Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2019 09:21 Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts. Íslandspóstur Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. Þá er fyrirhugaður flutningur fyrirtækisins frá Stórhöfða yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti en forstjóri fyrirtækisins, Birgir Jónsson, tilkynnti um breytingarnar á starfsmannafundi í höfuðstöðvum Íslandspósts í dag. Málefni Íslandspósts hafa verið til umræðu síðustu mánuði eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Ingimundur Sigurpálsson sagði af sér sem forstjóri í vor eftir 15 ára starf. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandspósts, segir í viðtali við fréttastofu að um hagræðingarbreytingar sé að ræða. Uppsagnir séu oft fylgifiskur slíkra aðgerða. Viðtalið má heyra hér að neðan.Klippa: Fækka framkvæmdastjórum hjá Íslandspósti Umræddar breytingar hafa verið samþykktar af stjórn Íslandspósts en í tilkynningu segir að megintilgangur þeirra sé að „setja þjónustu Íslandspósts í forgang,“ og að „viðskiptavinir geti sjálfir ákveðið með hvaða hætti þeir nýti þjónustu Póstsins.“ Framkvæmdastjórar hjá Íslandspósti voru fimm en þeim verður fækkað í þrjá, sem starfa munu á sviðum þjónustu og markaðar, fjármála og dreifingar. Helga Sigríður Böðvarsdóttir mun áfram leiða svið fjármála en nýr framkvæmdastjóri, sem hefur störf í sumar, hefur verið ráðinn til að stýra sviði þjónustu og markaðar. Hörður Jónsson mun leiða dreifingarsvið, sem er sameinað pósthúsa- og framkvæmdasvið. Hann stýrði áður pósthúsasviði. Þá mun Sigríður Indriðadóttir hér eftir vera titluð mannauðsstjóri og mun hún leiða mannauðsmál, sem nú heyra undir þróunarsvið. Birgir Jónsson verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Þá eru fyrirhugaðir flutningar frá Stórhöfða, þar sem skrifstofur Íslandspósts eru nú til húsa, yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Með flutningunum fæst töluverð hagræðing í húsnæðiskostnaði þar sem um umtalsvert færri fermetra er að ræða, að því er segir í tilkynningu. Haft er eftir Birgi Jónssyni forstjóra Íslandspóst í tilkynningunni að aðeins sé um að ræða fyrstu skref hagræðingar. „Framundan er mikil hagræðing og kostnaðaraðhald, en þó er mikilvægt að undirstrika að það verður gert án þess að þjónusta skerðist.“ Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Ákveðið var að biðja Ríkisendurskoðun um að gera úttekt á málefnum fyrirtækisins í janúar síðastliðnum. Íslandspóstur Tengdar fréttir Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að 16. mars 2019 07:45 Fyrrverandi trommuleikari Dimmu nýr forstjóri Íslandspósts Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslandspósts og hefur þegar tekið til starfa. 28. maí 2019 09:27 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. Þá er fyrirhugaður flutningur fyrirtækisins frá Stórhöfða yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti en forstjóri fyrirtækisins, Birgir Jónsson, tilkynnti um breytingarnar á starfsmannafundi í höfuðstöðvum Íslandspósts í dag. Málefni Íslandspósts hafa verið til umræðu síðustu mánuði eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Ingimundur Sigurpálsson sagði af sér sem forstjóri í vor eftir 15 ára starf. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandspósts, segir í viðtali við fréttastofu að um hagræðingarbreytingar sé að ræða. Uppsagnir séu oft fylgifiskur slíkra aðgerða. Viðtalið má heyra hér að neðan.Klippa: Fækka framkvæmdastjórum hjá Íslandspósti Umræddar breytingar hafa verið samþykktar af stjórn Íslandspósts en í tilkynningu segir að megintilgangur þeirra sé að „setja þjónustu Íslandspósts í forgang,“ og að „viðskiptavinir geti sjálfir ákveðið með hvaða hætti þeir nýti þjónustu Póstsins.“ Framkvæmdastjórar hjá Íslandspósti voru fimm en þeim verður fækkað í þrjá, sem starfa munu á sviðum þjónustu og markaðar, fjármála og dreifingar. Helga Sigríður Böðvarsdóttir mun áfram leiða svið fjármála en nýr framkvæmdastjóri, sem hefur störf í sumar, hefur verið ráðinn til að stýra sviði þjónustu og markaðar. Hörður Jónsson mun leiða dreifingarsvið, sem er sameinað pósthúsa- og framkvæmdasvið. Hann stýrði áður pósthúsasviði. Þá mun Sigríður Indriðadóttir hér eftir vera titluð mannauðsstjóri og mun hún leiða mannauðsmál, sem nú heyra undir þróunarsvið. Birgir Jónsson verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Þá eru fyrirhugaðir flutningar frá Stórhöfða, þar sem skrifstofur Íslandspósts eru nú til húsa, yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Með flutningunum fæst töluverð hagræðing í húsnæðiskostnaði þar sem um umtalsvert færri fermetra er að ræða, að því er segir í tilkynningu. Haft er eftir Birgi Jónssyni forstjóra Íslandspóst í tilkynningunni að aðeins sé um að ræða fyrstu skref hagræðingar. „Framundan er mikil hagræðing og kostnaðaraðhald, en þó er mikilvægt að undirstrika að það verður gert án þess að þjónusta skerðist.“ Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Ákveðið var að biðja Ríkisendurskoðun um að gera úttekt á málefnum fyrirtækisins í janúar síðastliðnum.
Íslandspóstur Tengdar fréttir Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að 16. mars 2019 07:45 Fyrrverandi trommuleikari Dimmu nýr forstjóri Íslandspósts Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslandspósts og hefur þegar tekið til starfa. 28. maí 2019 09:27 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að 16. mars 2019 07:45
Fyrrverandi trommuleikari Dimmu nýr forstjóri Íslandspósts Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslandspósts og hefur þegar tekið til starfa. 28. maí 2019 09:27
Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00
Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00