Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2019 17:35 Jeremy Hunt tók á móti Donald Trump í opinberri heimsókn þess síðarnefnd á Bretlandi í byrjun júní. Vísir/EPA Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands og annað leiðtogaefna Íhaldsflokksins, segir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um breskan sendiherra og Theresu May forsætisráðherra dónaleg og röng gagnvart Bretlandi. Hvetur hann bandaríska forsetann til að sýna virðingu. Trump hefur látið dæluna ganga um Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, á Twitter í dag og í gær eftir að breska blaðið Daily Mail birti frétt upp úr diplómataskjölum sem var lekið. Í þeim lýsti Darroch Bandaríkjaforseta sem „vanhæfum“ og ríkisstjórn hans sem „óstarfhæfri“. Kallaði Trump sendiherrann meðal annars „mjög heimskan gaur“ og „oflátungslegt flón“ í röð tísta í dag. Af einhverjum ástæðum beindi Trump reiði sinni einnig að May forsætisráðherra og fann frammistöðu hennar í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu flest til foráttu. Hunt svaraði Trump á Twitter nú síðdegis. Þar sem vinir töluðu af hreinskilni ætlaði hann sér að gera það einnig. „Þessi ummæli eru dónaleg og röng gagnvart forsætisráðherra okkar og landinu mínu. Dipómatar þínir gefa [Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna] persónulegar skoðanir sínar og það gera okkar líka!“ tísti Hunt.1/2 @realDonaldTrump friends speak frankly so I will: these comments are disrespectful and wrong to our Prime Minister and my country. Your diplomats give their private opinions to @SecPompeo and so do ours! You said the UK/US alliance was the greatest in history and I agree... https://t.co/hNeBWmyyVN— Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 9, 2019 Í tísti Trump sakaði hann May um að hafa hunsað ráð hans um hvernig hún ætti að semja við Evrópusambandið um Brexit og varið eigin „fíflalegu leið“ sem hafi verið „hörmung!“. Hunt tísti til Trump þeir væru sammála honum um að bandalag Bandaríkjanna og Bretlands væri það besta í sögunni. „En bandamenn verða að koma fram við hvor annan af virðingu eins og Theresa May hefur alltaf gert við þig,“ sagði utanríkisráðherrann. Hét hann því ennfremur að nái hann kjöri sem leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra Bretlands ætli hann að halda Darroch sem sendiherra við Bandaríkin. Hunt er þó talinn ólíklegur til að sigra Boris Johnson í leiðtogakjörinu sem Trump hefur þegar lýst stuðningi við.2/2...but allies need to treat each other with respect as @theresa_may has always done with you. Ambassadors are appointed by the UK government and if I become PM our Ambassador stays.— Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 9, 2019 Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands og annað leiðtogaefna Íhaldsflokksins, segir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um breskan sendiherra og Theresu May forsætisráðherra dónaleg og röng gagnvart Bretlandi. Hvetur hann bandaríska forsetann til að sýna virðingu. Trump hefur látið dæluna ganga um Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, á Twitter í dag og í gær eftir að breska blaðið Daily Mail birti frétt upp úr diplómataskjölum sem var lekið. Í þeim lýsti Darroch Bandaríkjaforseta sem „vanhæfum“ og ríkisstjórn hans sem „óstarfhæfri“. Kallaði Trump sendiherrann meðal annars „mjög heimskan gaur“ og „oflátungslegt flón“ í röð tísta í dag. Af einhverjum ástæðum beindi Trump reiði sinni einnig að May forsætisráðherra og fann frammistöðu hennar í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu flest til foráttu. Hunt svaraði Trump á Twitter nú síðdegis. Þar sem vinir töluðu af hreinskilni ætlaði hann sér að gera það einnig. „Þessi ummæli eru dónaleg og röng gagnvart forsætisráðherra okkar og landinu mínu. Dipómatar þínir gefa [Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna] persónulegar skoðanir sínar og það gera okkar líka!“ tísti Hunt.1/2 @realDonaldTrump friends speak frankly so I will: these comments are disrespectful and wrong to our Prime Minister and my country. Your diplomats give their private opinions to @SecPompeo and so do ours! You said the UK/US alliance was the greatest in history and I agree... https://t.co/hNeBWmyyVN— Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 9, 2019 Í tísti Trump sakaði hann May um að hafa hunsað ráð hans um hvernig hún ætti að semja við Evrópusambandið um Brexit og varið eigin „fíflalegu leið“ sem hafi verið „hörmung!“. Hunt tísti til Trump þeir væru sammála honum um að bandalag Bandaríkjanna og Bretlands væri það besta í sögunni. „En bandamenn verða að koma fram við hvor annan af virðingu eins og Theresa May hefur alltaf gert við þig,“ sagði utanríkisráðherrann. Hét hann því ennfremur að nái hann kjöri sem leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra Bretlands ætli hann að halda Darroch sem sendiherra við Bandaríkin. Hunt er þó talinn ólíklegur til að sigra Boris Johnson í leiðtogakjörinu sem Trump hefur þegar lýst stuðningi við.2/2...but allies need to treat each other with respect as @theresa_may has always done with you. Ambassadors are appointed by the UK government and if I become PM our Ambassador stays.— Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 9, 2019
Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30
Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10