Helminguðu miskabætur til hjóna sem grunuð voru um íkveikju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2019 12:07 Fjórir voru í gæsluvarðhaldi vegna málsins um tíma. Tvö þeirra hafa nú sótt sér bætur. Vísir/Heiða Hjón sem grunuð voru um íkveikju á húðflúrstofu í Hafnarfirði í nóvember 2016 fá eina milljóna króna hvort í miskabætur frá íslenska ríkinu. Þau voru hvort um sig úrskurðuð í gæsluvarðhald við rannsókn málsins auk þess sem leitað var í fyrirtækjum og fasteignum í þeirra leigu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt ríkið til að greiða þeim tvær milljónir króna á mann en bótakrafa þeirra hljóðaði upp á sex milljónir króna. Landsréttur lækkaði upphæðina í eina milljón króna á mann. Fjórir voru handteknir vegna rannsóknar lögreglu á málinu eftir að tívolísprengja hafði verið sprengd við húðflúrstofuna Immortal Arts í Dalshrauni í Hafnarfirði aðfaranótt 1. nóvember árið 2016. Öll fjögur voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í héraði en Hæstiréttur felldi síðar úrskurðinn úr gildi. Þau höfðu þá verið í varðhaldi í fjóra daga. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kom fram að lögreglan hefði kannað öryggismyndavélar nærri vettvangi brotsins. Þar mátti sjá tvo menn koma á mótorhjóli að húsnæðinu, kasta inn sprengju og aka á brott. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að ekki væri hægt að þekkja þá einstaklinga sem þar áttu hlut í máli. Rökstuddur grunur um aðild fólksins lægi ekki fyrir. Lögregla vísaði til nafnlausra vitna í kröfu sinni um gæsluvarðhald. Hjónin voru handtekin af vopnuðum lögreglumönnum á heimili sínu árla morguns 3. nóvember árið 2016. Voru þau í gæsluvarðhaldi til 7. nóvember. Gerð var húsleit á heimili hjónanna þar sem síma- og tölvugögn voru skoðuð og munir í eigu hjónanna og barna haldlagðir. Íslenska ríkið mótmælti ekki bótakröfunni sem slíkri en taldi hana of langt úr hófi. Karlinn fór fram á sex milljónir og konan sömuleiðis. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að dæma bæði karlinum og konunni tvær milljónir í bætur en Landsréttur lækkaði bæturnar í eina milljón á mann. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Hjón sem grunuð voru um íkveikju á húðflúrstofu í Hafnarfirði í nóvember 2016 fá eina milljóna króna hvort í miskabætur frá íslenska ríkinu. Þau voru hvort um sig úrskurðuð í gæsluvarðhald við rannsókn málsins auk þess sem leitað var í fyrirtækjum og fasteignum í þeirra leigu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt ríkið til að greiða þeim tvær milljónir króna á mann en bótakrafa þeirra hljóðaði upp á sex milljónir króna. Landsréttur lækkaði upphæðina í eina milljón króna á mann. Fjórir voru handteknir vegna rannsóknar lögreglu á málinu eftir að tívolísprengja hafði verið sprengd við húðflúrstofuna Immortal Arts í Dalshrauni í Hafnarfirði aðfaranótt 1. nóvember árið 2016. Öll fjögur voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í héraði en Hæstiréttur felldi síðar úrskurðinn úr gildi. Þau höfðu þá verið í varðhaldi í fjóra daga. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kom fram að lögreglan hefði kannað öryggismyndavélar nærri vettvangi brotsins. Þar mátti sjá tvo menn koma á mótorhjóli að húsnæðinu, kasta inn sprengju og aka á brott. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að ekki væri hægt að þekkja þá einstaklinga sem þar áttu hlut í máli. Rökstuddur grunur um aðild fólksins lægi ekki fyrir. Lögregla vísaði til nafnlausra vitna í kröfu sinni um gæsluvarðhald. Hjónin voru handtekin af vopnuðum lögreglumönnum á heimili sínu árla morguns 3. nóvember árið 2016. Voru þau í gæsluvarðhaldi til 7. nóvember. Gerð var húsleit á heimili hjónanna þar sem síma- og tölvugögn voru skoðuð og munir í eigu hjónanna og barna haldlagðir. Íslenska ríkið mótmælti ekki bótakröfunni sem slíkri en taldi hana of langt úr hófi. Karlinn fór fram á sex milljónir og konan sömuleiðis. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að dæma bæði karlinum og konunni tvær milljónir í bætur en Landsréttur lækkaði bæturnar í eina milljón á mann.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira