Katrín segir Katrínu á villigötum Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2019 08:45 Katrín og Katrín. Hafi forsætisráðherra ætlað með könnun á viðhorfi almennings til stjórnarskrárinnar viljað sefa reiði þeirra sem telja þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá forsmáða, er ljóst að hún hefur ekki haft erindi sem erfiði. Stjórnarskrárfélagið hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu undir yfirskriftinni: „Áminning til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur“.Vísir greindi frá því í gær að Katrín vilji kanna viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar. Í kjölfarið verði svo efnt til sérstakrar rökræðu um afmörkuð atriði stjórnarskrárendurskoðunarinnar. Katrín hefur verið gagnrýnd harðlega af þeim sem telja stjórnvöld hafa forsmáð það starf sem lá til grundvallar sérstöku stjórnlagaráði og svo hina nýju stjórnarskrá sem kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór árið 2012 og þá samþykkt. Hins vegar hefur andstæðingum nýrrar stjórnarskrár tekist að drepa málið í dróma. Katrín hefur mátt sitja undir brigslum um svik í því máli af hálfu þeirra sem telja að hinni nýju stjórnarskrá hafi verið komið fyrir ofan í skúffu og lýðræðislegur vilji þannig forsmáður. Í frétt Vísis í gær var því velt upp hvort þessi könnun myndi sefa reiði þeirra og svarið liggur fyrir: Svo er ekki.Virtu þann vilja sem fyrir liggur „Endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur þegar farið fram. Það gerðist í löngu, ströngu og fallegu lýðræðislegu ferli. Eftir Hrun. Þjóðin samþykkti tillögur um breytingar á stjórnarskrá - niðurstöður þess ferlis - fyrir bráðum sjö árum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá niðurstöðu ber þér og öðrum fulltrúm á Alþingi að virða. Þó fyrr hefði verið,“ segir í yfirlýsingu stjórnarskrárfélagsins en þar er Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. Yfirlýsingin er afdráttarlaus: „Kallað er eftir að stjórnarskrá fólksins verði lögfest og að lýðræðislegur vilji kjósenda sé virtur.Landsmenn eru ekki að biðja um stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna.“ Þá er því haldið fram að Katrín vaði villu og svíma í málinu. Vigdís Finnbogadóttir kölluð til vitnis „Þú ert á villigötum. Gakktu heldur í lið með almenningi í landinu og lýðræðislegum stjórnarháttum. Taktu þér til fyrirmyndar fyrrum forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur,“ segir í yfirlýsingunni hvar vitnað er í Vigdísi og orð hennar sem eru eftirfarandi: „Árið 2008 steig Alþingi verulega merkilegt skref sem átti að verða til þess að draumurinn um nýja stjórnarskrá rættist loksins. Þá hófst víðfemasta og lýðræðislegasta starf að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, og hefur vitaskuld vakið athygli um víða veröld. Stjórnlagaráð var kjörið með lýðræðislegum hætti svo þar fengju raddir ólíkra afla í íslensku samfélagi hvert sína rödd, og hin nýja stjórnarskrá var síðan samþykkt samhljóða. Þar að auki sýndi þjóðaratkvæðagreiðsla síðan fram á að íslenskir kjósendur vildu að hin nýja stjórnarskrá yrði tekin upp. En það verður þó ekki verið gert enn. Að mínum dómi hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi.“ Við lauslega könnun á Facebooksíðum þeirra sem helst hafa viljað halda þessum máli vakandi og krefjast nýrrar stjórnarskrár kemur í ljós að nokkurrar gremju gætir í þeim herbúðum í garð Katrínar Jakobsdóttur. Menn spara sig hvergi í því að væna hana um undirlægjuhátt og sviksemi. Alþingi Stjórnarskrá Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar Katrín Jakobsdóttir efnir til viðamikillar könnunar. 26. júní 2019 11:43 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu undir yfirskriftinni: „Áminning til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur“.Vísir greindi frá því í gær að Katrín vilji kanna viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar. Í kjölfarið verði svo efnt til sérstakrar rökræðu um afmörkuð atriði stjórnarskrárendurskoðunarinnar. Katrín hefur verið gagnrýnd harðlega af þeim sem telja stjórnvöld hafa forsmáð það starf sem lá til grundvallar sérstöku stjórnlagaráði og svo hina nýju stjórnarskrá sem kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór árið 2012 og þá samþykkt. Hins vegar hefur andstæðingum nýrrar stjórnarskrár tekist að drepa málið í dróma. Katrín hefur mátt sitja undir brigslum um svik í því máli af hálfu þeirra sem telja að hinni nýju stjórnarskrá hafi verið komið fyrir ofan í skúffu og lýðræðislegur vilji þannig forsmáður. Í frétt Vísis í gær var því velt upp hvort þessi könnun myndi sefa reiði þeirra og svarið liggur fyrir: Svo er ekki.Virtu þann vilja sem fyrir liggur „Endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur þegar farið fram. Það gerðist í löngu, ströngu og fallegu lýðræðislegu ferli. Eftir Hrun. Þjóðin samþykkti tillögur um breytingar á stjórnarskrá - niðurstöður þess ferlis - fyrir bráðum sjö árum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá niðurstöðu ber þér og öðrum fulltrúm á Alþingi að virða. Þó fyrr hefði verið,“ segir í yfirlýsingu stjórnarskrárfélagsins en þar er Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. Yfirlýsingin er afdráttarlaus: „Kallað er eftir að stjórnarskrá fólksins verði lögfest og að lýðræðislegur vilji kjósenda sé virtur.Landsmenn eru ekki að biðja um stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna.“ Þá er því haldið fram að Katrín vaði villu og svíma í málinu. Vigdís Finnbogadóttir kölluð til vitnis „Þú ert á villigötum. Gakktu heldur í lið með almenningi í landinu og lýðræðislegum stjórnarháttum. Taktu þér til fyrirmyndar fyrrum forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur,“ segir í yfirlýsingunni hvar vitnað er í Vigdísi og orð hennar sem eru eftirfarandi: „Árið 2008 steig Alþingi verulega merkilegt skref sem átti að verða til þess að draumurinn um nýja stjórnarskrá rættist loksins. Þá hófst víðfemasta og lýðræðislegasta starf að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, og hefur vitaskuld vakið athygli um víða veröld. Stjórnlagaráð var kjörið með lýðræðislegum hætti svo þar fengju raddir ólíkra afla í íslensku samfélagi hvert sína rödd, og hin nýja stjórnarskrá var síðan samþykkt samhljóða. Þar að auki sýndi þjóðaratkvæðagreiðsla síðan fram á að íslenskir kjósendur vildu að hin nýja stjórnarskrá yrði tekin upp. En það verður þó ekki verið gert enn. Að mínum dómi hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi.“ Við lauslega könnun á Facebooksíðum þeirra sem helst hafa viljað halda þessum máli vakandi og krefjast nýrrar stjórnarskrár kemur í ljós að nokkurrar gremju gætir í þeim herbúðum í garð Katrínar Jakobsdóttur. Menn spara sig hvergi í því að væna hana um undirlægjuhátt og sviksemi.
Alþingi Stjórnarskrá Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar Katrín Jakobsdóttir efnir til viðamikillar könnunar. 26. júní 2019 11:43 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar Katrín Jakobsdóttir efnir til viðamikillar könnunar. 26. júní 2019 11:43