfi. Fólk lætur þessa bakteríu ofan í sig og þannig myndast sýking,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Hann segir ekki tímabært að segja til um hvort líklegra sé að smitið komi úr matvælum eða vatni. Orsök smitsins eru eins og stendur ókunn. Aðspurður hvernig standi á því að einungis börn hafa smitast af veirunni segir hann börn líklega næmari fyrir henni. „Já börn veikjast frekar en fullorðnir af völdum þessarar bakteríu. Fá meiri einkenni og veikjast oftar, afhverju það er er ekki alveg ljóst en það er hugsanlegt að við fullorðna fólkið séum búin að mynda einhvers konar ónæmi sem verndar okkur meira en börnin,“ sagði Þórólfur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að börnin sem greindust um helgina með sýkingu af völdum E. coli baktería séu sem betur fer ekki alvarlega veik.Vísir/BaldurFjögur börn greindust með sýkinguna í síðustu viku en tvö af þeim voru lögð inn á Barnaspítalann með alvarleg einkenni. Annað þeirra er útskrifað og komið heim en hitt liggur enn á spítalanum. „Þessi fimm sem greindust um helgina hafa ekki þurft að leggjast inn á spítalann og eru þannig ekki með alvarleg veikindi en það er fylgst áfram með þeim til að tryggja það að þau myndi ekki með sér alvarleg einkenni,“ sagði Þórólfur. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir íbúa órólega yfir stöðunni en þeir bíða nú eftir að uppruni sýkingarinnar finnist. „Það er mjög mikilvægt að það takist að finna hann þannig að það sé hægt að vinna með það og koma í veg fyrir áframhaldandi sýkingar. Á meðan enginn niðurstaða liggur fyrir eru allir að bíða og allir liggja undir grun,“ sagði Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Hún segir íbúa uggandi yfir stöðunni.VÍSIR/MAGNÚS HLYNUR Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. 8. júlí 2019 16:00 Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Alls hafa tíu börn greinst með sýkingu af völdum E.coli baktería. Sóttvarnarlæknir segir börn sérstaklega næm fyrir bakteríunni og hugsanlegt sé að fullorðnir myndi ónæmi fyrir henni. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir íbúa uggandi yfir stöðunni. Tíunda e.coli smitið var staðfest í dag. Þeir sem smitaðir eru eiga það sameiginlegt að hafa verið á ferð um Bláskógabyggð undanfarnar vikur. Um er að ræða saurbakteríu sem kemst niður í meltingarveg og framleiðir eiturefni sem valdið getur blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnarbilun og blóðleysi. „Þetta er semsagt saurmengun. Þetta er baktería sem lifir í saur og hún kemst í matvæli og vatn. Fólk getur einnig smitast beint af dýrum eða menguðu umhverfi. Fólk lætur þessa bakteríu ofan í sig og þannig myndast sýking,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Hann segir ekki tímabært að segja til um hvort líklegra sé að smitið komi úr matvælum eða vatni. Orsök smitsins eru eins og stendur ókunn. Aðspurður hvernig standi á því að einungis börn hafa smitast af veirunni segir hann börn líklega næmari fyrir henni. „Já börn veikjast frekar en fullorðnir af völdum þessarar bakteríu. Fá meiri einkenni og veikjast oftar, afhverju það er er ekki alveg ljóst en það er hugsanlegt að við fullorðna fólkið séum búin að mynda einhvers konar ónæmi sem verndar okkur meira en börnin,“ sagði Þórólfur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að börnin sem greindust um helgina með sýkingu af völdum E. coli baktería séu sem betur fer ekki alvarlega veik.Vísir/BaldurFjögur börn greindust með sýkinguna í síðustu viku en tvö af þeim voru lögð inn á Barnaspítalann með alvarleg einkenni. Annað þeirra er útskrifað og komið heim en hitt liggur enn á spítalanum. „Þessi fimm sem greindust um helgina hafa ekki þurft að leggjast inn á spítalann og eru þannig ekki með alvarleg veikindi en það er fylgst áfram með þeim til að tryggja það að þau myndi ekki með sér alvarleg einkenni,“ sagði Þórólfur. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir íbúa órólega yfir stöðunni en þeir bíða nú eftir að uppruni sýkingarinnar finnist. „Það er mjög mikilvægt að það takist að finna hann þannig að það sé hægt að vinna með það og koma í veg fyrir áframhaldandi sýkingar. Á meðan enginn niðurstaða liggur fyrir eru allir að bíða og allir liggja undir grun,“ sagði Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Hún segir íbúa uggandi yfir stöðunni.VÍSIR/MAGNÚS HLYNUR
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. 8. júlí 2019 16:00 Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. 8. júlí 2019 16:00
Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30
Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27