Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júní 2019 11:15 Alma D. Möller, landlæknir. Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. Heilbrigðiskerfið sé ekki sjálfbært og því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem virka í baráttunni gegn langvinnum og kostnaðarsömum sjúkdómum. Efnahagslega hvata til eflingar lýðheilsu séu hvorki nýir af nálinni, né í ósamræmi við þá stefnu sem núverandi stjórnarflokkar hafa markað sér. Svokallaður sykurskattur er ein af 14 tillögum sem landlæknir leggur til í nýrri aðgerðaráætlun, sem unnin var fyrir heilbrigðisráðherra og kynnt var í ríkisstjórn á föstudag. Landlæknir leggur til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent. Lækka verð á hollustu á móti Fjármunina sem koma inn með þessari verðhækkun megi svo nýta til að lækka á móti verð á grænmeti og ávöxtum, jafnvel um 10 til 30%. Þannig megi stuðla að auknu aðgengi að þessum hollustuvörum óháð efnahag og auka þannig jöfnuð til heilsu. Þessar hugmyndir hafa þó mætt andstöðu. Þannig hafa stjórnarþingmenn sett sig upp á móti sykurskatti, þrátt fyrir að stjórnarsáttmálinn opni á að nota efnahagslega hvata til hafa áhrif á matarval fólks. Landlæknir, sem var til viðtals í Bítinu í morgun, segir enda að slíkir hvatar virki og séu notaðir víða um heim. „Við hjá Embætti landlæknis erum ekkert að finna upp hjólið,“ segir Alma D. Möller. „Sykurskattur virkar og hefur verið notaður víða.“ Eins og fréttastofan greindi frá í gær hafa 46 ríki og borgir tekið upp sykurskatt á síðustu árum og tekur Alma dæmi af Mexíkó, einu þeirra landa sem glímir við hátt hlutfall offeitra og sykursjúkra. Ári eftir innleiðingu sykurskatts hafði dregið úr neyslu sykraðra gosdrykkja um 12 prósent og enn meira meðal yngra fólks - „sem eru einmitt þau sem þurfa hvað mest að passa þessa neyslu,“ segir Alma. Ósjálfbært kerfi í núverandi myndÞar að auki séu neysluskattar ekkert nýir af nálinni á Íslandi, til að mynda séu háir skattar lagðir á tóbak og áfengi sem rannsóknir sýna að séu miklar skaðvaldar og um leið baggar á heilbrigðiskerfinu. Alma setur sykur í sama flokk. Hún segir að oft hafi verið þörf á að grípa til úrræða í baráttunni gegn sykurneyslu en nú sé nauðsyn. Sykursýki 2 fari hratt vaxandi og þar sé sykurneysla helsti orsakavaldurinn. Að sama skapi getur óhófleg sykurneysla valdið tannskemmdum, offitu og krabbameini. „[Heilbrigðis]kerfið okkar er ekki sjálfbært. Við sjáum að þessir langvinnu sjúkdómar vaxa hröðum skrefum, þeir eru 70-80% af sjúkdómabyrði og kostnaði við kerfið,“ segir Alma. Svipaða sögu sé að segja af öðrum löndum, til að mynda er áætlað að útgjöld til bandaríska heilbrigðiskerfisins muni aukast um rúmlega helming á næstu 20 árum. „Þetta kerfi er ekki sjálfbært. Við sjáum öll að þá verður minna til skiptanna fyrir annað; eins og menntun, samgöngur o.sfrv.“ Til að spyrna við fótum verði því að nota „aðgerðir sem virka,“ að sögn landlæknis. Hreyfing ein og sér sé þannig ekki nóg, mataræðið sé grundvallarþáttur sem verði að breyta.Sykurlausir drykkir engin töfralausnLagt er upp með að sykurskatturinn leggist einnig á sykurlausa gos- og orkudrykki, sem forstjóri Ölgerðarinnar hefur gagnrýnt. Landlæknir útskýrir að hugmyndin með þeirri skattlagningu sé að sykurlausir gosdrykkir verði ekki sjálfkrafa „holla valið“ eins og Alma orðar það. Drykkirnir geta valdið tannskemmdum og slái ekki á sykurþörfina, auk þess sem „öll kurl eru ekki komin til grafar“ um hollustu drykkjanna að sögn landlæknis. Alma segist þeirrar skoðunar að það væri í lagi að hækka verðið á þeim minna en á sykruðu drykkjunum um leið og hún slær þann varnagla að enn eigi eftir að útfæra hugmyndirnar nákvæmlega. Aðspurð um hvort tillögurnar lykti af forræðishyggju segir Alma það rétt að vissu leyti en ekki fullkomlega, enda sé ekki verið að banna fólki að kaupa sykraðar vörur. Valið sé ennþá í höndum neytenda þrátt fyrir verðhækkanir. Auk þess sé búið að leiða margvíslega forræðishyggju í lög, til að mynda með kröfunni um bílbeltanotkun. Í því tilfelli eru viðurlög - „og þetta [sykurskattur] er því ekki jafn þvingandi úrræði,“ segir Alma. „En við erum víða með forræðishyggju; við erum t.d. að hvetja til bólusetninga.“ Viðtalið við Ölmu D. Möller má heyra í heild hér að ofan. Bítið Heilbrigðismál Skattar og tollar Vísindi Gosdrykkir Tengdar fréttir „Gosdrykkir með sætuefnum er ekki hollustuvara og þeim fylgja ekki aðrar hollustuvenjur“ Markmið með verðhækkun á sætindi er að gera óhollustu erfiðari valkost fyrir neytendur, enda kostar hann samfélagið meira. Þetta segir sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Fimmtungur fullorðinna neyttu gosdrykkja daglega eða oftar samkvæmt nýlegri könnun 24. júní 2019 21:30 Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00 SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. Heilbrigðiskerfið sé ekki sjálfbært og því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem virka í baráttunni gegn langvinnum og kostnaðarsömum sjúkdómum. Efnahagslega hvata til eflingar lýðheilsu séu hvorki nýir af nálinni, né í ósamræmi við þá stefnu sem núverandi stjórnarflokkar hafa markað sér. Svokallaður sykurskattur er ein af 14 tillögum sem landlæknir leggur til í nýrri aðgerðaráætlun, sem unnin var fyrir heilbrigðisráðherra og kynnt var í ríkisstjórn á föstudag. Landlæknir leggur til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent. Lækka verð á hollustu á móti Fjármunina sem koma inn með þessari verðhækkun megi svo nýta til að lækka á móti verð á grænmeti og ávöxtum, jafnvel um 10 til 30%. Þannig megi stuðla að auknu aðgengi að þessum hollustuvörum óháð efnahag og auka þannig jöfnuð til heilsu. Þessar hugmyndir hafa þó mætt andstöðu. Þannig hafa stjórnarþingmenn sett sig upp á móti sykurskatti, þrátt fyrir að stjórnarsáttmálinn opni á að nota efnahagslega hvata til hafa áhrif á matarval fólks. Landlæknir, sem var til viðtals í Bítinu í morgun, segir enda að slíkir hvatar virki og séu notaðir víða um heim. „Við hjá Embætti landlæknis erum ekkert að finna upp hjólið,“ segir Alma D. Möller. „Sykurskattur virkar og hefur verið notaður víða.“ Eins og fréttastofan greindi frá í gær hafa 46 ríki og borgir tekið upp sykurskatt á síðustu árum og tekur Alma dæmi af Mexíkó, einu þeirra landa sem glímir við hátt hlutfall offeitra og sykursjúkra. Ári eftir innleiðingu sykurskatts hafði dregið úr neyslu sykraðra gosdrykkja um 12 prósent og enn meira meðal yngra fólks - „sem eru einmitt þau sem þurfa hvað mest að passa þessa neyslu,“ segir Alma. Ósjálfbært kerfi í núverandi myndÞar að auki séu neysluskattar ekkert nýir af nálinni á Íslandi, til að mynda séu háir skattar lagðir á tóbak og áfengi sem rannsóknir sýna að séu miklar skaðvaldar og um leið baggar á heilbrigðiskerfinu. Alma setur sykur í sama flokk. Hún segir að oft hafi verið þörf á að grípa til úrræða í baráttunni gegn sykurneyslu en nú sé nauðsyn. Sykursýki 2 fari hratt vaxandi og þar sé sykurneysla helsti orsakavaldurinn. Að sama skapi getur óhófleg sykurneysla valdið tannskemmdum, offitu og krabbameini. „[Heilbrigðis]kerfið okkar er ekki sjálfbært. Við sjáum að þessir langvinnu sjúkdómar vaxa hröðum skrefum, þeir eru 70-80% af sjúkdómabyrði og kostnaði við kerfið,“ segir Alma. Svipaða sögu sé að segja af öðrum löndum, til að mynda er áætlað að útgjöld til bandaríska heilbrigðiskerfisins muni aukast um rúmlega helming á næstu 20 árum. „Þetta kerfi er ekki sjálfbært. Við sjáum öll að þá verður minna til skiptanna fyrir annað; eins og menntun, samgöngur o.sfrv.“ Til að spyrna við fótum verði því að nota „aðgerðir sem virka,“ að sögn landlæknis. Hreyfing ein og sér sé þannig ekki nóg, mataræðið sé grundvallarþáttur sem verði að breyta.Sykurlausir drykkir engin töfralausnLagt er upp með að sykurskatturinn leggist einnig á sykurlausa gos- og orkudrykki, sem forstjóri Ölgerðarinnar hefur gagnrýnt. Landlæknir útskýrir að hugmyndin með þeirri skattlagningu sé að sykurlausir gosdrykkir verði ekki sjálfkrafa „holla valið“ eins og Alma orðar það. Drykkirnir geta valdið tannskemmdum og slái ekki á sykurþörfina, auk þess sem „öll kurl eru ekki komin til grafar“ um hollustu drykkjanna að sögn landlæknis. Alma segist þeirrar skoðunar að það væri í lagi að hækka verðið á þeim minna en á sykruðu drykkjunum um leið og hún slær þann varnagla að enn eigi eftir að útfæra hugmyndirnar nákvæmlega. Aðspurð um hvort tillögurnar lykti af forræðishyggju segir Alma það rétt að vissu leyti en ekki fullkomlega, enda sé ekki verið að banna fólki að kaupa sykraðar vörur. Valið sé ennþá í höndum neytenda þrátt fyrir verðhækkanir. Auk þess sé búið að leiða margvíslega forræðishyggju í lög, til að mynda með kröfunni um bílbeltanotkun. Í því tilfelli eru viðurlög - „og þetta [sykurskattur] er því ekki jafn þvingandi úrræði,“ segir Alma. „En við erum víða með forræðishyggju; við erum t.d. að hvetja til bólusetninga.“ Viðtalið við Ölmu D. Möller má heyra í heild hér að ofan.
Bítið Heilbrigðismál Skattar og tollar Vísindi Gosdrykkir Tengdar fréttir „Gosdrykkir með sætuefnum er ekki hollustuvara og þeim fylgja ekki aðrar hollustuvenjur“ Markmið með verðhækkun á sætindi er að gera óhollustu erfiðari valkost fyrir neytendur, enda kostar hann samfélagið meira. Þetta segir sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Fimmtungur fullorðinna neyttu gosdrykkja daglega eða oftar samkvæmt nýlegri könnun 24. júní 2019 21:30 Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00 SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
„Gosdrykkir með sætuefnum er ekki hollustuvara og þeim fylgja ekki aðrar hollustuvenjur“ Markmið með verðhækkun á sætindi er að gera óhollustu erfiðari valkost fyrir neytendur, enda kostar hann samfélagið meira. Þetta segir sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Fimmtungur fullorðinna neyttu gosdrykkja daglega eða oftar samkvæmt nýlegri könnun 24. júní 2019 21:30
Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00
SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15
Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30