Hreiðrið við Stekkjarbakka yfirgefið og tómt eftir árás máva Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2019 15:45 Gæsin sést hér liggja á hreiðri sínu í síðustu viku. vísir/egill Svo virðist sem að gæsapar sem komið hafði sér upp hreiðri á hringtorgi við Stekkjarbakka í Breiðholti hafi yfirgefið hreiðrið í dag eftir að fjöldi máva réðst að hreiðrinu. Anton Magnússon sá þegar mávarnir réðust að hreiðrinu og segist í samtali við Vísi hafa séð þegar einn mávurinn át einn af ungunum sem voru í hreiðrinu. Hann vakti fyrst máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt. Fjallað var um gæsina sem lá á hreiðrinu í fjölmiðlum í síðustu viku þar sem hún hafði vakið athygli vegfarenda fyrir að hvæsa á vegfarendur eða hreinlega ráðast til atlögu til að vernda hreiðrið sitt. Anton keyrir fram hjá hringtorginu daglega þar sem hann vinnur í nágrenninu. „Ég var búinn að fylgjast með þeim áður en fréttin um gæsina kom. Þau hafa verið þarna að dúlla sér og gaman að fylgjast með þeim vegna þess að gassinn var voða duglegur að passa sína frú. Hann leyfði ungum krökkum og fólki að labba þarna fram hjá en gat orðið grimmur út í hjólreiðamenn því þeir virka svo stórir fyrir hann,“ segir Anton.Sjá hér fyrir neðan frétt Stöðvar 2 um gæsina frá því í síðustu viku.Tugir máva á sveimi við hreiðrið Það var þó eitthvað allt annað í gangi við hreiðrið á hringtorginu um klukkan ellefu í morgun. „Þá sé ég í fyrsta lagi 30 til 40 máva og hamagang og læti. Svo sé ég þarna brauð eða kökur á grasinu fyrir framan gæsina og ísboxdollu með væntanlega vatni. Síðan horfi ég á þá þar sem þeir eru að éta brauðið eða kökuna og hamast áfram og í gæsinni sem er náttúrulega alveg brjáluð greyið. Ég sé þá ekki borða nema einn unga, ég sé bara einn mávinn koma með einn unga alveg brjálaður og hinir fara allir í hreiðrið,“ segir Anton. Eftir smástund hafi gæsaparið því farið í burtu en engir ungar á eftir þeim. Anton segist gera ráð fyrir því að mávarnir hafi étið hina ungana sem hafi væntanlega verið nýkomnir úr eggjunum. Anton segir að þeir sem hafi komið með brauðið og vatnið hafi auðvitað gert það í góðu. „En gassinn sér bara um sína frú og ef þau hefðu verið látin í friði þá hefði ekkert gerst vegna þess að hún er í felum af ástæðu. Hún vill bara í felum. Steggurinn er alltaf hinu megin við götuna, hann er ekki alveg við hreiðrið því hann vill ekki vekja athygli á frúnni og hreiðrinu. Þetta var agalega sorglegt,“ segir Anton sem hefur enga trú á að nokkrir ungar hafi lifað árás mávanna af. „Ég er búinn að fara þarna niður eftir einu sinni síðan og hreiðrið er yfirgefið og tómt og engir fuglar.“ Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Dýravistfræðingur segir hegðun gæsarinnar eðlilega 5. júní 2019 20:30 Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Svo virðist sem að gæsapar sem komið hafði sér upp hreiðri á hringtorgi við Stekkjarbakka í Breiðholti hafi yfirgefið hreiðrið í dag eftir að fjöldi máva réðst að hreiðrinu. Anton Magnússon sá þegar mávarnir réðust að hreiðrinu og segist í samtali við Vísi hafa séð þegar einn mávurinn át einn af ungunum sem voru í hreiðrinu. Hann vakti fyrst máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt. Fjallað var um gæsina sem lá á hreiðrinu í fjölmiðlum í síðustu viku þar sem hún hafði vakið athygli vegfarenda fyrir að hvæsa á vegfarendur eða hreinlega ráðast til atlögu til að vernda hreiðrið sitt. Anton keyrir fram hjá hringtorginu daglega þar sem hann vinnur í nágrenninu. „Ég var búinn að fylgjast með þeim áður en fréttin um gæsina kom. Þau hafa verið þarna að dúlla sér og gaman að fylgjast með þeim vegna þess að gassinn var voða duglegur að passa sína frú. Hann leyfði ungum krökkum og fólki að labba þarna fram hjá en gat orðið grimmur út í hjólreiðamenn því þeir virka svo stórir fyrir hann,“ segir Anton.Sjá hér fyrir neðan frétt Stöðvar 2 um gæsina frá því í síðustu viku.Tugir máva á sveimi við hreiðrið Það var þó eitthvað allt annað í gangi við hreiðrið á hringtorginu um klukkan ellefu í morgun. „Þá sé ég í fyrsta lagi 30 til 40 máva og hamagang og læti. Svo sé ég þarna brauð eða kökur á grasinu fyrir framan gæsina og ísboxdollu með væntanlega vatni. Síðan horfi ég á þá þar sem þeir eru að éta brauðið eða kökuna og hamast áfram og í gæsinni sem er náttúrulega alveg brjáluð greyið. Ég sé þá ekki borða nema einn unga, ég sé bara einn mávinn koma með einn unga alveg brjálaður og hinir fara allir í hreiðrið,“ segir Anton. Eftir smástund hafi gæsaparið því farið í burtu en engir ungar á eftir þeim. Anton segist gera ráð fyrir því að mávarnir hafi étið hina ungana sem hafi væntanlega verið nýkomnir úr eggjunum. Anton segir að þeir sem hafi komið með brauðið og vatnið hafi auðvitað gert það í góðu. „En gassinn sér bara um sína frú og ef þau hefðu verið látin í friði þá hefði ekkert gerst vegna þess að hún er í felum af ástæðu. Hún vill bara í felum. Steggurinn er alltaf hinu megin við götuna, hann er ekki alveg við hreiðrið því hann vill ekki vekja athygli á frúnni og hreiðrinu. Þetta var agalega sorglegt,“ segir Anton sem hefur enga trú á að nokkrir ungar hafi lifað árás mávanna af. „Ég er búinn að fara þarna niður eftir einu sinni síðan og hreiðrið er yfirgefið og tómt og engir fuglar.“
Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Dýravistfræðingur segir hegðun gæsarinnar eðlilega 5. júní 2019 20:30 Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent