Að leiða eða fylgja Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. júní 2019 08:45 Fátt getur komið í veg fyrir að Boris Johnson verði kjörinn leiðtogi breska Íhaldsflokksins og setjist á stól forsætisráðherra um miðjan næsta mánuð. Johnson hefur haft yfirburðastöðu í valferli flokksins, en eftir að hafa sigtað frambjóðendur út einn af öðrum hafa þingmenn nú komið sér saman um þá tvo sem almennir flokksmenn velja á milli: Boris Johnson, og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra. Frambjóðendurnir tveir halda nú í fundaferð um landið, en um 160 þúsund flokksmenn hafa kosningarétt í kjörinu. Þið lásuð rétt, 160 þúsund manns velja nú forsætisráðherra fyrir 60 milljóna þjóð. Talandi um að valdefla grasrótina. Ljóst er að Hunt mun eiga á brattann að sækja því Johnson nýtur vinsælda meðal flokksmanna. Hunt mun hamra á meintum óáreiðanleika og tækifærismennsku keppinautarins. Ekki skortir dæmin til að nefna. Sem borgarstjóri í London var Johnson þekktur fyrir uppátæki sín og kæruleysislegt fas frekar en stjórnvisku. Í borgarstjóratíð sinni sagðist hann frekar myndu hlekkja sig við flugbraut en að heimila byggingu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow flugvelli. Þegar síðar kom að því að kjósa um málið er hann var orðinn þingmaður, skrópaði hann í atkvæðagreiðslunni. Í Brexit málinu er Johnson legið á hálsi fyrir að láta eigin frama ráða ferð en ekki almannahag. Hunt þykir hins vegar traustur. Hann hefur reynslu af viðskiptum og byggði upp eigið fyrirtæki frá grunni. Hann þótti ágætur heilbrigðisráðherra, og hefur farnast mun betur en Johnson eftir að hann tók við af honum sem utanríkisráðherra. Málflutningur hans í Brexit málinu er sömuleiðis jarðtengdari en klisjukennt tal Johnson. Ljóst er að Johnson nýtur hylli hins almenna flokksmanns og mun því að öllum líkindum standa uppi sem sigurvegari. Staðan í Brexit málinu er hins vegar slík að nánast ómögulegt mun verða fyrir hann að þóknast fylgismönnum sínum. Gallinn við Johnson er nefnilega sá að þegar allt kemur til alls reynir hann, eins og aðrir popúlistar að elta almenningsálitið í stað þess að móta það. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs. Þetta þekkjum við hér á landi og okkar eigin íhaldsflokkur virðist við það að liðast í sundur af sömu ástæðu. En í því hljóta að felast tækifæri. Alvöru leiðtogar lýsa stefnumálum og reyna að fá kjósendur til fylgilags, en elta ekki tiktúrur háværrar grasrótar sem ekkert merkilegra virðist hafa við tímann að gera en lemja lyklaborðið móð og másandi. Stefnumál hægri flokka eru ekki úrelt. Skynsamlegar markaðsáherslur, alþjóðahyggja og agi í fjármálum. Þau vantar sannfærandi málsvara sem þora að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs.Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Fátt getur komið í veg fyrir að Boris Johnson verði kjörinn leiðtogi breska Íhaldsflokksins og setjist á stól forsætisráðherra um miðjan næsta mánuð. Johnson hefur haft yfirburðastöðu í valferli flokksins, en eftir að hafa sigtað frambjóðendur út einn af öðrum hafa þingmenn nú komið sér saman um þá tvo sem almennir flokksmenn velja á milli: Boris Johnson, og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra. Frambjóðendurnir tveir halda nú í fundaferð um landið, en um 160 þúsund flokksmenn hafa kosningarétt í kjörinu. Þið lásuð rétt, 160 þúsund manns velja nú forsætisráðherra fyrir 60 milljóna þjóð. Talandi um að valdefla grasrótina. Ljóst er að Hunt mun eiga á brattann að sækja því Johnson nýtur vinsælda meðal flokksmanna. Hunt mun hamra á meintum óáreiðanleika og tækifærismennsku keppinautarins. Ekki skortir dæmin til að nefna. Sem borgarstjóri í London var Johnson þekktur fyrir uppátæki sín og kæruleysislegt fas frekar en stjórnvisku. Í borgarstjóratíð sinni sagðist hann frekar myndu hlekkja sig við flugbraut en að heimila byggingu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow flugvelli. Þegar síðar kom að því að kjósa um málið er hann var orðinn þingmaður, skrópaði hann í atkvæðagreiðslunni. Í Brexit málinu er Johnson legið á hálsi fyrir að láta eigin frama ráða ferð en ekki almannahag. Hunt þykir hins vegar traustur. Hann hefur reynslu af viðskiptum og byggði upp eigið fyrirtæki frá grunni. Hann þótti ágætur heilbrigðisráðherra, og hefur farnast mun betur en Johnson eftir að hann tók við af honum sem utanríkisráðherra. Málflutningur hans í Brexit málinu er sömuleiðis jarðtengdari en klisjukennt tal Johnson. Ljóst er að Johnson nýtur hylli hins almenna flokksmanns og mun því að öllum líkindum standa uppi sem sigurvegari. Staðan í Brexit málinu er hins vegar slík að nánast ómögulegt mun verða fyrir hann að þóknast fylgismönnum sínum. Gallinn við Johnson er nefnilega sá að þegar allt kemur til alls reynir hann, eins og aðrir popúlistar að elta almenningsálitið í stað þess að móta það. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs. Þetta þekkjum við hér á landi og okkar eigin íhaldsflokkur virðist við það að liðast í sundur af sömu ástæðu. En í því hljóta að felast tækifæri. Alvöru leiðtogar lýsa stefnumálum og reyna að fá kjósendur til fylgilags, en elta ekki tiktúrur háværrar grasrótar sem ekkert merkilegra virðist hafa við tímann að gera en lemja lyklaborðið móð og másandi. Stefnumál hægri flokka eru ekki úrelt. Skynsamlegar markaðsáherslur, alþjóðahyggja og agi í fjármálum. Þau vantar sannfærandi málsvara sem þora að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs.Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar