Leið vel í ræðustól Alþingis 22. júní 2019 12:00 Katrín Súsanna á vinnustaðnum sem heitir Bjargarsteinn Mathús. Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson Katrín Súsanna Backman Björnsdóttir var meðal þeirra ungmenna sem héldu ræðu á Alþingi á þjóðhátíðardaginn. Hún er sextán ára og á heima vestur í Grundarfirði.Hvernig leið þér í ræðustól þingsins? Mjög vel. Reyndar var ég svolítið stressuð því þetta var náttúrlega í beinni. En það var góð tilfinning að vera að gera eitthvað sem virkilega skiptir máli og þetta var mikil upplifun.Hvernig kom það til að þú tókst þátt? Við sem höfðum áhuga skráðum okkur á netinu, svo var valið úr og ég var bara heppin að vera í hópnum. Frétti einmitt af því daginn sem ég útskrifaðist úr grunnskóla. Síðan var stofnaður fésbókarhópur og umræðuefnum skipt í þrjá flokka. Ég fékk umhverfismálin eins og ég valdi og það var auðvelt að búa til ræðu um þau.Gerðir þú það hjálparlaust? Já, en ég fékk mömmu til að fara yfir og laga villur.Hversu miklar áhyggjur hefurðu af náttúrunni á skalanum eitt til tíu? Þetta er eitthvað sem ég hugsa mikið um svo ég held það sé góð nía.Í ræðunni minntist þú á nýjar hugmyndir sem þið ungmennin hefðuð sett á blað. Lýstu einhverri. Eina köllum við græna hringinn. Hún snýst um að setja upp litlar ruslatunnur á annan hvern staur og í mismunandi litum til að auðvelda fólki að flokka.Langar þig að verða þingmaður? Mig langar að gera margt í framtíðinni og að vera þingmaður er eitt af því. Ég er nýbúin að komast inn í FG á leiklistarbraut, mig hefur langað í leiklist frá því ég var lítil. Svo hef ég áhuga á húsgagnasmíði.Hvað ertu að gera í sumar? Ég þjóna á veitingastað sem heitir Bjargarsteinn mathús og vinn á ruslabílnum einu sinni í viku. Hvort tveggja skemmtilegt.Hvernig verðu frístundum? Mér finnst rosa gaman að skrifa smásögur.Er gott að búa í Grundarfirði? Já, mjög gott. Fallegur staður og voða næs fólk.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Katrín Súsanna Backman Björnsdóttir var meðal þeirra ungmenna sem héldu ræðu á Alþingi á þjóðhátíðardaginn. Hún er sextán ára og á heima vestur í Grundarfirði.Hvernig leið þér í ræðustól þingsins? Mjög vel. Reyndar var ég svolítið stressuð því þetta var náttúrlega í beinni. En það var góð tilfinning að vera að gera eitthvað sem virkilega skiptir máli og þetta var mikil upplifun.Hvernig kom það til að þú tókst þátt? Við sem höfðum áhuga skráðum okkur á netinu, svo var valið úr og ég var bara heppin að vera í hópnum. Frétti einmitt af því daginn sem ég útskrifaðist úr grunnskóla. Síðan var stofnaður fésbókarhópur og umræðuefnum skipt í þrjá flokka. Ég fékk umhverfismálin eins og ég valdi og það var auðvelt að búa til ræðu um þau.Gerðir þú það hjálparlaust? Já, en ég fékk mömmu til að fara yfir og laga villur.Hversu miklar áhyggjur hefurðu af náttúrunni á skalanum eitt til tíu? Þetta er eitthvað sem ég hugsa mikið um svo ég held það sé góð nía.Í ræðunni minntist þú á nýjar hugmyndir sem þið ungmennin hefðuð sett á blað. Lýstu einhverri. Eina köllum við græna hringinn. Hún snýst um að setja upp litlar ruslatunnur á annan hvern staur og í mismunandi litum til að auðvelda fólki að flokka.Langar þig að verða þingmaður? Mig langar að gera margt í framtíðinni og að vera þingmaður er eitt af því. Ég er nýbúin að komast inn í FG á leiklistarbraut, mig hefur langað í leiklist frá því ég var lítil. Svo hef ég áhuga á húsgagnasmíði.Hvað ertu að gera í sumar? Ég þjóna á veitingastað sem heitir Bjargarsteinn mathús og vinn á ruslabílnum einu sinni í viku. Hvort tveggja skemmtilegt.Hvernig verðu frístundum? Mér finnst rosa gaman að skrifa smásögur.Er gott að búa í Grundarfirði? Já, mjög gott. Fallegur staður og voða næs fólk.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira