Forvarnir hefjast heima Sigríður Björnsdóttir skrifar 13. júní 2019 07:30 Yfir sumartímann þegar börn eru í fríi frá skóla sækja þau gjarnan ýmiss konar námskeið sér til dægrastyttingar. Þegar foreldrar og börn velja námskeið eru nokkur atriði sem hafa ætti í huga. Í fyrsta lagi ættu að liggja fyrir greinargóðar upplýsingar um námskeið, ýmis hagnýt atriði og um starfsfólk hjá félögum og öðrum sem bjóða upp á námskeið eða svipaða þjónustu fyrir börn og ungmenni. Ef slíkar upplýsingar eru ekki aðgengilegar á vefsíðu eða annars staðar ættu foreldrar að spyrja eftirtalinna spurninga:Hvers konar aðgerðaáætlun er til staðar ef upp kemst um ofbeldi á börnum?Hvernig eru starfsmenn og sjálfboðaliðar þjálfaðir til að vernda börn gegn kynferðislegu ofbeldi?Hvaða starfsreglur gilda varðandi einveru fullorðinna starfsmanna með börnum? Í öðru lagi ættu foreldrar og forsjáraðilar að endurskoða kaup á þjónustu frá viðkomandi aðila ef ekki fást fullnægjandi svör við ofangreindum spurningum. Foreldrar eru ekki með börnum sínum allan daginn og geta ekki verið á verði. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir séu meðvitaðir um í hvernig aðstæðum kynferðisofbeldi á sér stað, séu upplýstir og sendi börn sín ekki á staði þar sem þau eru ekki örugg. Forvarnir hefjast heima með því að foreldrar kenna barni sínu að setja mörk og þekkja merki um það þegar þau eru ekki virt. Áður en kemur að því að þú skiljir barnið þitt eftir í umsjón annarra er mikilvægt að þú hafir rætt opinskátt við barnið um forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Hafir frætt það um jákvæð og neikvæð samskipti og snertingu þannig að það geri sér grein fyrir því þegar farið er yfir mörkin og segi frá þegar farið er yfir þau. Það er einnig mikilvægt að barnið fái skýr skilaboð um að það geti og eigi að segja „nei“, eða „ég vil þetta ekki“ ef því finnst snerting eða samskipti óþægileg. Taktu mark á eigin innsæi. Ef samskipti við einstakling vekja ónotatilfinningu hjá þér eða barni þínu ættir þú ekki að skilja barnið þitt eftir í slíkum aðstæðum. Þú gætir rætt þetta við aðra foreldra og kannað hvort þeir séu á sama máli. Ef barnið segir þér að því líði skringilega í kringum tiltekinn einstakling þá er mikilvægt að hlusta á barnið og gera viðeigandi ráðstafanir. Til að ganga úr skugga um að öryggi barns sé tryggt þegar það er í umsjá annarra er mikilvægt að spyrja barnið um líðan og annað þegar það er sótt eða kemur heim. Spyrja ætti spurninga á borð við: Hvernig leið þér? Hvað voru þið að gera? Með hverjum voruð þið? Þegar við erum meðvituð höfum við skýr markmið um hvernig við ætlum að vernda barnið okkar og hegðum okkur í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Yfir sumartímann þegar börn eru í fríi frá skóla sækja þau gjarnan ýmiss konar námskeið sér til dægrastyttingar. Þegar foreldrar og börn velja námskeið eru nokkur atriði sem hafa ætti í huga. Í fyrsta lagi ættu að liggja fyrir greinargóðar upplýsingar um námskeið, ýmis hagnýt atriði og um starfsfólk hjá félögum og öðrum sem bjóða upp á námskeið eða svipaða þjónustu fyrir börn og ungmenni. Ef slíkar upplýsingar eru ekki aðgengilegar á vefsíðu eða annars staðar ættu foreldrar að spyrja eftirtalinna spurninga:Hvers konar aðgerðaáætlun er til staðar ef upp kemst um ofbeldi á börnum?Hvernig eru starfsmenn og sjálfboðaliðar þjálfaðir til að vernda börn gegn kynferðislegu ofbeldi?Hvaða starfsreglur gilda varðandi einveru fullorðinna starfsmanna með börnum? Í öðru lagi ættu foreldrar og forsjáraðilar að endurskoða kaup á þjónustu frá viðkomandi aðila ef ekki fást fullnægjandi svör við ofangreindum spurningum. Foreldrar eru ekki með börnum sínum allan daginn og geta ekki verið á verði. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir séu meðvitaðir um í hvernig aðstæðum kynferðisofbeldi á sér stað, séu upplýstir og sendi börn sín ekki á staði þar sem þau eru ekki örugg. Forvarnir hefjast heima með því að foreldrar kenna barni sínu að setja mörk og þekkja merki um það þegar þau eru ekki virt. Áður en kemur að því að þú skiljir barnið þitt eftir í umsjón annarra er mikilvægt að þú hafir rætt opinskátt við barnið um forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Hafir frætt það um jákvæð og neikvæð samskipti og snertingu þannig að það geri sér grein fyrir því þegar farið er yfir mörkin og segi frá þegar farið er yfir þau. Það er einnig mikilvægt að barnið fái skýr skilaboð um að það geti og eigi að segja „nei“, eða „ég vil þetta ekki“ ef því finnst snerting eða samskipti óþægileg. Taktu mark á eigin innsæi. Ef samskipti við einstakling vekja ónotatilfinningu hjá þér eða barni þínu ættir þú ekki að skilja barnið þitt eftir í slíkum aðstæðum. Þú gætir rætt þetta við aðra foreldra og kannað hvort þeir séu á sama máli. Ef barnið segir þér að því líði skringilega í kringum tiltekinn einstakling þá er mikilvægt að hlusta á barnið og gera viðeigandi ráðstafanir. Til að ganga úr skugga um að öryggi barns sé tryggt þegar það er í umsjá annarra er mikilvægt að spyrja barnið um líðan og annað þegar það er sótt eða kemur heim. Spyrja ætti spurninga á borð við: Hvernig leið þér? Hvað voru þið að gera? Með hverjum voruð þið? Þegar við erum meðvituð höfum við skýr markmið um hvernig við ætlum að vernda barnið okkar og hegðum okkur í samræmi við það.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar